Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.09.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 21.09.1962, Blaðsíða 7
NY VIKUTlÐINDI 7 ©r élckert fyxir iþað að láta ihafa mig að fífili, og alls ekki, þegar karlar eins og Stedman eiga í 'hlut. Svo að ég för upp I 'íbuðina hans. — Þegar hann opnaði hurðina og sá, hver þetta Var, reyndi hann að loika henni aftur, en ég ruddist hn og ,gaf honum einn á’ann. Hann var hvofki með ^yssuna né heltið, að sjálfsögðu, af því að hann var ©fcki í vinnunni, en hann var samt sem áður ekkert lamh að ieika sér við. Hann var talsvert þyngri en eg> og ihann gat sannarlega lamið frá sér. Við gerðum feelvitis mikinn usla i setustofunni hjá honum. Hús- vörðurinn tök að lemja að dyrum og kallaði, að hann ^yndi sækja lögregluna. f>egar ég fór út, var Sted- man á hnjánum að hagsa við að rísa á fætur, og ég var svo sem ékkert hetur á mig kominn sjálfur. Eg var ringlaður af höggunum, sem ég hafði fengið, og það var hlóð á höndtmum á mér og fötunum úr sár- ^nuin, sem ég hafði veitt honum. Húsvörðurinn var ^arinn úr gœnginum, en iþama voru tveir leigjendur, sáu mig greínilega. Eg fór aftur á knæpuna, en aður en ég komst inn, heyrði ég sírenurnar og sá lögreglubílinn renna upp að Wakefield. Inni í knæpunni fór ég strax inn á snyntiherbergið tii að laga mig tii, Þ^o af mér blóðið og laga fotin mín, og þá heyrði ég ^ogguna ikoma inn og spyrja eftir mér. Eg laumaðist ht um bakdymar inn í ihúsasundið. Mig langaði ekkert ^ að eyða nóttinni í tukthúsinu og eiga það ikannske a hættu að missa af bátnum um morgiminn. Eg hugs- aði sem svo, að 'þegar daUurinn ikæmi næst til hafnar, v®ri málið úr sögumni, gleymt og grafið. Það var far- íð að rigna þá. Eg brá mér inn í næsta ibíó. — Klukkan var víst eitt yfir miðnætti, þegar óg ^om þaðan. Eg hrimgdi til iknæpunnar og spurði Red j-'anigan, hvort öldumar væru ekki að lægja iþað mik- l®> að mér væri óhætt að koma iþangað og fá mér 8júss, og það var einmitt þá, sem þakið hrundi imn. Hann lét eins og óg væri einhver allt annar, og sagði, aÖ Stedman heffði dáið af hnífssitungu og lögreglíui Vaeri að kemba iborgina í leit að sjámamni, Foley að aaÆni. Eg hélt, að hann væri að gera að gamni sínu, e*i áður en ég gat sagt nokkuð, Skellti hann á mig. tók til fótanna — og þegar svona laingt var komið, áleit ég, að 'þessi staður væri eins góðirr og hver aim- ar til felustaðar. Hún hristi höfuðið. —■ Þetta er víist áreiðanlega einhver ótrúlegasta 8aga, sem ég hef heyrt á ævi aninni. — Alveg rétt, sagði ég. Svo að ég mætti víst gefa fram og reyna hana á 'þeim, ef ske kynni, að þeim fyndist hún fjmdin. — Hann var á hnjánum, lifandi, jþegar iþú fórst út? ■ Stendur heima. •— Og hvað heldur þú, að haifi liðið langur tími frá því að þú fórst og iþangað til lögreglan kom á vett- vang og fann hann dauðan? — Það hef ég ekki hugmynd um, svaraði ég. Ætli það hafi ekki verið þrjár til fimrn mínútur. Eg geklk þarna niður stigana og út úr húsinu, og ég var kom- 11111 að næsta húsi, þegar lögreglubíllinn stanzaði fyrir fr'aaian. Þeir urðu fyrst að finna íbúðina og síðan 8prengja hurðina upp og ... —- Hvemig veiztu, að þeir þurftu að sprengja upp Wðina? Það var í útvarpsfréttunum. Hún ikinkaði íkolli. Þú ihlýtur að hafa skellt ihurðinni aftur, og hún Var sjálflaest. Eg er helzt á því, að það hafi einhver verið inni 1 íbúðinni, iþegar ég ikom þangað. Og hvemig átti hann að komast út? Oegnum eldhúsið og niður stigann bakatil, sem _%gur niður í bílskúrinn í Ikjallaranum. Á neðstu hæð- eru dyr út í húsasundið. ~ Heldur þú, að nokkur myndi trúa þessu? Auðvitað ekki. Hvers vegna heldur þú, að ég hafi tekið til fótanna? Það er eitt, sem mælir með þessari kenningu Þuuu, sagði ihún. Hún er nógu fáránleg til þess að Seta verið sönn. Hver sem væri gæti búið til senni- eSri sögu en þetta. (Framhald) Á myndinni sézt flugturninn til hægri, en fyrirhugaðar byggingar Loftleiða til vinstrl. Um það bil helmingur álmunnar, sem tengir flugturninn og væntanlegar skrifstofu- byggingu Loftleiða, mun Flugráð byggja, það er að segja Flugtumsmegin, en hinn hluti álmunnar verður flugafgreiðslubygging Loftleiða. Loftleiðir byggja Hinir framkvæmdasömu og ötulu stjómendur Loft- leiða hafa nú hafizt handa við að byggja hús fyrir starf semi sína, og hófu elstu for- ustumenn félagsins, þeir Kristinn Olsen og Alfreð El- íasson, verkið á laugardag- inn var, með því að taka fyrstu skólfustungumar. Loftleiðum hefir lengi leikið hugur á að eignast eigið hús- næði vegna starfsemi félagsins í Reykjavík. en ýmsar ástæður hafa valdið því að ekki hefir orðið af framkvæmdum, m. a. tafir fullnaðarákvarðana um skipulag á þeim stöðum, þar sem félagið vildi byggja. Vegna þessa hafa skrifstofur félagsins verið í Ieiguhúsnæði, og á Reykjavíkurflugvelli hefir starfseminni jafnan verið skor- inn mjög þröngur stakkur. Hinn 28. jan s.l. brunnu skálar þeir á Reykjavikurflugvelli, þar sem Loftleiðir höfðu haldið uppi veitingarekstri, en vegna þessa varð félagið að taka á leigu veitingahúsnæði í Oddfellow- húsinu. Sökum fjarlægðar frá flugvelli verður mikill kostnaðarauki og óhagræði að flutningi farþega milli flugvéla og veitingastaðar, enda var með leigunni enungis um bráðabirgðaráðstafanir að ræða. Hinn 31. jan. s.l. sótti stjórn Loftleiða um byggingar- lóð á Reykjavíkurflugvelli, þar sem gert var ráð fyrir að fá húsrými fyrir alla starfsemi fé- lagsins í Reykjavík. Allt frá því er þessi umsókn var send hefir málið verið í athugun hjá stjórn arvöldunum, unz það fékk fulln- aðarafgreiðslu á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í s.l. viku. Var þá samþykkt að úthluta Loftleiðum 10 þúsund fermetra lóð á bæjarlandinu við Reykja- víkurflugvöll. Lóðin er norðan flugturnsins við veg þann, sem nú liggur að afgreiðslu Loft- leiða. Fyrirhugað er, að í framhaldi af Sóleyjargötu komi aðalbraut meðfram öskjuhlíð og Fossvogi, og verður byggingalóð Loftleiða við hana, en vegna þess mun húsrými það, sem nú er fyrir- hugað að reisa, engu lakar stað- sett í nýju bæjarhverfi en við flugvöll, ef til þess ráðs verður síðar ineir horfið, að flytja alla flugstarfsemi frá höfuðborginni. Byggingarnefnd hefir nú sam- þykkt teikningu þá af fyrirhug- uðu húsnæði Loftleiða, sem gerð var af Gísla Halldórssyni arkitekt í samráði við Stefán Ólafsson verkfræðing. Gert er ráð fyrir tveim álm- um, sem mynda 90 gráðu horn, og verða þær tengdar með sam- byggingu, þannig að innangengt verður þeirra i milli. Verður önnur álman aðallega til suð- urs, en hin frá vestri til aust- urs. Grunnflötur bygginganna verður um 1400 fermetrar. Þriggja akreina braut verður innan skeifunnar, sem myndast við byggingarnar, og í grennd við þær verða 250 bifreiðastæði. Flugafgreiðslubyggingin, sem rísa mun á hér um bil 760 fer- metra grunnfleti, verður kjall- ari og tvær hæðir, en skrif- stofubyggingin kjallari og fjórar hæðir. 1 kjallara flugafgreiðslu er gert ráð fyrir birgðageymsl- um, matstofu starfsfólks, snyrti herbergjum og baðherbergjum fyrir farþega. Unnt verður að aka stórum bifreiðum inn í kjallarann að og frá birgða- geymslunum. Flugafgreiðslan sjálf verður á fyrstu hæð. Þar fer fram hin venjulega farþega- afgreiðsla, tollskoðun og önnur fyrirgreiðsla. A þeirri hæð verða, auk þessa, skrifstofur af- greiðslu- og flugumsjónarmanna, biðsalur, hvíldarherbergi fyrir farþega og herhergi áhafna. Á annarri hæð verður aðalveitinga salur, eldhús og varzlanir. Það- an er innangengt til sömu hæð- ar skrifstofubyggingarinnar, en þar er stór setustofa, sem ætluð er farþegum. Á annarri hæð er einnig veitingasalur, er ætlaður er þeim, sem fylgja farþegum til flugvallar eða koma þangað tij þess að taka á móti þeim. Rúmgóðar svalir, sem snúa til vesturs, eru við veitingasalina báða, og getur fólk fylgst það- an með ferðum flugvéla og not- ið útsýnis. Geymslur verða í kjallara skrifstofuhyggingarinnar. Setu- stofa verður þar á annarri hæð, sem fyrr greinir, kennslustofur einnig, en að öðru leyti verður húsrýmið ætlað skrifstofura hinna ýmsu deilda félagsins. Milli hinna fyrirhuguðu bygg inga Loftleiða og flugturnsins verður um 70 metra breitt bil. Er þar nægilegt landrými fyrir almenna filugafgreiðslu, og ert byggingum Loftleiða hagað þannig, að þær geti seinna orð- ið hluti stórrar flugstöðvarbygg- ingar, ef ákvarðanir verða síð- ar teknar um að reisa hana. Gert er ráð fyrir að veitinga- salir rúmi um 350 raanns, en um 200 geta þar að auki verið í setustofum og biðsölum. Er þetta lagmarkstala þeirra far- þega, sem gera má ráð fyrir að þurfi á næstunni að eigá samtímis viðdvöl í salarkynnum' Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, þar sem 3 fullsetnar Cloudmast- arfilugvélar hafa stundum að undiamförnu verið á sama tíma hér i Reykjavík, en farþega- fjöldi þeirra er 225 manns. Reynt verður að hafa bygg- ingar þessar hagrænar og ný- tízkulegar, og mun til leiðbein- inga í þeim efnum leitað til innlendra og erlendra kunnáttu- manna. Félagið mun sjálft annast gerð kjallara, en að öðru leyti er fyrirhugað að bjóða verkið út. Reynt verður að hraða bygging- arframkvæmdum eftir föngum, og er að því stefnt að kjallarai verði lokið fyrir næstu áramót, en byggingunni allri í ársloK 1963. Verkið var hafið laugardaginn 15. september. Tveir elztu for- ystumenn og stofnendor félags- ins, Alfreð Eliasson framkvst. og Kristinn Olsen flugdeildar- stjóri tóku fyrstu skóflustung- urnar, en siðan tóku jarðýtur til starfa. Standa vonir til að unnið verði ósleitilega, unz lok- ið verður þessum nýja kapltula I sögu Loftleiða. Hér eru athafnamenn á ferðinni, þar sem forráða- menn loftleiða eru, menn, sem hafa sýnt það og sann- að, að þá þarf ekki að hvet ja til stórræða.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.