Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.09.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 21.09.1962, Blaðsíða 8
Kommar einangrast! Nýsúlcaða sayðargœran megnar ekki að fela úlfshárin Þau óvæntu en nánast gleðilegu tíðindi hafa gerzt, að Framsóknarmenn, sem undanfarin ár hafa starfað með kommúnistum í ýmsum verkalýðsfélögum, hafa með öllu snúið við þeim bakinu og hafna hverskyns sam- starfi við þá. Á nokkrum stöðum helzt þó samstarfið ennþá, en er álitið hanga á nástrái. Upplausnin krasserar í kommúnískum samtökum Jandsins, hverju nafni, svo sem þau nefnast þessa stund- ina, og kemur gleggst fram i kosningum verkalýðsfélaga .til Alþýðusamlbandsþings. í ýmsum stærstu félögunum treysta kommúnistar sér alls ekki til að bjóða fram leng- ur, svo sem í Iðju, félagi verksmiðjufólks i Reykjavík, KR varð Reykjavíkurmeist ari í knattspyrnu árið 1962, Bigraði Fram í skemmtileg- um úrslitaleik á sunnudag- inn var. f úrslitáleiknum var liöið þannig skipað: Heimir Guðjónsson, Hreiðar Árssæls son, Bjarni Felixson, Garðar Árnason, Hörður Felixson, Sveinn Jónsson, öm Stein- sen, Jón Sigurðsson, Gunn- ar Felixson, EUert Schram og Sigurþór Jakobsson. en í öðrum félögum reynt að koma við bolabrögðum tii að halda meirihiuta sínum. Virð ist jafnvel hin trausta að- staða þeirra í Dagsbrún riða á grunni. Seinast, þegar kosið var til Alþýðusambandsþings, tókst kommúnistum að halda meiri hlutaivaldi með leppsstarfi HannibaLs Valdimarssonar og kumpána og nánu sam- starfi við Framsóknarfó'Lk í verkalýðsstétt, sem þekkti kommúnista og starfsaðferð- ir þeirra hvergi nógu gjöria til að vara sig á yfirgangs- semi þeirra og fláræði. Nú er Aiþýðubandalags hugsjón kommúnista útkuln- uð, og verið að súta nýju gæruna til að breiða yfir úlfslhárin. Samstarfsfólkið úr Alþýðubandalags -æfintýrinu er búið að fá nóg af frekju kommúnista og yfirgangi, því að eðli þeirra og innsta hugsjón breytist ekki með yfirvarpinu og nýjum banda- lags- eða samtakaheitum. Kommúnistar standa loks einir og einangraðir, orðnir að athlægi fyrir skollaleik sinn. Sllíkt hlutskipti hlutu þeir að hreppa í siðmenntuðu þjóðfélagi. Islenzk alþýða kann réttu tökin á að af- greiða slík fyrirbrigði. /— 1 R! n 7 Wl ai 0 SD J 1 jWWVVv j&GÍðQ \ SS&jÍ J Föstudagur 21. september 1962 — 38. tbl. 2- árg. Nýju fötin keisarans 4 myncíir seidar alls ú sýningu FÍM Ríkisútvarp íslands lét sig hafa það í fréttaauka á föstudagskvöldið að auglýsa draslsýningu þá, — sem ver ið hefur í Listamannaskálan- um, með því að hafa viðtal við Valtý Pétursson listmál- ara, einn af þeim, sem þarna sýna pródúkt sín. Valtýr taldi auðvitað, þetta vœri einhver bezta sam eýningin, sem haldin hefði verið. Hann sagði einnig fuö um fetum, að Listasafn rík- isins hefði keypt fjögur verk, sem sýnd væru á sýningunni. Við gerðum okkur fer^ þangað á sunnudagskvöldið, rétt áður en sýningunni lauk, og þá voru alls f jórar mynd- ir seldar, þar af var ein sma- mynd, sem seldist daginn áð- ur. — Tíu til fimmtán hræð- ur voru inni. Þetta voru móttökurnar, sem sýningin fékk hjá al- menningi. Fjórar myndir seldar, af 61, ef með eru tald ar höggmjmdir og tvö vegg' teppi. Við hringdum upp í Lista- verkasafn rikisins og spurð- um Selmu Jónsdóttur um málverkakaupin. Hún svar- aði því til, að Listasafnið hefði keypt — þrjár —• & myndunum: Málverk eftir (Framh. á blfl. 3) KVARTAÐ hefur verið yfir því, að rúgbrauðin séu svo sölt, að þau séu óæt að kalla. Hefur verið gizkað á að þrír menn salti þau sitt í hverju lagi, án þess að vita um hvern annan, e0a þá að bakaramir í Rúg- brauðsgerðinni hafi svo mikið að gera að þeir hafi gripið þetta örþrifaráð sem síðasta liálmstráið til að anna eftirspurninni. SVO er nú komið að varla nokkur manneskja fæst til kennslustarfa. Mun nú fimmta hver kennarastaða á landinu vera laus. Er nú helzt farið að tala um að taka gamla siðinn og hafa farkennslu í sveitum — eða a. m. k. láta sama kennar- ann aka á milli skólanna og kenna í einum á morgnana, öðrum síðdegis og iþeim þriðja á kvöldin- Þannig fengi hann þá þrefalt kaup og gæti vel dregið fram líf- ið, þegar með eru talin sumarlaunin. KUNNUGIR telja að ís- lenzkir konunúnistar verði allir með ölfrumvarpinu næst þegar það kemur fyrir þingið. Ástæðan er sú, að geimfarinn Gagarin mun hafa gefið þeim línuna, er hann lét taka af sér mynd nýlega í Kaupmannah., þar sem hann teygar danska bjórinn af stút með beztu lyst. t ____ SAMVIZKUSAMASTI, dug legasti og ábyggilegasti op inberi starfsmaðurinn, sem okkur er kunnugt um, er Ólafur Pálsson fulltrúi borg arfógeta. Þrátt fyrir til- tölulega lágt kaup, mun hann oft vinna tvöfaldan vinnudag, og hann nýtur mikils trausts í starfi sínu. Það mun vera völ á manni, sem tekur starf hjá hinu 'opinbera af jafn mikilli al- vöru og hann, og slíkt ber að meta að verðleikum. MÁI Zetterling er nú fyrir norðan og hefur haft á orði að sig langi t:l að kynnast því fyrirbrigði Islands, sem nefnist Þingeyingar. Vænt- anlega hefur hún í hyggju að dveljast þar eftir réttir, þegar Þingeyingar hafa sleppt fénu aftur til f jalls, svo að hún geti tekið fræðslukvikmynd frá ís- landi af því, þegar fé er grafið úr fönn. ; _____ ÝMSUM launþegum brá í brún, þegar þeir opnuðu launaumslagið sitt um síð- ustu mánaðamót. Einn op- iniber starfsmaður fékk gr. átján krónur, sem hann og fjölskyldan áttu að lifa af allan mánuðinn — hitt fór í opinber gjöld. Maðurinn glotti við, sneri sér að gjaldkeranum, lagði umslagið og peningana á borðið og sagði: „Hafið þið ekki einhvern sjóð, sem ihægt er að styrkja? Eg nenni ekki að burðast með þetta heim.“ OG SVO var það maðurinn, sem sagði: — Það er gott að vera á Islandi. Laiulið er hvorki of sunnarlega til þess hérna sé alltof heitt, of norðarlega til þess a manni verði kalt, ef maður er sæmilega dúðaður. Æ-i, kvunar skyldi Gvend ur Hagalín verða búinn útvarpssöguna sína ■

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.