Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.09.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 28.09.1962, Blaðsíða 5
NY VIKUTlÐINBI 5 v Ö R N I N — ('Fraanili. af bls. 4) hafa sýnt fram á, að öll um His&lin, sem ákært er fyrir, eigi fullan rétt á sér, þar ^ þan aéu 1 fyrsta lagi sönn, og í öðru lagi sett fram til gæzlu almannahags- niuna, og leyfi ég mér með ^ví að endurtaka kröfur min ar nm, að umbj.m. verði al- gerlega sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Ef dómarinn eigi vill fall- nst á algera sýknu og telur, ómerkja beri eitthvað af 'knmælunum, vil ég þó leyfa að benda dómaranum á sýkna algerlega af refsi- hföfunni, allt að einu, og visa þess, er segir hér að fram an um álit prof. Hurwitz, svo og þess, er ég hefi áður hont á um tilgang skrifanna- Varðandi bótakröfu Guð- ^nndar, krefst ég algerrar sýknu á þeim forsendum: Að hann, vegna vanrækslu sinnar í starfi, eigi eng- an rétt á bótum. Að ummælin eigi, skv. því, sem að framan er rakið, fullan rétt á sér. Að bótakrafan er alger- lega órökstudd, og Guð- naundur hefur ekki á nokkurn hátt sannað tjón sitt. Eg tel því fráleitt, að Guð ’hnndur geti átt nokkurn ^tt til bóta, eins og mál Þ®ttta er vaxið. Eg endurtek svo fyrri kröf ^ minar og legg máhð í öóm hins virðulega réttar. Reykjavík, 6. sept. 1962. Örn Clausen, hdl.“ Klúbburinn öýðnr yóur góðan mat og þjónustu. Vinsæla dansmúsik í þægilegum og smekklegum vistar- verum. Klúbhurinn skapar yóur þá stemn- ingu sem þér óskió. Klúhburinn mælir með sér sjálfur. Klúbburinn Lækjarteig 2, simi 3 5 3 5 5. FURÐULEG— (Framh. af bls. 1) fimt efni- Komi í ljós við réttarrannsókn að sýnt hafi verið óleyfilegt hirðuleysi um atriði, sem skylt er að gæta eða eru bönnuð í lög- um þessum, skuli viðkomandi þá látinn sæta ábyrgð eftir því sem málefni þykja standa til.“ Eins og sjá má í Nýjum Vikutíðindum var lögð mikil áherzla á þetta afskiptaleysi slökkviliðsstjórans og notuð ýms ummæli þar að lútandi sem nú hafa verið ómerkt. Látum við lesendum sjálfum eftir að draga ályktanir af þessum atriðum og bera síð- an saman við dómsniðurstöð una. Annað er það einmg í dómsniðurstöðunni, sem vert er að vekja athygli á, en það eru þessi orð á bls. 10: „Ákærður hefur eigi reyint að renna neinum stoðum und ir þessar aðdróttanir ... en samt segir á bls. 5: „Á- kærðum var við rannsókn, sem fram fór samkvæmt kröfu saksóknara, gefinn kostur á að renna stoðum undir þær ásakanir sem í nefndum ummælum felast. Eftir kröfu ákærðs voru síð- an leiddir sem vitni ... Þar með falla um sjálft sig dómsorðin, að „ákærður hafi eigi reynt ... “ — Áuk þessa er ákærðum gert skylt að greiða slökkviliðsstjóran- um 7% ársvexti frá þeim degi er krafan var sett fram. þ. e. 14. apríl í vor! Sak- sóknari minnist þó ékki á neina vexti í ákæruskjalinu og því engu líkara eu að hér sé verið að blanda óskyldum hlutum í málið. 1 næsta blaði verður nánar vikið að domsniðurstöðunni og þá frekar að tjörunni á tönkunum. „SKRlLS- L Æ T I N “ — (Framh. af bls. 8) Við undirritaðir leikmenn I- BA vottum hér með, að Rafn Hjaltalín er ranglega ásakaður um að hafa ráðizt inn á leik- völl, þá er við lékum gegn KR hér á Akureyri í s.l. mánuði og einnig viljum við taka fram, að eftir leikinn hafði hann engin afskipti af línuvörðum, svo sem hann er sakaður um. Jón Stefánsson sign. Páþ H. Jónsson sign. Skúli Ágústsson sign. Jakob Jakobsson sign. Sigurður Víglundsson sign. Siguróli M. Sigurðsson sign. Guðni örn Jónsson sign. Þormóður Einarsson sign. Einar Helgason sign. | Steingrímur Björnsson sign. I Mári Árnason sign. Eg undirritaður vallarvörður á íiþróttavellinum á Akureyri, votta hér ineð, að það er með öllu rangt, að Rafn Hjaltalín hafi ruðzt inn á leikvöll, þá er KR lék hér við IBA, þann 19. ágúst s.l. og einnig er það rangt, að hann hafi að leik loknum ráðizt að dómara og línuvörðum. Hermann Sigtryggsson sign. Með þökk fyrir birtingmia, Rafn HialtaJin.“ Tilefni skrifa blaðsins, er þama er verið að reyna að „leiðrétta", var fyrst og fremst skrílsháttur áhorf- enda, sem orðið hefur um- kvörtunarefni reykvískra iknattspyrnumanna, dómara og línuvarða. Dæmi Rafns Hjaltalín er að því leyti ein- stakt, og sérstaklega tilnefnd ur, að hann hefur 'haft þann háttinn á að halda sig sem næst línuvörðum, og með ýrnsu móti reynt að trufla þá og rugla í starfi sínu, og hafa dómarar orðið að stöðva leiki af þessum sök- um og áminna Rafn. Sömu- leiðis hefur hann þrifið kinött og haldið honum er honum þótti hallað á lið bæjar- manna. 1 umræddu tilfelli gerðist það, er fimm mínútur voru til leiksloka, að KR-ingar skoruðu mark og jöfnuðu leikinn. Upphófust þá Skríls- læti mikil, og var linuvörð- urinm, er dæmdi markið, Ein- ar Hjartarson, svivirtur mjög í hrópum og köllum. Rafn var á sínum stað, skammt frá hinum línuverð- inum, og hugðist hlaupa inn á völlinn, en línuvörðurinn gekk í veg fyrir hann og aftr aði honum- Þreif Rafn þá í línuvörðinn, Þorstein Sæm- undsson, sneri upp á hand- legginn á honum og hugðist- þjarma að honum, er snar- ráðir memn komu Þorsteini I til bjargar. Hér hefur blaðið semsé hallað smáveigis réttu máli, og skal lesendum látið eftir að dæma, hvort hlutur Rafns hefur vaxið við „leiðrétting una“. Hann reyðst semsé ekki inn á völlinn, vegna þess að hann er hindraður í því, og hann ræðst ekki á línu- vörðinn eftir leikinn, heldur meðan leikurinn stendur yf- ir! Þválíkt háttalag! Þá er eftir hlutur þeirra, sem undir yfirlýsinguna skrifa. Höskuldur þessi mun hafa verið sá, er biargaði linu- verðinum úr greipum Rafns. Það er von, að hann geti undirritað yfirlvsingu um, að það hafi ekki verzt ..að leik loknum eða Rafn komizt inn á völlinn!" Hvað kemur öllu knatt- spymuliði bæjarins til að hártogunaryfirlýsingu, er annað miál, sem virðist ibenda til furðulegs andrúmslofts innan þessa hóps íþrótta- manna, og rif jar sannarlega ekki upp þau slagorð íþrótta- hreyfingarinnar, sem hæst hefur borið. Eða vilja þessir sannleikselskandi piltar rifja upp fyrir sér og votta, hvaða orð þeir heyrðu falla úr á- horfendahópi í þrönginni eft ir leikinn, bæði við völlinn og Ibúningsheibergi, um dóm- ara og línuvörð, og gera síð- an upp við samivizku sína, hvort ekki sé rétt að upp- ræta með öllu slikan hugsun- arhátt samborgara sinna? Ný Vikutáðindi hafa á rót- tækan hátt bent á það, sem miður hefiur farið hjá borg- unim, sem ella mega efcki vamm sitt vita. Það er sann- arlega ömurlegur dómur, sem þeir hafa fengið hjá knattspymumönnum, er sótt hafa þá heim, en er þvi mið- ur réttur. Þar um breyta „yf irlýsingar" og „vottorð" engu. NÍJARHOLLENZKAR vetrarkápur í GLÆSILEGU URVALI BERNHARD LAXDAL K JÖRGARÐI rndirrita þessa fnrðiúegu Auglýsing um sveinsprof Sveinspróf í löggiltura iðngreinum fara frara um land allt i október og nóveraber 1962. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa námstíma og burtfarar- prófi frá iðn&kóla. Ennfremur má sækja um próftöku fyrir þá nemendur sem eiga skemmra én tvo mánuði eftir af námstíma þegar sveinspróf fer fram, enda sé burtfararprófi frá iðnskóla lokið. Umsóknir um próftöku sendist formanni viðkomandi próf- nefndar fyrir 1. október n. k., ásamt venjulegum gögnum O0 prófgjaldi. Skrifstofa iðnfræðsluráðs veitir upplýsingar um formeMI prófnefnda. Reykjavik, 20. september 1962. Iðnfræðsluráö. Á Málverk Kyrmingamjlusýnmg á verkum Sigurðar Kristjánaaoo- ar listm'álara er í málverkasölunni Týsgötiu 1. Verður opin á laugardag og sunnudag frá M. 1—10 og lýkur þar með. Notið þvlí þetta tækifæri. MÁLVERKASALAN Týsgötu 1 — Sími 17602

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.