Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.10.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 12.10.1962, Blaðsíða 2
2 NT VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Utgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, símar 19150 og 14856. Stórholtsprent h. f. UMBODSMAÐUR ALMENNINGS Einhver fremsti fræðimaður Norðurlanda á sviði laga og réttar, dr. jur. Steplien Hurwitz, flutti ný- lega fyrirlestur á vegrnn Háskóla íslands, varðandi umboðsmannsembættin, sem komið hefur verið á fót á öllum Norðurlöndunum nema Islandi. Starf mnboðsmanna þessara er fólgið í því, að rannsaka kvartanir og kærur, sem fram kunna að koma, um misfellur í starfi opinberra starfsmanna, og gæta þannig réttar hins almenna borgara gegn ríkisvaldinu- Embættismenn þessir hafa nú starfað í mörg ár í sumum Norðurlöndunum, og þykir reynslan hafa sýnt, að starf þeirra er mjög heilladrjúgt. Hefur þetta fyrirkomulag vakið atliygli víða um lönd og mun í ráði að koma slíku umboðsmannaembætti á hjá fleiri þjóðum. Við, sem að Nýjum Vikutíðindum vinmun, vitum hversu mikill fjöldi fólks kemur og ber sig upp út af því, að það segist hafa orðið fyrir barðinu á opin- berum embættismanni. Virðist því hér skorta aðhald, sem ástæða væri til að skapa, einmitt tneð því að skipa ópólitískan úmboðsmann sem fulltrúa fólksins í slíkum málum, eins og reynsla hinna Norðurland- anna hefur líka sýnt að er ákjósanlegt. Ríkið eða starfsmenn þess mega aldrei komast upp með að níðast á einstaklingum í skjóli valds síns, ef við ætlum að lifa í anda lýðræðis og réttlætiskennd- ar. Þótt frjáls pressa geti íkomið miklu góðu til leið- ar á þessu sviði, þá er slíkur umboðsmaður almenn- ings, sem hér hefur verið gerður að umræðuefni, einnig mjög nauðsynlegur. — g. LAUNAMÁL OPINBERRA STARFSMANNA Nú stendur yfir þing bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Mun aðalverkefni þingsins vera laimakjör þessara manna, sem nú eru orðin alltof bágborin, miðað við ýmsar aðrar stéttir. I>að nær auðvitað engri átt, að menn í ábyrgðar- stöðum séu svo illa launaðir, að í þær fáist ekki sóma- samlegir menn. Nægir í því sambandi að minnast á löggæzlumenn og dómara, en erfiðlega mun ganga að fá liæfa menn í þau störf sökum slæmra launakjara. Hefur kveðið mjög að því, að hæfustu mennimir í þessum stéttum hafi sagt upp starfi sínu og fengið sér aðra arðbærari vinnu. Sér auðvitað hver heilbrigður maður I hvert öng- þveiti þessi mál em komin, ef ríkisvaldið launar svo illa sína starfsmenn, að því haldist ekld á og standi ekki til boða menn, sem treystandi er í starfi sínu, auk þess sem hætt er við að mútuþægni kunni að þró- ast, þegar slík aðstaða hefur skapazt. — g. GALDRAR 1 LIDO Það má furðulegt kalllast, að mannshöndin skuli vera snar- ari í snúingum en augað, en um það er samt ekki að villast. Greinileg sönnun þess er galdra maðurinn, sem skemmtir í Lido þessa dagana, ásamt sinni for- kunnarfögru (og léttklæddu) að stoðarstúlku. Brellumeistari þessi heitir Michael Allporte og stúlkan Jennifer. Handfimi hannsins er furðu- leg, og flest þau brögð, sem hann sýnir, eru svo undraverð, að maður gapir beinlínis af undrun og botnar ekkert í neinu. Hann brýtur flösku og sprengir blöðru, og út úr hvoru tveggja, að manni sýnist, koma skjannahvítar dúfur, og að lok- um lætur hann heilt dúfnabúr hverfa, — og það meira að segja svo gjörsamlega, að hann reynir ekki að lokka það sjálf- ur fram, fyrr en auðvitað fyrir næstu sýningu. Þetta og margt fleira sáum við um seinustu heigi. Nú er okkur sagt, að maðurinn eigi ýmislegt fleira í pokahorninu, eins og til dæmis kistuatriði (stúlkan handjárnuð, bundin niður i poka, sem síðan er sett- ur í kistu, sem reyrð er vand- lega af áhorfendum) — en það atriði er eitt með þeim ótrú- legustu, sem fram hafa komið, og er þó um auðugan garð að gresja á sviði sjónhverfinga. En sjón er sögu rikari, og á- horfendur skemmtu sér konung- lega í Lido kvöldið, sem við sáum sjónhverfingamanninn — og aðstoðarstúlkuna hans. HELENA OG FEVNITR 1 ÞJÓÐLEffiHÚSS- KJALLARANUM Og þá er Finnur Eydal búinn að koma hljómsveitinni sinni saman og fá samastað. Þau hjón in verða í Þjóðleikhússkjallar- amum í vetur, og þeir, sem í hljómsveitinni verða, eru þeir Gunnar Sveins, vibrafónn, og Edwin Kaaber, bassi og gítar, og verður óneitanlega gaman að heyra hvernig til tekst. Allt er þetta úrvalsfólik, hvert á sínu sviði, en hljóðfæraskipunin er vægast sagt pínulítið skrltin. En það er aldrei að vita, nema það heppnist hvað hezt. KRYDDMETI A RÖÐLI Röðull hefur seinustu mánuð- ina gert sér far um að koma fram með nýjungar í matartil- búningi, og virðist vera að vinna mjög á sem vinsæll mat- arstaður. Efcki hvað sízt sein- Ustu dagana, eftir að kínverska kryddmetið frá snillingnum Wong fór að vera þar á boð- stólum. Þetta er linossgæti, sem ekki er aðeins gaman að prófa, heldur ákjósanleg tilbreyting frá því mataræði, sem við erum vönust — og svo snilldarlega bragðgott. JAZZ I NÆTUR- KLÚBBNUM Næturklúbburinn hefur her- tekið jazzunnendur á mánudags- kvöldum, enda mjög til hljóð- færaleikara vandað. Á seinasta jazzikvöldi var Kvintett Árna Elf ar (leikur í Næturklúbbnum), en liann skipa Árni, píanó- bás- úna, Hjörleifur Björnsson, bassi, Sveinn Jónsson, trommur, Gunn ar Guðjónsson, gítar og Rögn- valdur Árelíusson, tenórsax. Það stóð heldur ekki á aðsókn ELLA OG OSCAR KOMA 1 MARZ Og þá er víst algjörlega af- ráðið, að Ella Fitzgerald komi til landsins ásamt hvorki meira né minna en Oscar Peterson, og verður sá stórviðburður vænlan- lega í marzmánuði. Höfum vi& fyrir satt, að þegar sé búið að panta velflesta miðana á tvæi* fyrstu sýningarnar, og það er trú okkar, að það verði upP' selt löngu fyrir árainót, enda ekki á hverjum degi, sem völ er slíkrar skemmtunar. Ella Fitzgerald er búin að vera ein fremsta jazzsöngkonan um þrjátíu ára skeið. Árið 1934 kom hún fyrst fram og ruddi sér þegar rúm í freinstu röð Nú ber hún með réttu heitið Drottning jazzins í hásætin11 við hliðina á Louis kallinum Armstrong. Raunar var það ekki fyrr en eftir að styrjöldinm lauk, að hróður hennar barsl að ráði út fyrir Banadaríkim og þá með ýmsum dægurlögum» sem hún flutti að vísu af sinn1 einstöku snilld, en áttu annað skylt við jazzlög hennar. Hún hefur víða farið og al's' staðar verið fagnað að verð leikum. Píanósnilliingurinn Oscar Pet' erson stendur engan veginn 1 skugganum af Ellu, a. m. b- ekki í augum aðdáenda hans. en hann er tvímælalaust einn fremsti píanóleikari heims, er þó sannarlega um harða sam keppni að ræða. Hinn sérstæðn rythmýski still hans hefur skiP' að honum meistarasess í hjört' um ótal jazzunnenda um heim allan. ^ sí:emmbisböðurxjm

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.