Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.10.1962, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 19.10.1962, Blaðsíða 1
5 DRÁPUST! Þegar blaðið var að fara í prentun bárust því þær fregnir, að Fjall- foss hefði í síðustu ferð . sinni .flutt .hross A DEKKI! Hreppti skip ið versta veður, og má ráða líðan hestanna af því, að þrír drápust í troðningnum, en tveim til viðbótar varð að lóga vegna meiðsla. Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld. (Sjá bls. 3.) Hrossuflutningarnir: Oviðunandi nndvnroleysi hins opinbern gngnvnrt erlendum útsendurum Skammsýni okkar Islend- inga kemur hvergi eins greinilega fram og í afstöðu okkar til hinna viðtæku njósna, sem stórveldin, að allega, halda uppi um heim allan, og beinast ekki aðeins að styrk hvers annars með tilliti til hemaðar, heldur og að smáþjóðunum, að hverju gagni þær mættu koma í tafl inu mikla. Því fer víðs fjarri, að við íslendingar förum varhluta af þessari starfsemi, enda beinlínis boð ið hættunni heim með and- varaleysi okkar, sem kemur okkur í koll, verði ekki skjótt brugðið við. Þessi furðulega tilhneiging okkar Islendinga til að halda að við séum svo einskis virði peð á taflborði heimsstjórn- málanna, að engum sé akk- ur í að hafa okkur með sér í leiknum, hefur iðulega kom ið okkur í koll. Og þegar minnzt er á njósnastarfsemi hættir okkur flestum til að yppta öxlum og svara því til, að það sé ekki um neitt að njósna hér, nema þá banda- rísku stöðvarnar, og þeir verði að passa sig sjálfir. ..En það eru ekki banda- rísku herstöðvarnar hér, sem máli skipta, heldur hitt, sem beinist að okkur sjálfum og landi okkar, mikilvægi þess á friðartímum. Hernaðarað- ilum er ekki ónýtt að hafa greinileg gögn þar að lútandi í höndunum. Eða er nokkur ástæða til alls þess fjölmenna starfs- liðs, er sendiráð stórþjóð- anna hafa hér í þjónustu sinni? Getur það verið, að ekki meiri almenn viðskipti krefjist slíks f jölda? Og mikilvægu atriðin, sem glöggvunar er þörf á, eru mikiu fleiri. Yfirlýstir kommúnistar eru í trúnaðarstöðum í flestum íslenzku ráðuneyt unum, jafnvel varnarmála ráðuneytinu. Þeir ættu, ekki síður en aðrir að hafa aðgang að leyndar- skjölum varðandi Atlanz- (Framh. á bls. 5) „Viðreisnin4- minnir á Vinstri-stjórnina Dýfdlœknir sé til eftirlits I tilefni skrifa blaðsins um ^ðbúnað útfluttra hrossa ^afa nokkrir skipsmanna á ^kipum þeim, sem annazt ‘hafa flutningana, komið að !rOáli við blaðið, og undir- ^frikað frásögnina, og talið *'ana jafnvel taka helzt til ^hildilega á málunum, því að astandið sé verra en með orð verði lýst. f*að mun eigi vera algengt, hafðir siéu eftirlitsmenn ^ð hrossum, eins og við þó áiitum, og töldum sjálfsagt. Uitt mun miklu algengara, að hrv • ^ rossm séu algerlega upp á ekipsmenn komin, en kunn- átta þeinra í meðferð dýra yfiiieitt ekki upp á marga fiska, og þrátt fyrir vökur og erfiði hvergi nærri unnt að hjálpa hrossunum eins og nauðsyn væri, Það er aðeins um tvennt að ræða: annaðhvort senda dýralækni með hverjum 1 farmi, eða hætta flutningun- um með öllu. Þetta er sjálfsögð mann- úðarkrafa til handa gömlum j vinum okkar, sem orðnir eru I óþarfir vegna tæknivæðing- j ar aldarinnar. Á svo svívirði j legan hátt megum við ekki , kasta þeim frá okkur. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á efnu- hngsmúlunum — Gengislækkun yfirvofnndi Hún verður ekki ósvipuð saga „Viðreisnarinnar“ og Vinstristjómarinnar. Báðar ætluðu að bjarga þjóðinni, en hvoragri tekizt. Gleggsta einkennið á þeim er hinn gegndarlausi bflainnflutning- ur og þá verkfallaaldan og svo verðbólgan. Stjórnarandstaða beggja ríkisstjórnanna hefur reynt af fremsta megni að eyði- leggja sem mest og orðið vel ágengt. Þar ofan á bætist, að efnahagskerfi beggja hefur verið byggt á sandi og skap- að óðaverðbólgu, sem tröll- ríður nú þjóðinni meir en nokkru sinni fyrr. Kapphlaup kauplags og verðlags er algjört og ríkis- stjórnin í miklum vanda stödd. Gengislækkun getur hún ekki skellt á fyrr en eft- ir kosningar, en þá verður hún orðin mjög brýn, því fram að þeim eiga enn eftir að verða miklar kauphækk- anir og útflutningsverzlun- inni gert afar erfitt fyrir. Enn er ekki útséð um að rdk isstjórninni takist að halda j velli til vors en á það mun hún leggja mikla áherzlu. Annars eru Kratarnir orðnir mjög hræddir um algjört fylgishrun ef þeir ekki gera alvarlega breytingu á stefnu sinni fyrir kosningar. Hefur þetta valdið nokkrum deilum innan ríkisstjómarinnar og gert Sj álfstæðismenn hrædda um uppgjöf þeirra. Þannig er sem sagt „Við- reisnin“ komin á sama stig og Vinstri stjómin sáluga, er hún sagði af sér. Bless- uð sé minning beggja. Orðsending Gísli Sigurðsson, sá er skrifaði okkur bréf dags. 29. sept., er vinsamlega beðinn um að hafa samband við rit- stjórn Nýrra Vikutíðinda sem allra fyrst.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.