Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 1
Það er haft fyrir satt að 50—60 bókelskir Ak- ureyringar hafi skrifað undir askorun til Morg- unblaðsins og farið þess á leit, að Lesbókinni verði aftur breytt í sitt fyrra form. Mun þeim þykja efni hennar harla misjafnt og sumt langt fyrir neð- an virðingu norðlenzkra menningarfrömuða. RÐtf wd D^au Föstudagur 2. nóv. 1962 — 44. tbl. 2. árg. — Verð kr. 5.oo. Rannsóknarlögreglunni er of þrongur stakkur sniðinn í skjóli vanhugsaðs persónufrelsis vefja óprúttnir skuggasveinar jreglunni um fingur sér Starfsmönnum rannsókn- arlögreglu höfuðborgarinnar er svo þröngur stakkur snið- inn, að þeir geta naumast hreyft sig án þess að rekast meira og minna á löngu úr- eltar lagagreinar, sem se.ttar hafa verið til verndar per- sónufreisi hins almenna borg ara. Persónufrelsi sem slíkt er að vísu undirstaða sið- menntaðs þjóðfélags, en bak við Iagagreinar varðandi það hefur allskyns skuggalýður skotið sér með óþverrastarf- Fegurðardrottningin í rík- inu New Jersey í Banda- ríkjunum heitir Edda og er 16 ára dóttir Guðrúnar og Jerome Miller. Móðir hennar er alíslenzk. Vínokrið á veitingastöðunum lr ekki rétt að veitingahúsin fái sjálf að ráða verði á vöru sinni? Ný Vikutíðindi bentu fyrst blaða á það gegndarlausa ok ur, sem viðgengst á sumum vínveitingastöðunum, þar sem áfengi er selt á talsvert hærra verði en löglegt er skv. verðskrá þeirri, er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins Forsetinn kvikmyndaður Eins og kunnugt er af fréttum, hefur brezka kvik- myndaleikkonan Mai Zetterling dvalið hérlendis í nokkrar vikur með fríðu fönineyti og kvikmyndað ýmislegt úr þjóðlífi okkar fyrir brezka sjónvarpið. Nýlega fór Mai með myndavélarnar inn í sundlaug- ar árla morguns, en þá er margt fyrirmanna saman- komið þar, meðal annars forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Talið er, að kvikmyndastarfinu hér verði lokið í næstu viku, og muni þá fibndísin halda heim. hefur gefið út, og bætt síð- an við algerlega óleyfilegum álögum. Nokkuð þótti draga úr okr inu a. m. k. á einstaka stað fyrst eftir að skrif þessi birt ust, en er sjáanlegt var, að ekkert yrði gert í málinu, færðist okrið í sama horf og áður. Er það því furðulegra, sem ÁTVR sendi verðskrá sína fyrir þetta ár út fyrir skömrnu, og eru ákvæði henn ar augljós. 1 sjálfu sér er ekkert að því,. þótt verð á áfengi sé mismunandi á veitingastöðun um, eftir gæðum þeirra og vinsældum, en þar sem um þetta atriði er skýlaus lög- gjöf, er furðulegt að nokkr- um skuli líðast að brióta hana. (Framh. á bls. 4) semi sína, sem ekki fæst rannsökuð, hvað þá komið upp um. Ný Vikutíðindi eru engan veginn að mæla með því, að persónufrelsi borgaranna sé skert á nokkurn hátt, við eðlilegar aðstæður. En í ljós hefur komið, sérstaklega við rannsókn nautnalyfjamálsins sem nú stendur yfir, hverjir annmarkar eru á því, að rannsóknin geti borið árang- ur. Rannsóknarlögreglan hafði ekki möguleika til að finna lyf hjá grunuðum manni, fyrr en hann bauð lögreglumönnum að gera hús leit hjá sér! Er rík ástæða til að ætla, að boðið hafi ver- ið gert í þeim tilgangi að slá ryki í augu lögreglunnar, og er naumast eina dæmið af svipuðu tagi, er óprúttnir skuggasveinar vefja lögregl- unni um fingur sér í skjóli vanhugsaðs persónufrelsis. (Framh. á bls. 4) MISNOTKUN símalyfseðk Heilbrigðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis að auka aðhald lyfjasölu. Er þar meðal annars gert ráð fyrir „að takmarka mjög möguleika til að láta a'f hendi lyf gegn símaávísun læknis, sem þótt hefur gefa tilefni til gruns um mis- notkun, eins og sjá má af blaðaskrifum", eins og segir orðrétt í málgagni ráðherrans um frumvarpið. Fyrir réttu ári bentu Ný Vikutíðindi fyrst blaða á þá starfsemi manna í læknastétt, er hér um ræðir. Var birt mynd af auðfengnum símalyfseðli, er stúlka hafði fengið hjá lækni, sem hún þekkti ekkert. Hafði hún hringt til hans, sagt nafn, og læknirinn um leið hringt í apótek og látið afhenda stúlkunni 15 töflur af örvandi lyfi. Var jafnframt bent á, hversu algeng útgáfa lækna á slíkum lyfseðlum væri. f lögum er svo fyrir mælt, að, símalyfseðla megi að- eins gefa í brýnustu nauðsyn. örvunarlyf af því tagi, sem algemírnst munu vera á lyfseðlum sem þessum, geta víst naumast talizt heyra undir slíkt. Um viður- lög við misnotkun á þessu ákvæði er okkur ekki kunnugt, en viljum benda á, að óþarfi hafi verið að setja þarna nýja Iagagrein, — bara framfylgja fast |>eirri, sem fyrir var, og jafnvel þyngja refsingu við broti. Má raunar segja, að furðulengi hafi verið skellt ekollaeyrum við þessari uppljóstrun blaðsins. Eða skyldu misendismenn enn vera óhugsandi innan lækna stéttarinnar, eins og sumra annarra stétta, sem helzt má ekki tala um á opinberum vettvangi?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.