Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 3
NY VIKUTlÐINDI i Það er mikið um að vera i Laugarássbiói þessa dagana. Franskir, að þvi er virðist, kvik luyndatökumenn hafa brugðið sér í ferðalag til ýmissa kunn- ustu skemmtistaða heims og bregða upp fyrir okkur sýning- argestum skemmtilegum mynd- Um af skemmtikröftum og hi- Fýlum á þessum stöðum. Þarna er um að rœða sýningu sem í heild er prýðis skemmt- Un. Skemmtiatriðin eru eins og Sefur að skilja talsvert upp og °fan að gæðum, en öllum er Þeim það sameiginlegt að veita manni nokkra, og í einstaka til- fellum mikla ánægju. Minnisstæðast verður okkur grinalriði hljómsveitarinnar THE NITWITS, sem er sérlega 'rel unnið og. ósvikið grfn frá upphafí til enda; sprenghlægi- legt atriði. Furðulegast er samt atriði hvalanna. Það er beinlínis stór- kostlegt að sjá þessi stóru flykki leika sér svo lipurlega í vatni og ofan þess, og hiýtui liggja að baki slíkrar þjálf- Klúbbiirinn býöur yfiur gófian mat og þjónustu. Vinstela dansmúsik i þægilegum og smekklegum vlstar- verum. Kbíbburinn skapar yfiur þ& stemn- ingu sem þir óskifi. Klúbburinn mælir mefi sér sjdlfur. Kiúbburi rinn Lækjarteig 2, simi 35 3 55. unar ótrúleg natni og stjórn. Þetta atriðl er snilldarvel unn- ið, bseði af hendi „skemmti- kraftanna" og myndatökumann- anna. Nektaratriði myndarinnar eru ekki unnin af þeirri natni og snilld sem hæfir skemmtimynd jafn vel gerðri og þessi er yf- irleitt. NOKKUR ORÐ um gamlar myndir, sem okk- ur finnst ástæða til að taka upp aftur. Það hefur nefnilegá komið í ljós, að ýmsir gaml- ir kunningjar eru lengi i fór- um sumra kvikmyndahúsanna. Aðallega mun þarna vera um að ræða grinmyndir, sem nú eru aðeins sýndar á þrjú-sýn- ingum fyrir böj-u, . Nú er það ^vq, að inann lang ar stundum til að rifja upp gömul kynni við skemmtilegu grínleikarana, eins og Abott og Costello, Jerry Lewis og Danny Kay, svo að nokkrir séu nefnd- ir. En að fara á sýningu með blessuðum börnunum er hreint ekki vinnandi vegur. Við reyndum það á sunnudag- inn var. Væri nú ekki hægt að sýna þessar myndir stöku sinnum á sýningum, þar sem maður hefði möguleika til að heyra orða- skil? Það er ekki að vita, nema þetta myndi mælast vel fyrir. Grinmyndir eins og þær sem voru í tizku fyrir nokkrum ár- um, eru ekki algengar leng- ur, — en þær e-iga engu að síð- ur sina einlægu aðdáendur. LAUSN A RÁÐGÁTUNNI A BLS. 7 Prófessorinn trúði ekki Man- tell vegna þess að hann sagði að dyrnar é búningsherberginu sinu hefðu verið lokaðar og að hann hefði setið fyrir framan spegilinn við að farða sig, — samt sá hann Hooper ekki koma inn i herbergið inn um dyrnar, sem voru beint and- spænis speglinum. — Mantell var kærður fyrir morð, sem hann var talinn hafa framið af öfund og afbrýði i garð Hoop- ers. 3Ea£6xJiSu/L fousúmaóu/i: PISTILL DAGSINS HNlFXJRINN I KtJNNI 1 forystugrein Tímans s.I. sunnudag er fjallað um síldveiðideiluna. Þar er stungið upp á því að teldn verði upp tækjatillög til þess að bæta útgerðar- mönnum upp þann kostnað, sem þeir leggja í veiðarfærakostnað. En útgerð- armenn telja, sem kunnugt er, að þeir greiði svo mikinn hluta tekna sinna í veiðarfærakostnað að nú sé orðið óhjá- kvæmilegt að bæta þeim það upp. Þeir telja aðeins koma til greina tvo möguleika: Að liásetum fækki eða há- setahlutur minnki. Þar hefur hnífurinn staðið í kúnni. Tillaga Tímans gengur hinsvegar út á hvorugt af þessu. Það sem Tíminn leggur til, er að tekið verði upp smá- vægilegt uppbótasystem til hjáfpar út- gcrðarmönnunum. Þessar uppbótatillög- ur Tímans eru ekki nýjar af ná’inni, þegar um tekjuskiptingarfyrirkomulag er að ræða, en benda eindregið til bess að Tíminn hafi ekkert lært og engu gleymt. Tíminn bendir réttilega á að nú séu gelíate''&ftstórar upphæðir í uppbætur y8g"át^rftf. Það sé því ekki tiltökumál, þótt, greiddar séu þær 13—15 milljón- í tækjatillög, sem þarf til að leysa síld- velðideiluna. Þetta er lítil upphæð á mælikvarða l«ess, sem Eysteinn Jónsson hefur lagt til að greitt verði í tillög og styrki til hinna ýmsu atvinnugreina. Það hefur ætíð verið hans aðferð, að leysa tekju- skiptingarvandamálin á þennan ódýra hátt. Þannig var þetta í vinstri stjórninni, og þannig vill Eysteinn Jónsson og greinilega Famisóknarflokkurinn hafa þetta áfram. En Iítum betur á tillögur Tímans. Tíminn Ieggur til að teknar verði upp uppbætur, sem venjulegast eru aðeins viðhafðar, þegar um tekjuskiptingar- vandamál er að ræða, sem skiptir alla þjóðina. Þetta vandamál skiptir hins vegar að eins útgerðarmenn og þá tiltölulegu fáu sjómenn, sem síldveiði á vetrarvertíð stunda. Til að benda á hið þjóðhags- lega atriði í þessu máli má benda á niðurgreiðslur til Iandbúnaðarins, sem skipta alla þjóðina, vegna þess að þar er um söluverð innanlands og utanlands að ræða. Síldveiðideilan er ekki jafn stór í sniðum að eðli sínu og uppruna. Þess vegna væri það að fara inn á efnahags- kerfi uppbóta og st’ rkja, ef farið væri að tillögum Tímans. Með því væri aftur hafið vandræðaástand, sem olli því að samstarf Framsóknar og fhalds eyði- lagðist og vinstrj stjórnm sprakk á. Það getur hver einasti maður sagt sér, að það sé eðlilegra að síldveiðideil- an sé leyst með persónulegum samning- um sjómanna og útgerðarmanna, held- ur en að ríkisstjómin beiti sér fyrir lausninni með þvingunarráðstöfunum á borð við þær, sem beitt var áður en viðreisnarstjómin kom að völdum. Með þessu er tekið tillit til nýrrar tækni og breyttra aðstæðna, en ekki þess, sem kemur einni ríkisstjóm bezt, sem sé, að liún haldi völdum fyrir sig og flokk sinn, vegna þess að það sé nauðsynlegt fyrir hana sjálfa.. Ríkis- stjómin stendur og fellur með því, hvað gert er í samræmi við tímana og breytt ar kröfur. Og ekkert bendir til þess, að núv. ríkisstjóm hamli gegn slíkri lausn. Hún sýnist aðeins vera andvíg bráðabirgðaúrlausnum í formi styrkja og uppbótagre’ðslna í því takmarkaða, óheppilega formi, sem Tíminn leggur til. KtÍBUMÁLIÐ Það liggur við styrjöld vegna Kúbu- málsins. En það hefur oft Iegið við styrjöld áður, síðan síðari heimsstyj- öldinni lauk. I þetta sinn eru það Banda ríkjamenn, sem eiga megin hlutdeild- ina, en ekki Rússar. Það var líka kom- inn tími til. Bandarikjamenn höfðu ekki lengur efni á að láta Rússa hafa það frumkvæði, sem fylgdi því að fara með friðinn fram á fremstu nöf, þegar um það var að ræða að vemda hagsmun- ina. Nú hefur Rússum verið skákað, og á því veltur að þeir geri ekkert það, sem verði til þess að hefja heimsstyrj- öld, lílrt og þegar það valt á Bandaríkja mönnum að hafast ekkert að, þegar Rússar bældu niður uppreisnina í Ung- verjalandi. Það þýðir ekkert fyrir Krúsjeff að leika friðarpostula í þessu máli, ef það er haft í huga, að um allan heim stynja menn undir hervæðingarútgjöldum af völdum Sovétríkjanna. Síðasta dæmið er stríð Kínverja og Indverja, en þar léku Rússar hlutverk hins heilaga, um leið og þeir létu Indverja hafa vopn til að geta barist á móti Kínverjum, sem jíéir vissu að hyggðust fara í styrjöld við nágranna sína. Það er líka vert að hafa í huga, að Rússar bæta ekkl hcimsástandið með því að koma upp herstöðvum á Kúbu, og ef þeim var einhver liagur í því að efla friðinn, þá var sá leikur einfald- astur að reyna það ekki. Þeir em því aðeins að taka afleiðingunum af sinni eigin viilu. Þeir máttu nefnilega vita það, að Ameríkuríkin mundu aldrei láta það af- skiptalaust.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.