Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 02.11.1962, Blaðsíða 8
Stjömusalurinn í Bændahöllinni. Þorvaldur Guðmundsson gestgjafi á Hótel Sögu sýndi blaðamönnum salarkynnin rnn síðustu helgi. Veítingar á 8.hœð Það er ekki nóg með það, að það sé gaman að korna i nýja veitingasalinn uppi á 8. hæð í Bændahöllinni vestur á melum, litast um og líta yf- ir borgina, — heldur er og miklu meira um vert, að þar fær maður einhverjar Ijúf- fengustu kræsingar, sem völ er á í bænum. Er þó sannar- lega ekki yfir þvi að kvarta, að ekki sé samkeppni á þessu sviði, enda liver snilldarkokk urinn öðrum betri ráðinn á skemmtistaðina. . .Við litum inn í Astra- eða stjömusalinn um helgina, og þótti mikið til um. Skreytingar salarins eru sérlega skemmtilega gerðar, þótt engan veginn sé óþarf- lega' í þær borið. Þarna er rúmgott, og afbragðs þjón- usta. Um matinn er ráðleg- ast að dæma sjálfur fyrir sig. Við nutum hans af mik- illi velþókntm. Og svo má ekki gleyma barnum frammi. Þangað var reglulega gaman að koma, og tók Róbert þjónn vel á móti okkur og átti ekki í neinum erfiðleikum með að skenkja hverjum við sitt hæfi. Þessi vistlegi salur hefur (Framh. á bls. 4) rjhí wn nswi Föstudagur 2. nóv. 1962 — 44. tbl. 2. árg. Við áfrýjumi Almenningur hneykslaður á dóminum í brunomálinu Ný Vikutíðindi liafa áfrýj- að dómi undirréttar í Bruna- málinu svokallaða þ. e. því, sem slökkviliðsstjórinn á R- víkurflugvelli höfðaði gegn blaðinu og nýlega hefur geng ið dómur í, þar sem blaðið var dæmt að greiða slökkvi- liðsstjóranum 8000 krónur í skaðabætur, enda . J>ótt .á hann sannaðist vítavert kæruleysi. 1 íslenzkri refsilöggjöf er tekið mjög hart á því, ef op- inber starfsmaður er víttur á opinberum vettvangi, og er þar ekki tekið tillit til þess, hvort hann er sekur eða ekki. Meðal flestra nágrannaþjóða okkar, þar á meðal Dana, er hins vegar talið réttmætt að víta opinberan starfsmann. af á hann sannast vítaverð handvömm, sem varðar al- menningshéill. Hér getur því verið um prinsípmál að ræða hjá Hæstarétti, sem framvegi* yrði þá dæmt eftir liériendis, unz ný lög yrðu samin. Óhætt er að fullyrða það, að NV eiga samúð almenn- ings í þessu máli. Það er dýrt fyrir blaðið að standa undir áfrýjunarkostnaði á eigin spýtur, til að fá úr þessu skorið, enda lá nærri að ekkert yrði úr því. En er einn góður borgari bauðst til að greiða 2000 kr. upp í málskostnað, ef við á- frýjuðum málinu til Hæsta- réttar, ákváðum við að á- frýja. Þetta er einnig mál, sem varðar öll íslenzk blöð, og við höfum ástæðu til að ætla að Blaðamannafélag Islands muni ekki láta það afskipta- mmm YFHl-flugumferðarstjóri sagði nýlega í viðtali við A1 þýðublaðið, að Reykjavík- urflugvöllur væri að molna sundur vegna viðhaldsleys- is. Nauðsyn bæri til að rífa upp gamla malbikið og setja nýtt, sagði hann, og bætti svo við: „Brautunum hefur verið haldið við* með því að bera á þær t j ö r u og þurrkaðan sand til að mynda slitlag.“ Er þarna að finna ástæð- una fyrir því, að vatnstank- amir á vellinum voru losað- ir við þá tjöru, sem í þá var látin á sínum tíma? ! ------ FANGI í hegningarhúsinu í Reykjavík hefur skrifað okkur og kvartað yfir að- búnaði þar. Kallar hann hús ið ógeðslegt rottugreni, sem ekki væri að réttu lagi einu sinni nothæft sem fjós, og að raki sé í hverjum klefa þar, enda flestar rúð- ur brotnar. Einnig kvartar hann yfir matnum, sem oftast sé þroskur með bræddu smjör- líki. Hann fer fram á að fá útvarpsviðtæki, lykteyðandi efni og skordýraeitur. ; ______ VBÐ rákumst nýlega á ldausu í dagblaði, þar sem sagt er að þingmenn í Kon- gó taki lífinu með ró. Þeir hafi 30 þús. kr. laun á mán- uði, en mæti samt svo illa, að iðulega sé ekki fundar- fært á þinginu. Minnir þetta nokkuð á annað land? j ______ EIN helzta nýjungin, sem útvarpsstjóri telur að verði í útvarpinu í vetur er sú, að kvenfólkið fái veglegt rúm í dagskránni. Það eiga sem sé að verða sérstakir kvennaþættir fimm daga vikunnar — og er það vel. ef nokkuð verður þá úr þvi. Hvernig sem á því stendur. vill oft verða me>ra um lof- orð en efndir, er útvarps- stjóri tilkynnir fyrirfram imi væntanlega vetrardag- skrá. Við minnumst þess t. d , að í hitteðfyrra tilkynnti hann að FIosi Ólafsson ætl- aði að annast skemmtiþæt+i í vetrardagskránni. Jú. Flosi kom einu sinni eða tvisvar fram, las það sóða- legasta sem hann fann í gömlum glæparitum — og síðan ekki söguna meir. T ______ Á eftirsóttasta sólseturs- stað Reykvíkinga við sjó- inn hjá Borgartúni hefur verið komið fyrir áberandi skilti, sem á stendur Ietr- að með stórum stöfum: HÉR MÁ EKKERT I.OSA! ; ______ VIÐ gátum þess nýlega, að útlit væri fyrir, að kommar væru að reyna að smygla sínum mönnum inn í Fél. ungra Framsóknarmanna, með það fyrir augum að ná meirihluta þar. Þetta minnir á það, þeg- ar Héðinn heitinn Valdi- marsson var að ganga í lið með kommúnistum og svíkja Alþýðuflokkinn. Þá kom hann með 50-60 menn á fund hiá iafnaðarmönn- um og réði þar lögum og lofum, sprengdi flokkinn og sjálfan sig um ’e5* t _______ ÞAÐ liefur komið I Ijós við geislamælingar á íslenzkum námsmönnum eriendis, að geislun af völdum kiarn- orkusprenginga, var þrefalt meiri í líkama þeirra en að meðaltali í heiminum. Nú er spurningin, hvort námsmennimir verða bara ekki svona geislandi glaðir, þegar þeir komast í bjórinn úti, að írleðigeisiamir komi fram við mælin<mrnar. t _______ HVERNIG sem á þvi stend ur virðast hljóðfæraleikarar búa við mikla kvenhylli. Ný lega þreif móðir ungrar stúlku símtólið af dóttur sinni, þegar hún var að tala við karlmann í síma, þóttist viss um að hún væri að tala við hljómsveitarstjóra, sem hún hafði verið í tygjum við, og æpti í símtólið: „Þú skalt ekki halda að ég ætli að hirða neinn króga und- an þér!“ Þetta olli dálitlum mis- skilningi, því stúlkan var að tala við forstjórann sem faðir hennar vann hjá. Er það algeng! að bréf hverfi með öllu í útburði hér í Reykjavík?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.