Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 2
2 Ní VIKUTÍÐINDI / •> NÝ VIKUTÍÐINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Utgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilia V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, sfmar 19150 og 14856. ' Stórholtsprent h. f. Sífelldar vinnudeilur Það er ejíki ofsagt að ríkisstjórn Islands hagi sér allundarlega í sambandi við vinnudeilur almennt. í sumar seim leið tók hún þó á sig rögg og gaf út bráðabirgðalög í síldveiðideilunni og bjargaði þannig liundruðum milljóna króna. Nú heldur hún aftur á móti að sér höndum og hefst ekkert að. Enn eru þó hundruðir milljóna króna í húfi og ekki veitir a. m. k. stjórninni af að vel veiðist, svo mikið er víst. Viðskiptajöfnuðurinn er óhagstæður um meira en 100 milljónir króna það sem af er árinu og varla fer hagnaðurinn batnandi með þessu áframhaldi. „Við- reisnin" er greinilega ekki eins pottþétt eins og stjórn- in hefur látið í veðri vaka og fer nú alvarlega að reyna á hve haldgóð hún er. Sífelldar deilur við vinnustéttimar eru ekki heillavænlegar til frambúð- ar og verður að breyta verulega um starfsaðferðir ef ekki á allt að fara í vitleysu. A B C — Ríkisstjórnin og læknarnir Læknadeilan er eitt fyrirbrigðið, sem ríkisstjóm- in liefur misst út úr höndunum. I stað þess að grípa tækifærið fegins jxendi og/ leiðréfta kjör læknanna, leyfir hún sér að draga það á langinn og jafnve] ota stjórnarnefnd ríkisspítalanna út í þrasdeilur við lækn ana. Gekk þetta svo Iangt, að stjórnarnefndin birti greiðslur til læknanna fyrir einn rnánuð og sýndi þar þann fádæma dónaskap, að geta þess ekki að rnikill Iiluti greiðslunnar vay fyrir aukastörf. Engir vita betur en þeir, sem spítulunum stjórna, hve læknar liafa léleg laun þótt alls ekki sé miðað við þann tírna, sem fer í nám þeirra. Flestir erix á kaupi, sem liæfir greindum bankamanni, sem hefur verið fjóra vetur í verzlunarskóla. Það fer að verða vandamál þetta með kaup til há- menntaðra manna, sem liafa eytt nær helming æfinn- ar í nám, sem bæði er erfitt og dýrt. Ef ekki verður tekið á þessum málum með skilningi og festu á kom- andi mánuðum er hætt við að læknarnir flytji til út- landa, þar sem þeirra þíða mjög vellaunuð störf. Vonandi fer ríkisstjórnin að hugsa májið af alvöru þegar /svo er komið. A B C — Aðsent bréf: Óleyst vandamál „1 voru þjóðfélagi, sem öðrum eru ýms vandamál, sem við þarf að glíma, bæði smá og stór, sem öll hafa það sameiginlegt að þurfa að leysast, — tafarlaust — ; og ekki sízt áður en þau verða til. Það eru alltof mörg vanda mál sem veltast áfram úr- lausnarlaust, ár frp. ári, án þess að varanleg lausn finn- ist, eða gerðar séu gagnráð- stafanir sem ,,eyða“ vanda- málunum áður en þau verða til. Af ýmsum „föstum liðum“ á þessum langa syndalista eru: umferðamál, vegamál, slökkviliðsmál, áfengisvanda- mál, áfengislöggjöfin, fanga- mál og fangelsi, stjórnmála- menn og pólitík, vinnudeilur og verkföll, — og siðast en ekki sízt að við reynum að skilja að við höfum ekki efni á að hafa þessi vandamál ó- leyst, — ef við ætlum að vera frjáls þjóð í framtíð- inni, en ekki gestir í okkar eigin landi. Eg mun gera hverjum lið örstutt skil, til að/ skýra mál mitt. UMFERÐAR- OG VEGAMÁL I þessum málum erum við aftastir í öftustu röð allra menningarþjóða, ef við að- eins játuðum fyrir sjálfum okkur þennan bitra sann- leika, þá værum við vel á vegi stödd, með að leysa vandann. Það er dýrt að steypa vegi eða malbika, en þegar það tapast hundnxð milljóna að xgera það ekki, þá er sparnaðurinn anzi hæp inn. Sumarið er stutt en bjart, óg það á að nota til að gera nýja vegi — en ekki, sam- anber Keflavíkurveginn, a' hefjast fyrst handa, þegar vetur er kominn. Þeir sem með mnferðarmál fara, virðast skorta þekkingu til að leysa vandann. Þess vegna á að gefa öði’um tæki- færi t. d. ökukennurum og atvinnubílstjórum SLÖKKVILIÐSMÁL Brunar eru óeðlilega tíðir hérlendis. Á hverju hausti brenna hlöður, á hverjum vetri brenna frystihús og all- an ársins hring brenna fyr- irtæki og íbúðarhús. Ástæð- an er augljós: brunavarnir eru á lágu stigi. En hvað er gert til úr- lausnar? Ef eitthvað hefur verið gert, þá vita það aðr- ir betur en ég. Lausnin hér hlýtur að vera sú að skylda alla húseigend- ur til að hafa slökkvitæki í híbýlum sínum, útihúsum til sveita, atvinnufyrirtækjiun, hverju nafni sem þau nefn- ast, og bílum. Og það sem meira er — það verður að kenna meðferð tækjanna og fylgjast með nýjungum sem þar gerast á hverjum tíma. ÁFENGISVANDAMÁL OG ÁFENGIS- LÖGGJÖFIN Feluleikur og pukurháttur virðist einkenna þessi mál frá rótum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, að vera í feluleik við sannleikann, það kemur að skuldaáögun- um. Hjá þróaðri þjóðum en okkur í þessum efnum hefur reynslan sýnt, að frjálsræði er hentasta leiðin, áfengis- útsölur eru opnar fram eftir kvöldi og allir hafa greiðan aðgang að því er þá fýsir að kaupa — en við lokum kl. 6 e. h. — og kaupum af leigu bílstjórum eftir þann tíma! Fólki er leyft að giftast og stofna heimili innan við 21 árs, — en bannað að sækja sómasamlega skemmtistaði — og lendir óhjákvæmilega í ýmsu — sem kannske aldr- ei hefði skeð, ef á málum \ væri ekki haldið af fáheyrðri þröngsýni, sem því miður er staðreynd. FANGAMÁL OG FANGELSI Þegar maður er dæmdur til fangelsisvistar fyrir af- brot, sem hann hefur fram- ið gagnvart þjóðfélaginu, þá verður þjóðfélagið að skapa þannig aðstöðu, að maðurinn sé ekki ennþá hættulegr}, er hann kemtrr úr fangelsinu en þegar hann fór í fangelsið. En því miður hefur reynsl an sýnt annað. Það þarf mikla kunnáttumenn til að meðhöndla fanga, — þá skortir okkur hvað mest. Einnig vantar okkur fleiri og umfram allt betri fang- elsi og vinnuheimili, þar sem kjörorðið væri, að gera refsi fanga að fetri mönnum og Háaleitishverfi — livassaleiti Ný verzlun Opnum í dag nýja kjörbúð að Háaleitisbraut 68. — Þar mun fást m. a.: kjötvörur, nýlenduvörur, snyrtivörur, mjólk, brauð og kökur, og einnig fiskur eftir því sem hægt er að koma við. Við munurn leggja áherzlu á fjölbreytta vöru og góða þjónustu. Austurver hf. Háaleitisbraut 68. — Símar 32372 og 38340.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.