Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTlÐINDI VIÐHÖFUM B í L A N A sem yður vantar r BÍLASALINN við Vitatorg SlMAR: 12500 — 24088 M E T S Ö L U- PLÖTUKNAE í DRANGEY 1. SHERRY The 4 Seasons 2. HEYR MITT LJÚFASTA LAG Ragnar Bjarnason 3. LOVER COME BACK TO ME Brenda Lee 4. 79 AF STÖÐINNI Elly Vilhjálms 5. ROSES ARE RED Bob Vinton 6. DANSING PARTY Chubby Cliecker 7. PAPA-OOM- MOW-MOW The Rivingstones 8. BLÁTT LÍTIÐ BLÓM EITT ER Haukur Morthcns 9. I CAN’T STOP LOVING YOU Ray Charles 10. VACATION Connie Francis PÓSTSENUM UM ALLT LAND DRANGEY Laugaveg 58 Áttundi hluti hinnar hörkuspennandi framhaldssögu eftir CHARLES WILLIAMS: * — En þá fór eitthvað öðruvísi en ætlað var. Lög- reglubifreið kom óvænt á vettvang á síðustu stundu, og annar bófinn var drepinn. Báðir voru þeir með grímur. Hinn, og svo bílstjórinn, komust undan. Það er ekki vitað enn þann dag í dag, hvaða menn fyetta voru, og það hefur aldrei fundizt neitt af peningun- um. — Hvað um þennan, sem var drepinn? spurði ég. Þekktist hann ekki? Hún kinkaði kolli. — Jú, en hann gaf ekkert til kynna varðandi hina tvo. Þetta var utanbæjar-glæpon, frá Oakland, að ég held- Að því er lögreglan komst að raun um, þá hafði hann aldrei áður komið til Sanport, og hafði alls eng- in sambönd hérna. Hapn hét A1 Collins, og ferillinn var mílulangur, en hann hefði alveg eins getað verið frá tunglingu .upp á það til að gera að hægt væri að rekja slóðina til hinna frá honum. — Svo var það fyrsta kvöldið eftir — síðla þess tuttugasta og fyrsta. Þá var áfengisverzlun rænd í einu hverfinu. Ósköp venjulegt mál — byssubófi, sem fékk eitthvað fimmtíu-sextíu dollara hlut. Burcell og Sted- man fengu rannsóknina í hendur. — Daginn eftir fékk eigandi verzlunarinnar að sjá einhverjar ljósmyndir, og á þeim þekkti hann Danny Bullard sem ræningjann, sem hefði rænt hann. Þetta kom engum á óvart, því Danny hafði mörg slík mál á samvizkunni, og hafði mörg slík mál á samvizkunni, og hafði einmitt hlotið refsingu fyrir svipað afbrot. Síðla sama dag fengu þeir Purcell og Stedman upp- lýsingar hjá einhverri sögusmettu, hvar Bullard væri að finna, það va'r i gömlum leiguhjalli í Mayberry- stræti, reglulegu sorahverfi Þeir óku þangað til að sækja hann til yfirheyrslu. Hann svaraði ekki, þegar þeir börðu, en þeir héldu sig hafa heyrt til hans inni, svo að þeir sprengdu upp hurðina. Hann reyndi að komast út í- gegnum gluggann, og sneri sér að þeim með byssuna í hendinni. Þeir skutu á hann og drápu hann. Síðan skrifuðu þeir skýrslu sína, og í réttarhöld- unum útaf málinu var svo kveðið á, að þeir hefðu bara gert skyldu sína. Þetta er endirinn á sögunni, og þú getur nú dregið þínar niðurstöður. — Það var sem sagt aldrei sannað, að Danny hefði í raun og veru rænt áfengisverzlunina ? — Nei, en málið var álitið upplýst. Þegar allt kom til alls hafði hann svo mikið á samvizkunni, og verzl- unarmaðurinn þóttist viss um, að það hefði verið hann. — Ef þér skjátlast ekki, þá álítur þú sem sagt, að það sé ef til vill einhver, ef til vill fleiri, sem vita, að Danny var saklaus, en að hann hafi komið undan fjór- tán þúsundum dollara, hlutanum frá Shiloh — fjór- tán þúsundum, sem enginn veit neitt til síðan? — Einmitt, og þá erum við líka á góðum vegi með að veita einhverjum gott tækifæri til hefnda. Mann- dráp í starfi er nokkuð út af fyrir sig, en morð með köldu blóði af tveim glæpasinnuðum lögreglumönnum, er allt annað mál. Raunar trúi ég því ekki, að þeir hafi drepið hann vegna peninganna. — En Frances og Bryan virðast álíta, að lögreglu- mennirnir hafi komizt á snoðir um ránsfenginn frá Shiloh, og hafi getað fengið vínsalann til að segja,' að Danny hafi verið ránsmaðurinn, til að fá ástæðu til að ráðast á hann. — Alveg rétt, en svo blóðþyrstir hafa þeir naumast verið. Eg reikna með, að þeir hafi ekki haft hugmynd um, að Danny hafi haft neitt með Shiloh-ránið að gera, fyrr en þeir fundu peningana í íbúðinni, eftir að þeir drápu hann. Freistingin hefur áreið^nlega verið of mik- 11 fyrir þá, og þeir hafa stungið peningunum á sig. Þeir hafa að líkindum reiknað með því, að þriðji mað- urinn væri líka utanbæjarmaður. Það stóð líka heima, enda þótt hann væri bróðir Dannys. — Og hann var líka hörkutól, sem hafði unnið á einum, tveim eða þrem. Purcell og Stedman hefur fund izt þetta upplagt tækifæri til að mata krókinn. — En við eigum sem áður eftir að leysa frókna ráð- gátu. Við höfum ekkert, sem bendir til sambanda milli Frances Delaya og Danny, og við megum gera ráð fyr- ir, að lögreglan hafi framkvæmt ýtarlegustu leit. Allir starfsmenn Shiloh voru kallaðir fyrir eftir ránið og ferill þeirra rannsakaður, og eftir dauða Purcell lýsti lögreglan eftir öllum hi^gsanlegum vinkonum Dannys. — En það1 hlýtur að vera samband Suzy. Ef ég aðeins hefði komizt inn í íbúðina hennar, þá hefði ég áreiðanlega fundið eitthvað. — Og þú ert alveg viss um, að það hafi ekki verið neitt í veskinu hennar, sem orðið hefði okkur að liði? • — Já, það er og — heyrðu, bíddu við! Almáttugur, hvað maður getur verið heimskur. — Hvað er nú? — Hún hafði keypt sokka hjá Waldman og látið skrifa þá. Hún fékk nótu, og hún er þó alltaf númeruð! Suzy rétti úr sér. — Kannske við getum fundið^ veskið aftur? — Það álít ég óhugsandi. — Reyndu að skerpa minnið! Reyndu að gera þér ljóst, hversu langt, og i hvaða átt þú hljópst, þegar þú varst kominn út úr bílnum. — Það veit ég. Það voru ekki nema þrjár húslengd- ir, svo að þar myndi ég geta þreifað mig áfram, en ég veit bara eklci, hvar ég stökk út úr bílnum. Eg lá lengi á gólfinu og vissi naumast af mér. Eg man bara, að þetta var lítil kjörbúð, sem náði eitthvað tvær -þrjár húslengdir. Öðrum megin götunnar var kvik- myndahús, og hinum megin apótek, og benzínafgreiðsla á horninu. Eg er viss um, að það eru minnst hundrað svona hverfi í borginni. — Og svo átt þú að leita, stýrimaður! hrópaði Suzy og spratt á fætur. Hún sótti fram uppdrátt af borginni og breiddi úr honum á kaffiborðinu. — Eg er viss um, að við finnum þetta á hálftíma Komdu hingað, svo að þetta snúi eins við okkur. Eg færði mig. — Sjáðu, hélt hún áfram — hérna tók ég þig upp — í Oktavíustræti. Hvaðan varstu að koma? \ — Niður þessa götu, svaraði ég og benti. Fjórar- fimm húslengdir. — Komstu inn í götuna frá hægri eða vinstri?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.