Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 Eg hugsaði mig um. — Eg beygði til hægri. — Fínt. Þá komstu sem sagt heim — frá vestri. Nú skulum við láta þetta liggja og byrja hinum megin. Hvaða strætó tókuð þið? — Það var sjöunda lína, og hún fór út í Stevens- stræti. — Þá fer nú að rætast úr þessu, sagði hún, kinkaði kolli og hringdi á strætisvagnaskrifstofurnar: — Get- ið þið _sagt mér, hvar sjöunda lína sker Stevens- stræti? Bedford-breiðgötu ? Takk fyrir. Hún kom til mín og settist aftur. — Héma er það! sagði hún. —*• Já, svaraði ég — og þarna er skólinn og leik- vangurinn. Þarna var ráðizt á mig. Hún merkti við með blýanti. — Þau settu þig inn í bílinn, og þetta er suð-aust- ur af Oktavíu-stræti. Þú komst að vestan að Oktavíu- stræti, svo að þau hljóta að hafa ekið með ykkur í norð-vestur-átt. Hún dró upp línurnar tvær og sló um þær hring, sem náði fimmtán-tuttugu húslengdir í hverja átt. — Náðu í símaskrána fyrir mig. Eg lagði hana fyrir framan hana og hún fletti upp á kvikmyndahúsunum. — Nú skulum við líta á götunúmerin. Þú mátt hlaupa yfir öll í miðborginni. Þetta tók okkur tíu mínútur, og þá voru eftir að- eins tvö kvikmyndahús á svæðinu innan hringsins. — Annað hvort þessara hlýtur það að vera, sagði hún. — Að líkindum Vincent við Stacy-breiðgötu —, sagði ég. Það er næst Oktavíu-stræti og ég hef naumast farið nema einn og hálfan kílómetra. — Þá ökiun við þangað og lítum á staðinn. Eg fór í skyrtuna, og setti á mig bindið og fór út á undan henni. Hún tók mig upp við næsta hús. — f Þetta skiptið skaltu stinga af, ef til tíðinda dreg- ur, sagði ég. Hún hristi höfuðið. — Vertu rólegur. Eg er að byrja að komast í æf- ingu. Stundarfjórðungi síðar beygðum við inn á Vincent- breiðgötu og ókum tíu húslengdir eftir henni. — Hérna er það! hrópaði ég. Það var komið fram yfir miðnætti, og myrkur í kvikmyndahúsinu og apótekinu, en benzínstöðin opin ennþá. — Beygðu til hægri hjá apótekinu og haltu áfram þrjár húslengdir. Hún gerði það, og ég þekkti aftur húsasundið. — Héma er það! Aktu eina húslengd áfram. Svo kem ég. Hún fór yfir gatnamótin, nam staðar undir trján- um og slökkti á ljósunum. Eg sá ekki nokkurn mann, þegar ég beygði inn í sundið, sem enn stóð opið. Inni í garðinum var niðamyrkur, en engu að síður kom ég auga á runnana. Á leiðinni að þeim rakst ég á sorptunnu, sem valt um svo að glumdi í sundinu. Eg stóð sem negldur niður, en ekkert ljós var kveikt í húsinu, og skömmu síðar vogaði ég mér að halda á- fram að runnunum og þreifaði fyrir mér með hönd- unum. Eftir stundarkom fann ég veskið. Eg stakk því und- ir handlegginn og flýtti mér aftur til bifreiðarinnar. — Þetta var fljótt af hendi leyst, sagði hún lágt. Þegar hún ók aftur á stað, kveikti ég á vindlakveikj- aranum, og bar hann upp að nótunni, sem hún hafði fengið með sokkunum. Franues Celaya, íbúð 207, Keller-stræti 1910. — Veizt þú, hvar þetta er? spurði ég. — Nei, við verðum að leita á uppdrættinum. Eg tók hann úr hanskageymslunni og breiddi úr hon um yfir hné mér. Hún nam staðar undir götuljósi, þar sem við sáum betur til. — Það er í sama hverfi og Randall-stræti. — Kannske náum við henni í þetta skiptið, sagði ég og lagði uppdráttinn frá mér. Eg vona bara, að hún hafi ekki farið að taka górilluna upp með sér. (Framhald) (Franah. af bls. 1) Nú er svo komið, eins og bent er rækilega á annars staðar í blaðinu, hvergi nærri pláss fyrir þá geð- sjúklinga, er bráðrar umönn- unar þarfnast. Því síður er um að ræða nokkrar þær stofnanir, sem vaxnay séu því hlutverki að veita um- önnun nautnalyfjasjúkling- unum, að ekki sé minnzt á beina eiturlyfjasjúklinga, sem þegar munu vera komn- ir til sögunnar. Hér er um alvörumál að ræða, sem þarfnast bráðrar úrlausnar. Skyldi ekki vera hér um að ræða verkefni fyr ir þá, sem aðgerðalaust, að heita má, hafa fjasað um á- fengisvandamál þjóðarinnar, og jafnvel hafa hlotið opin- bera styrki fyrir. Hér er þörf á raunhæfu starfi og tilkomu stofnunar, þar sem ríkisframlög myndu koma sér betur en til gagnslausra hallelújasamkoma templara. 1 þessu máli er fyrst og fremst þörf raunhæfra að- gerða. Það verða opinberir aðilar að gera sér ljóst, áður en í hreint óefni er komið. í einhverju glæsilegast/i husnæði landsins bjóðum vér yður fjöl- breytt úrval hverskyns húsgagna og heimilistækja frá helztu fram- leiðendum landsins. 1 I I M I BYLAPR YÐ I £ Höfum opnað nýja htísgagnaverzlun að Hallarmúla, Reykjavík i i i 1-1 I BYLAPR V'-ED I g Hallarmúla Sími 38177 Llfib inn hjá okkur áður en Jbér /esf/ð kaup annars stabar Húsgögn eru híbýlaprýði

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.