Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 09.11.1962, Blaðsíða 8
Lítið hefur verið ritað uin hina hörðu samkeppni, sem á sér stað milli hinna fjöl- mörgu sérleyfishafa, sem aka nokkurn veginn sömu leiðir, og heita ýmsum hregöum til að hafa betur. Furðulegt dæmi hefur þó skotið upp kollinum, og get- um við ekki stillt okkur um að geta þess að nokkru. Vetrargarðurinn hættir starfsemi sinni um næstu ára mót, og var þó ekki öllum sársaukalaust að leggja nið- ur svo „göfuga stofnun og nauðsynlega“ í skemmtana- lífinu, sem margur borgar- fulltrúinn virðist halda. Er þetta þó stórt skref í áttina að siðbæta skemmtanalífið. og væntanlega verður engan veginn hér látið staðar num- ið. Eins og oft hefur verið bent á hér í blaðinu, er starf- semi hinna svokölluðu „vin- Fyrir nokkru var bifreiða- stjóri hjá sérleyfishafa hánd tekinn af lögreglunni og sak aður um áfengissölu. Kvaðst maður nokkur hafa átt við- skipti við hann og fengið hjá honum eina flösku af á- fengi. Voru málavextir þeir, að til bifreiðastjórans hafði komið maður, sem hann lausu staða“, en þar er aðal- lega um að ræða Þórskaffi og Vetrargarðinn, sá blettur á skemmtanalífinu, að ekki verður brottmáður nema því aðeins báðir þessir staðir verði lagðir niður, eða starf- semi þeirra breytt mjög til batnaðar. Slark og ólifnaður er hvergi í ríkari mæli en þar, og þótt unglingar fái ekki aðgang að vinveitinga- stöðunum, virðast engar hömlur á því á þessrnn stöð- um. (Framh. á bls. 4) kannaðist við og þrábeðið hann um flösku, sem hann vissi af í eigu bifreiðarstjó. ans, og hann ætlað til eigin nota. Lét hann loks undan nauði mannsins og lét flösk- una af hendi við hann. Vissi hann síðan eigi fyrr en lög- reglan kom og gerði hjá hon um leit að peningum, en þá höfðu seðlarnir verið merkt- ir. Við nánari eftirgrennslan viðurkenndi sá, sem fengið hafði f'löskuna, við manninn og kunningja hans, að hann hefði verið fenginn til þessn' verknaðar af keppinautum húsbænda mannsins á sérleyr isleiðinni, látið sjálfur lög regluna vita af þessu — og fengið að launum brenni- vínsflösku fyrir vel unnið starf hjá áðurnefndum keppinautum! Vafalaust þykir póstmála- stjórninni, sem hefur á hendi veitingu sérleyfa, fróðlegt að fá nánari upp- lýsingar um mál þetta, sem naumast getur talizt til heið arlegrar samkeppni, að ekki sé meira sagt. Við kunnum líka frá ýmsu fleiru að segja i þessu sambandi. Vetrargarðurinn lokar — Ekkert minnzt á Þórscafé r Föstudagur 9. nóv. 1862 — 45. tbl. 2. árg. Vilhjálmur Schröder, yfirþjónn, í nýju vínstúkunni. SjálfstœðishúsiB opnar í dag (föstudag) opnar Sjálfstæðisliúsið að nýju eft- ir gagngerar breytingar á salarkynnum, og er ekki of mikið sagt, að það sé gjör- samlega í nýjum búningi. Lothar Grundt hefur teikn- að allar breytingarnar, og eru þær helztar, að vinstri upphækkunin hefur verið færð út með þrem bogmn og uppgöngu breytt, og pallur- inn við inngöngudyr færður (Framh. á bls. 4) Á SÍÐASTA borgarstjórn- arfundi viðurkenndi Birgir Isl. Gunnarsson, að um margra ára skeið hefði far- ið misjafnt orð af rekstri Vetrargarðsins, en þó taldi hann rétt að veita veitinga- manninum leyfi til að starf- rækja hann til 1. jan. n. k.. því óeðlilegt væri að loka húsinu yrirvaralaust! Annað eins hefur nú gerzt við slíka staði, þvi eins og annar borgarfull- trúi sagði, þá er þetta lak- asti skemmtistaður borgar- innar og fullnægir engan veginn þeim skilyrðum sem eiga að vera fyrir hendi til slíkrar starfsemi. T _____ * T ENSKU sjómennirnir eru nú farnir að öfunda ísl. sjómennina af öllu fríinu, sem þeir fá í verkföllunum. Hyggjast þeir bæta sér það upp með því að fara á fyll- irí um borð í togurunum. Smygla þeir víni um borð með sér, þegar þeir fara í veiðitúr og eru orðnir míg- andi fullir klukkutíma eftir að skipið lætur úr liöfn. r ______ MEIRA en þriðja hver stúlka við Lundúnaháskóla, sem spurð var um hugmynd ir sínar um framtíðina, taldi að eiginmaðurinn ætti að hverfa af sjónarsviðinu. helzt deyja, þegar yngsta barnið væri vaxið upp úr skólafötunum; þá hafi hann sem sé lokið hlutverki sínu. líkamlega og fjárhagslega, og megi sigla sinn sjó! Skyldu menn ekki fara að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir fara að gifta sig, strita fyrir fjölskylduna og fórna fé sínu og jafnvel heilsu fyrir íbúð og hús- búnaði, ef svona hugsunar- gangur er alls staðar jafn algengur — einkum þar sem skilnaður er eins auð- veldur og hér — og konan hefur meiri rétt en eigin- maðurinn til barnanna og jafnvel eignanna? ; ______ SÍÐAN Magnús Kjartans- Þjóðviljaritstjóri kom heim frá Kúbu virðist sem hann tali ekki um annað en Castro og kumpána hans. Grunar menn að þeir hafi svarizt í fóstbræðralag og að Magnús hafi jafnframt heitið því að herða sókn- ina við að gera ísland að nýju nýlenduríki Rússlands. Blaðaskrifin í Þjóðviljan- um um Kúbumálið voru á þá leið, að líkast var sem Magnús segði: Bullurnar í Bandaríkjunum ætla að fara að meiða hann Castro minn, blessaðan sakleysingj ann. ; ______•_ HÁALEITIS- og Hvassaleit isbúar fagna því, að nú hef- ur Austurver h.f. reist glæsilega kjörbúð við Háa- leitisbraut 68, þar sem seld- ar verða helztu nauðsynja- vörur til daglegrar heimilis- notkunar. Trygging fyrir góðri þjónustu ætti að vera fyrir hendi, því Sigurður Magnússon mun verða aðal- framkvæmdastjóri verzlun- arinnar, sá hinn sami og stjórnað hefur Melabúðinni og Austurveri við Skafta- hlíð með mestu prýði. ; _______ MJÖG er nú farið að hall- ast á ógæfuhliðina hjá Frjálsri þjóð, og gerast menn heldur fúllyndir, sem þar stjórna penna. Ausa þeir nú fúkyrðum yfir kol- lega sína hiá öðrum blöð- um, sem betnr ganga, svo persónulegum að hrosað er að, enda er allt þeirra brölt æði broslegt,. Mnn nú svo komið, að lausasalan borgi varla dré’fingarkostnað. hvað þá meir, enda kvarta sumir útsölustaðir orðið yf- ir því að taka við b'aðþ sem «kkert selzt — sem vonlegt er. ÞAÐ minnti okkur einhvem veginn á toppfund eða jafn vel sykurtopp, þegar við lás um nýlega í dagblaði um „toppinn á Skálafelli“, því venjulega höfum við heyrt talað um tind á fjalli. Já, það er stundum hver topp- húfan upp af annarri í þessum blöðum — og eru NV ekki undanskilin. ; _______ MIKIÐ vill meira, og mik- ið fær meira. Hinir ötlulu kaupsýslumenn Silli og Valdi, liafa fengið eina horn lóðina ennjiá. Hin nýjasta mun vera á mörkum Suður- landsbrautar og Álfheima, eða í stærsta og bezta hverfi bæjarins. Við óskum íbúunum til hamingju. Er Jiað satt að Iandhelgis- flugvélin SIF þurfi nú þeg- ar að fara í allsherjar klössun? /

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.