Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.11.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 16.11.1962, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTlÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Utgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, símar 19150 og 14856. Stórholtsprent h. f. Varnarlið og almannavarnir Enda þótt við Islendingar soguðumst inn í hring- iðu síðari heimsstyrjaldarinnar, og létum meira að segja hafa okkur til þess að gerast stríðsaðili í orði kveðnu, hefur okkur tekizt furðanlega að sigla fram- hjá voðaskerjiun hervajðingar og liemaðarpólitíknr. Við höfum að vlsu státað okkur I varnarsamtökiun vestrænna lýðræðisþjóða, og til þess að losna við að koma upp her hjá okkur, réðumst við í að gera samninga við stærstu lýðræðisþjóð heims um það, að hún hefði öflugar varnarstöðvar hér á landi gegn hugsanlegum árásaraðila. Hefur, sérstaklega af stjómarflokkunum, ekkert verið sparað til þess að telja almenningi trú um, að hér sé einvörðungu um varnarstöðvar að ræða, þær liafi gífurlega þýðingu fyrir öryggi Islands, og frá þeim verði aldrei gerð árás á aðrar þjóðir. Með tilliti til þessara viðamiklu röksemda hlýtur það að koma almenningi talsvert spánskt fyrir sjón- ir, er á sjálfu Alþingi er tekið að bægslast með stjóm- arfrumvarp varðandi almannavamir í hugsanlegri styrjöld. Virðist svo sem stjórnarherrunum finnist nú allt liggja við að veittur verði ríflegur styrkur af al- mannafé til að koma I veg fyrir, að atómsprengjur hugsanlegra óvina mái eyjarskeggja af yfirborðinu. I»á kemur og í Ijós, að allt frá styrjaldarlokum hefur starfað hér nefnd, sjálfsagt á talsverðum launum, að almannavörnum á styrjaldartímum! Okkur Islendingum hættir oft í smæð okkar til að gera okkur hlægilega með því að reyna að vera stór- ir. Þegar erlendar stórþjóðir standa andspænis vanda- máli, rjúkmn við upp til handa og fóta og viljum vera eins. Eða skyldum við íslendingar ekki vera sæmilega hólpnir undir vemdarvæng öflugasta stórveldis heims? Þessi milda þjóð hefur tekið að sér að verja okltur, eða er ekki svo? Það væri rílt ástæða til þess fyrir stjómina að sltýra það fyrst og fremst I umræðunum um almanna- varnir, hvað það er, sem bandaríska setuliðið er að verja hér. Sömuleiðis, hvort ekki hefði verið kveðið eitthvað á um almannavamir í þeim samningi, og hver ætti að standa straum af þeim. Sé bandaríska liðið ekki hér á landi til að verja okkur, hefur dvöl þess engan tilgang. Hafi það van- rækt vamarstöðu, sem ákveðin hafi verið í samning- um þjóðanna, ber því tafarlaust að kippa þvl þegar I stað I lag, — eða snauta heim. Komi það I Ijós, að hér sé einvörðungu um árásar- stöð að ræða, eru allar röksemdir fyrir dvöl setuliðs hér á landi foknar út í veður og vind. Og almanna- varnir af okkar litlu efnum yrðu aldrei annað en hjóm, sem atómvopn stríðsóðra voðamenna tættu fyrirhafnarlaust sundur. — b. TÓNABlÖ: SÖNGUR FERJUMANN- ANNA Á VOLGU Tónabíó hefur verið einstak- lega heppið með myndaval síð- an það byrjaði í sínum nýju húsakynnum, og vcrður naum- ast sagt, að nokkur mynd hafi „fallið“ hjá því. Sumar hafa gengið skamman tíma, en aðr- ar svo miklu hetur, að útkom- an hefur verið mjög góð. Og það virðist ekki ætla að verða neitt lát á þessari velgengni hússins, svo mikið af ágætis- myndum, sem eru á döfinni hjá því núna. Fyrir nokkru sáum við prufu sýningu á „Söngur ferjumann- anna á Volgu“, en sú mynd er fyrir ýmsa hluti merkilég, og gengur vafalaust vel. Leikararn- ir eru af marghreytilegu þjóð- erni, og það er franslc-ítalskt fyrirtæki, sem hefur tckið mynd ina, sem gerð er á Italíu. Efnið er harmsögulegt með ánægjulegum' endalokum, bragð- vísi og valdníði hjeðal herfor- ingja hins rússneska keisara, ó- sköp reyfarakennt, og harla lít- ið gert til að varpa sennilegum hlæ á efnið. Saklausir líða verstu nauð vegna ofbeldis nið- inga, sem um síðir fá þó mak- leg málagjöld, og hamingjan brosir við þeim ofsóttu. Þarna sjáum við John Derek í aðalhlutverkinu, og fær hann að njóta ásta tveggja hinna feg- ustu meyja, er lengi hafa sézt á tjaldinu, Elsu Martinelli og Dawn Addams. Skúrkinn leikur Þjóðverji nokkur, Wolfgang Heiss og hægri liönd hans er Rik Battaglia. Fjöldi annarra leikara er í myndinni, og yrði alltof langt að telja þá upp alla saman — en myndin er góð skemmtun, fallegir litir, spenn- andi efni, góður söngur. Séð á prufusýningu KÓPAVOGSBÍÖ: FOLLOW THAT HORSÉ skem REYKVÍSK ÆSIÍA hefur loksins fehgið sirin eig- in skemmtistað;'>'JíSH;oh(i(fí> hef- ur útaf fyrir sig og er á allan hátt miðaður við þarfir og kröf ur unga fólksins í dag. Veitinga- staðurinn I.ido hefur opnað dyr sínar unga fólkinu eftir gagn- gerar breytingar, og þessi kvöld sem opið hefur verið, liefur verið harla gestkvæmt, — út- úrfullt út úr dyrum. ^ Konráð Guðmundsson, veit- ingamaður, hefur sagt okkur svo frá, að jafnvel hafi betur til tekizt en hann hafi þorað að vona. Unga fólkið hafi sýnt frá- bæra prúðmennsku og virzt skemmta sér hið bfezta. Áfengi hafi ekki sézt á nokkrum manni enda algjör brottrekstrarsök. Þarna eru á boðstólum hinar ágætustu veitingar, gosdrykkir, mjólkur- og ísdrykkir, svo og pylsur, hamborgarar og síel- gæti. En me'st aðdráttarafl hafa vafalaust keiluspils-rennurnar og svo má alls ekki gleyma hljómsveit Svavars Gests, sem heldur rækilega uppi fjörinu á þessum stað. Þegar við litum þangað inn um daginn, skein ánægjan út úr hvers manns andliti, og skemmtu ungu gestirnir sér hið hezta í eigin hópi. Eftirlitið með J)ví, að enginn væri þarna með áfengi, var strangt, að öðru leyti var unga fólkið afskipta- laust — og þannig skemmtir það sér hezt og heilbrigðast. Lido er fyrst og fremst opið unglingum á aldrinum 16—-21, þrjú kvöld vikunnar, og verður selt inn. Á föstudögum kostar aðgöngumiðinn 35 kr., ó laugar- dögum 50 kr„ og á sunnudög- um 25 kr. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ fylltist skjótlega á laugar- dagskvöldið, og máttu naumast fleiri þar fyrir komast. Virtusl menn á einu máli um það, að húsið væri allt hið skrautleg- asta og viðurgeyningur hinn (Framh. á bls. 4) Það er óþarfi að vera að reyna að þýða heitið. Þeim dett ur áreiðanlega eitthvað í hug, þegar að. því kemur að sýna myndina. Þetta er ensk gaman- mynd, sem fjallar um atóm- njósnir, Ýmislegt kátlegt kemur fyrir, ýmislegt fáránlegt og ým- islegt fráleitt. Það værí að ráð- ast á enska lcímni í heild að taka þessa mynd til meðferðar. Tjallinn er einu sinni gerður með þessum ósköpum, og það er bezt að leyfa honum að vera í friði. Við skemmtum okkur sæmilega, þegar við sáum mynd ina, og reyndum að hlæja á réttum stöðum, — en brandar- arnir voru púðurlausir, efnið fráleitt. O PI Ð föstudags-, Laugardags- og Suunudagslcvöld.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.