Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.11.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 16.11.1962, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 Templarar — (Framh. af bls. 1) ógleymdu öfundarhatrinu, er þeir leggja á þá, sem ekki láta sit,ia við orðin tóm, þeg- ar þörf er athafna. Þorvaldur Guðmundsson, veitingamaður, hefur opnað saiarkynni Ládo fyrir æsk- una í Reykjavík. Lido hefur frá upphafi verið einn fjöl- sóttasti skemmtistaður borg (Framh. af bls. 1) framin, sérlega þó Magnúsar. Má segja að strax í upphafi verksins hafi það náð léttum tökum á hlustendum og sást breitt bros á flestum þeirra er skerandi og langt ýlfur- hljóð endaði með prumpi í hljómmagnara hússins. Sí- felldar endurtekningar á þess um búkhljóðum komu síðar mörgum til þess að hlæja dátt, og má segja hljómsveit armönnunum það til lofs, að þeirra hlutur hafi verið mik- ill og merkilegur, að geta skilað sínu verkefni þrátt fyr ir niðurbældan hlátur. Á þetta þó einkum við um blás- arana. Ef þetta hljómahrafl á eitt hvað skylt við stærðfræði, hljóta þessir ungu höfimdar að hafa reiknað skakkt. Samt verður að segjast rnn hlut Þorkels, að hann hafi glatt áheyrendur með því að hafa ekki verkið lengra. Sennilega hefur það þó ver- ið ágizkun hjá honum en ekki útreikningur, en einkar skemmtileg tilviljim. Skyldi þeim félögum aldrei hafa dottið í hug að láta söngvara flytja ljóð eftir t. d. Þorstein frá Hamri eða einhvem álíka? Hann, söngv- arinn, gæti svo hjálpað til með aukahljóðum, sem að visu myndu vera talin ósið- leg ef þau væm ekki viðhöfð í hljómleikasal! „Ef þetta er það, sem koma skal,“ sagði aldið tón- skáld, sem hefur glatt mörg hjörtu með perlum sínrnn, ,,þá er gott að vera orðinn gamall.“ Öðrum varð að orði, að þetta mundi kosta nýtt happdrætti til styrktar fólki með ákveðinn ólæknandi sjúk dóm. Enn einn sagði, að aldrei hefði sér verið, sýnd jafn mikil lítilsvirðing og að bjóða sér að hlusta á þessi hjárænuvæl og vindhögg. Aldrei hefur hrafninn ver- ið talinn músíkalskur, en það er þó skemmtilegri tilbreyt- ing að heyra hann krunka! arinnar. Hafði Þorvaldur gert sér ljósa þörfina fyrir skemmtistað unga fólksins í borginni, boðið Æskulýðsráði staðinn til Ieigu, en tilboðinu ekki verið sinnt (aumingja mennirnir ef til vill verið að bíða þess, að templarar hæf- ust handa, eins og þeir hafa TALAÐ svo lengi um!) — Réðst Þorvaldur í að opna staðinn upp á eigin spýtur, bjó hann á hinn fullkomn- asta hátt við hæfi unga fólks ins, útilokaði áfengisneyzlu, og bauð imga fólkið velkom- ið. Templarar trylltust. Höfðu ekki náð að selja Templara- höllina á 15 milljónir og aðr- ar eignir á annað eins til að geta svo mikið sem grafið grunninn að „höll“ sinni, sem standa mun á lóðinni, sem þeir hrifsuðu af Leikfélag- inu. Meðan þeir væru að nurla saman í höllina, átti unga fólkið að vera „undir eftirliti“ þeirra í hjallinum við Tjörnina, svo að aurar þess rynnu í rétta vasa. Það var líka eftirsjá að unga fólkinu úr Gúttó frá öðru sjónarmiði. Með hverj- um áttu þá hinir „mildu, föðurlegu leiðbeinendur“ miðaldra framámennimir í stúkunum, sem aldrei létu sig vanta til að skemmta sér með unglingunum, að hafa sitt „uppbyggilega“ eftirlit? Svo stóran spón úr aski sín- um máttu þessir ástúðlegu herramenn ekki missa. Ekki klígjaði þeim við gömlu aðferðinni, persónu- legu sldtkasti og undirróðri, og höfðu þeir meira að segja svo mikið við að blása lífs- anda í nasir blaðdraugsins Nútímans til þess af offorsi að reyna að telja almenningi trú um að með þessu væri bara verið að reyna að rétta við gjaldþrota vínveitinga- stað, er Þorvaldur hefði gef- izt upp á rekstrinum! Það er ekki að spyrja að góðgirni templara, þegar þeir taka einhvern á milli tann- anna. Þeim stoðar ekki lengur að reyna að slá ryki í augu fólks. Með heilbrigðri skyn- semi verður hvert vandamál leyst, án tilstuðlunar templ- ara, æskan hefur fengið sinn skefnmtistað, án til- stuðlunar templara. Þeim nægir kjallaraskot fyrir sína fámennu klíkufundi. RÁÐNINGIN Á LEYNI- LÖGREGLUGÁTU III: Hefðu atburðirnir gerzt eins og Danlley sagði, hefði a. ra. k. önnur kúlan, sú sera fór gegn- um öxlina brotið rúðuna i glugganum, sem Fordney fann lokaðan. N O R Ð R I: Efnahagsbandalagið sam- einar Evrópu gegn kommúnisma AUKAAÐILD ? Loksins er mál Efnahagsblndalags- ins komið fyrir Alþing. Fylgdi Gylfi Þ. Gíslason því úr hlaði með greinar- góðri ræðu eins og hans var von og vísa, en þar reifaði hann málið frá ýmsum hliðum og skýrði afstöðu rík- isstjórnarinnar til þess. Virtist helzt koma fram, að stjórnin teldi beztu möguleiikana að sækja um aukaaðild að bandalaginu. Ekki er ólíklegt að það væri bezta láusnin ef sú aðild kostar ekki of mik- ið. Hætt er við að íslendingar þurfi eitthvað að koma til móts við banda- lagsþjóðirnar ef aukaaðild fæst og verð ur fróðlegt að fylgjast með hver skil- yrðin verða. Fram að þessu hefur útflutningur láiidsins til fyrrgreindra ríkja numið alls um rúmlega þrjátíu af hundraði og innflutningur um það bil helmingi meiri Það er því til mikils að vinna að standa ekki utan við þetta bandalag, sem hef- ur haft svo mikil viðskipti við ísland fram að þessu. KOMMAR ANDMÆLA Það var fyrirfram vitað að kommún- istar myndu andmæla inngöngu í Efna- hagsbandalagið og yfirleitt öllum sam- skiptum við það. Þeir fylgja dyggilega línunni að austan, sem er algjör and- staða gegn bandalaginu. Það er ekkert launungamál, að Rússum er meinilla við sameiningu Evrópu hvort sem það er nú heldur viðskiptalega eða stjónrmála- lega. Kommúnistar kjósa ringulreiðina og ósamkomulag í þessum löndum til að auðvelda áhangendinn sínum leið til valda þar. Og það er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem kommúnistar á íslandi lúta múg- morðaseggjum þar eystra og ganga stundum svo langt að verða á undan þeim að taka afstöðu til ýmissa mála í trausti þess að hún falli i góðan jarð- veg. Þess er skemmst að minnast að þeir héldu æsingafund í Háskólabíói út af Kúbu og sögðu Bandaríkjamenn ljúga upp á Sovétríkin að þau hefðu eld- flaugastöðvar í byggingu á kúbu Og meðan fundurinn stóð yfir viðurkenndi Krústsjoff samt áburðinn og hét að láta rífa þær og flytja eldflaugamar á brott. FRAMSÓKN A MÓTI Framsóknarmenn hafa einnig látið til sín heyra út af Efnahagsbandalaginu og leggjast eindregið gegn hverskonar aðild að því. Hér er þó aðeins mn að ræða pólitískt brall, því mjög auðvelt verður að nota áróður gegn bandalag- inu í kosningunum í vor. Þar verðúr síknt og heilagt hamrað á afsali sjálf- stæðis og landréttindum og innflutn- ingi á ítölum og allskonar fólki, sem íslendingar eiga að vera hræddir við. Þetta mun hafa töluverð áhrif á sauðsvartan almúgann, sem lítið skilur í utanríkismálum og lætur alltaf blind- ast af áróðri. Það verður því þungur róður fyrir fylgjendur Efnahagsbanda- lagsins í kosningunum í vor og hætt'við að það mál hafi mikil áhrif á kjósend- ur. Sannleikurinn er samt sá, að það get- ur fylgt því töluverð hætta að standa utan við Efnahagsbandalagið og Islend ingum ber skilyrðislaust að fylgjast vel með hvað hér er að gerast og reyna af fremsta megni að ná hagstæðum samn- ingum við bandalagsþjóðirnar. ÞRIÐJA AFLIÐ Evrópuríkin eru loksins að samein- ast á líkan hátt og t. d. Bandarikin og Sovétríkin. Þau mundu mynda mjög sterka efnahagslega, og síðar, stjórn- málalega heild, sem verður að öllum líkindum þriðja aflið í heiminum, sem kemur til með að ráða örlögum hans. Það er af þeim ástæðum sem Sovét- ríkin og kommúnistar um allan heim eru hræddir við viðgang þess og vöxt og gera allt til þess að hræða menn frá fylgi við bandalagið. Við stofnun bandalagsins verða að engu vonir kommúnista um að eitt- hvert Evrópurikjanna ánetjist Sovét- skipulaginu og komi á fót múgmorð- ingjastjórn. Þess vegna ber öllu sið- menntuðu fólki að fagna bandalaginu, en vera þó á verði fyrir öllu því, sem skerðir fullveldi landsins og menningu. Allt, sem útilokar kommúnista, er betra en hættan á yfirráðum þeirra. Norðri.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.