Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.11.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 16.11.1962, Blaðsíða 8
gwwn [kqji Föstudagur 16. nóv. 1962 Fegurðardísin Guðný A. Björnsdóttir. Abstrakta kerfið Merkileg en einföld uppfinning Mikil breyting virðist nú vera að verða á ýmsum hús- búnaði i heiminum, ekki sízt hiillum alls konar. Hefur ver- ið fimdið upp nýtt samsetn- ingarkerfi, sem byggist á hnút eða kjama, og er sterk- um rörum smeygt upp á arma hans. Er þannig hægt með fáeinum handbrögðum að fá grind fyrir hillur, borð stóla o. m. fl. Auðvelt er svo að festa plötur, hvort sem er úr harðviði eða öðru efni, á grindina. Einkaleyfi á þessmn út- búnaði á danskur maður, Paul Cadovius að nafni, sá hinn sami og fann upp Hansa hiilumar svonefndu. Em verksmiðjur hans í Dan- mörku, sem framleiða rörin, hillurnar, hnútana o. fl. nú líklega stærstu húsgagna- verksmiðjur í heimi. Einhver mesti kosturinn við abstrakta kerfið, sem svo er nefnt, er það, að auðvelt er að taka þá hluti í sund- ur, sem festir hafa verið sam an á áðumefndan hátt, flytja þá til eða smíða aðra úr sama efni. Þetta hefur eink- um orðið vinsælt að því er hillur snertir, ekki sízt sýn- ingarhillur fyrir verzlanir og önnur fyrirtæki, j>ví þær þarf ekki að festa í vegg', Talið er að þetta samfest- ingarfyrirkomulag eigi ótak- markaða möguleika fyrir sér. M. a. hafa verið reist stór- hýsi á þennan hátt, án þess að nota nagla, skrúfu eða töng og án þess nokk- Eftirfarandi stórfrétt birt- ist fyrir skemmstu í Alþýðu blaðinu, en sökiun „plássleys- is“ er hún talsvert stytt hér: „Eins og Alþýðublaðið hef ur áður sagt frá, þá bundust vestfirzkir útvegsmenn sam- tökum um að kaupa ... mestu tálbeitu línuvertíðar- innar frá Noregi ... Kaupa á 300 smálestir, og er fyrsta sendingin, 112 smál., komin til landsins og búið að dreifa ur fagmaður þurfi þar nærri að koma. Einkaumboð fyrir „Sy- stem abstrakta" hér á landi hefur Rafgeislahitun h.f., en söluumboð Skeifan h.f., Kjör garði. þeim faimi á milli allra vest firzku verstöðvanna .. . Norski smokkurinn virðist vera hin bezta beita, en hann er að vísu nokkuð stór, og verður því tiltölulega ódýr- ari en ella ... Verðið er mjög hagstætt, eða um 6 kr. pr. kg. komið í hús á móttökustað.“ Svo mörg voru þau orð, og þarf nú ekki lengur að undr- ast f jörið á vertíðinni vestra. aillllllIIIII!lllllllllllllllllllll!ll!lllltlllllllll)llilllllllllllillllllll!lllllllllllllllllillll!IIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIillll!ll!IIIIIUI.l' Vald pressunnar | Herferð vestur-þýzku stjórnarinnar gegn óháða | | fréttablaðinu „der Spiegel“ hefur valdið óhemju reiði | | víðsvegar um lieim, enda riðaði stjórnin til falls út 1 | af rnáli þessu. Erlend stórblöð hafa fordæmt [æssa | | aðför að hinni frjálsu pressu og efast um raunveru- | | legan styrk lýðræðisins í Vestur-Þýzkalandi. | En nú hefur Adenauer og stjórnarmeðlimir hans | l fengið að finna fyrir því, hvílíkt stórveldi blöðin em, | | og munu varla reita presssuna til reiði í annað sinn. | | Hér á landi virðast einstaka menn ekki hafa gert | 1 sér grein fyrir þessum sannindum, a. m. k. vilja | | þeir ekki viðurkenna áhrif pressunnar fyrr en í fulla I 1 hnefana. En varla mun þeim hinum sömu stætt á því - | til Iengdar ef í hart fer, því annað væri að berja I | hausnum við steininn — það hafa sumir merkismenn ; | fengið að reyna. . ; ÍÍirillfMlirillllllllll!IIIIUIIiai!lllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllll!!l!ll!llllllllll>lllllllllllllll!»llllll 111111111111111 llllllllllllllll|■lllllll!ldlllllllllllllMIII■lll III llllllllllllllllllllllllllllillllll VIII lllllllllIlllllllllllllllllllllllUa „Farnir að beita smokki!" ÞEGAK við komum síðast í Glaimibæ, var það einkum tvennt, sem . varð . okkur minnisstætt. Hið fyrra var hressilegur söngur Berta Muller með hljómsveit Árna Elvars, en liitt var það, að vatnið sem við fcngum á borðið, var moðvolgt, og engm Ieið var að fá ís til að kæla það. FYRSTA íslenzka sjónvarp- ið er nú komið hingað til lands, þ. e. a. s. neðansjáv- ar-sjónvarp. Er fullyrt að lautinant Pétur Sigurðsson ætli að nota það við land- helgisgæzluna, ef ske kynni að Bretar fari að veiða þorskinn okkar upp við landsteina á kafbátum. Sýndi hann tækið nýlega. henti fiskbita út í sjó, og sást þá í sjónvarpinu viður- eign sandkola og krabba um bitlinginn. En hinu raunverulega sjónvarpsmáli okkar miðar lítt áfram. Mun Vilhjálmur Þ. ætla sér sjónvarpsstjóra- stöðuna, svo að varla verð- ur því máli flýtt. Það væri kannske annað mál, ef dugnaðarmaður ætti að fá bitlinginn. ; _______ t SÍÐASTA bók Kristmanns hefur valdið talsverðu róti hér og þar. Fyrrverandi póstmeistari fær áliúrur fyr ir að honum tókst ekki að konia í veg fyrir, að bréf til Kristmanns hyrfu unn- vörpum. Ekkja Steins Stein ars mótmælir því, að Steimj bafi skrifað ritdóm um „Fé Iaga konu“ fullur og án þess að hann hafi lesið bók- ina (hvað svo sem Steiun kann að hafa sagt Krist- manni), og svona mætti lengi telja. Einna örlaga- ríkust mun þó útkoma bók- arinnar hafa — óbeinlínis — orðið fyrir einkalíf skáldsins. ; _______ „MAÐUR á miðjum aldri“ hefur sagt Velvakanda Morgunblaðsins, að frá því hann myndi eftir sér hefðu kvöldfréttir útvarpsins byrj að þannig: Ljóskerið á Tösku við Rifshöfn logar ekki. Vitamálastjórinn. — Yildi hann að fréttin yrði stytt og orðuð svo: Tösku- ljóskerið bilað. Við leggjum til að fella fréttina niður og auglýsa heldur, þegar viðgerð hefur farið fram: „Taska ekki bil- uð.“ t _______ FRÁ Akureyrí er simað, að mildð sé um mink í bæjar- landinu. Mun hann vera einn af þehn fáu nýjum hin flytjendum til höfuðstaðar Norðurlands, sem ekki lief- ur heyrzt kvarta undan húsnæðisleysi, þótt hami sé minnsti aufúsugesturinn. Ausa Akureyringar bölbæn mn yfir óféti þetta og ótt- ast um fuglalífið á anda- pollinum, en ekki er talið að það eitt dugi til þess að minkurinn minnki. ; _______ ÞEGAR mest snjóaói á Austfjörðum í byrjun nóv- ember fékk rafveitustjórinn á Fáskrúðsfirði skipun frá rafveitustjóranum á Egils- stöðum í útvarpstilkynn- ingu, um að hann yrði að „aka í nótt“. Nú var hvort tveggja að bandvitlaust vetrarveður var á Fáskrúðsfirði og eins hitt, að ekki heyrðist til út- varpsins þar, svo að ekkert varð úr því að blessaður maðurinn legði af stað á jeppanum út í bylinn — ja, guð veit hvert. En raunar reyndist þetta eintómur mis skilningur. í tilkynningunni átti að standa „keyra“, en ekki ,,aka“, og var þá átt við dieselvélar, sem tengd- ar eru við rafkerfið, þegar rafmagnsskortur er. Hins vegar kunnu málhreinsunar menn útvarpsins ekki við annað en lagfæra tilkynn- inguna. I sambandi við þátthm „Spurt og spjallað í út- varpssal“ langar mig til að spyrja: — Eru sálfræðingar sálarlausir?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.