Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 23.11.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 23.11.1962, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTlÐINDI ' NÝ VIKUTÍÐIND! koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Otgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, símar 19150 og 14850. Stórholtsprent h. f. ¥ifil |sér esin^ elsi hvoð? Afturhvarf frá kommúnisma er furðu fátítt fyrir- brigði í þjóðlífi okkar. Það er engu iíkara en þsir, sem á annað borð hafa ánetjazt þessari geigvænlegu stefnu, fái ekki með nokkru móti losað sig undan áhrifavaldi hennar, enda þótt eðli þeirra og sam- vizka hrópi gegn þjórkuninni, sem sýna verður flokltn um og stefnunni. Má ótrúlegt kallast, að úthrópan- ir og rógur hinna eftirsitjandi sé svo þungt á metxui- um, áð vítaliringurinn hafi lokazt, svo að ekki verði rofinn. Mikiu fremur ber áherzlu að leggja á atriði þau, er svo greinilega koma fram hjá einum gáfaðasta hugsjónamanni, sem fylgt hefur flokknum, en sneri fyrir nokkru baki við honum. Er þar átt við Áka Jakobsson, er fyrir nokkru lét sína fyrrverandi sam- herja og húsbændur hafa það óþvegið í skorinorðu viðtali við Morgunblaðið. Þar segir hann frá áhyggju- Ieysi hins almenna kommúnista, sem geri öll vanda mál emfaldari en þau eru. Eina íáusnin sé \ marxis- minn, og þá leysist allt af sjálfu sér. En þeir, sem hafi þessa einföldu afstöðu, fari' alla tíð á mis við margt í lífinu og verði aldrei annað en börn, taki ekki út sinn vöxt. Á þann hátt færi þeir sig í spennitreyju fordóma og einstrengingslegra viðhorfa. Ósk þeirra sé sú að gcta rifið sig upp úr sinnuleysinu og sagt sldlið yið flokkinn. En þeir þori ekld að gera upp við sig þá ægilegu staðreynd, að kommúnisminn sé útlegð frá öllu því bezta, sem þeir hafa sótzt eftir og tileinkað sér í lífinu. I þessu stórathyglisverða viðtali,|þar scm sakirnar við flokkinn óm rækilega gerðar upp, og flett af svika myllunni, bendir þessi fyrrverandi framámaður komm únista á það, að þjóðemistal íslenzkra kommúnista sé ekkert annað en eintóm blekking og kaldrif júð taktík. Aðeins lieppilegur áróður. fslenzkir komnnxn- istar megi vera þakklátir fyrir að liafa aldrei komizt til valda, því að þá hefðu þeir orðið verri menn, en þeir nú eru. Kenningin kalli á illmennsku. Allt sé afgreitt með því, að flokkurinn og kenningin krefjist þess eða hins. f krafti þess brjóti þeir allt niður, sem ándstætt sé kenningunni. Enginn áróður, hversu snjall sem hann kann að vera, getur jafnazt á við slíka viðurkenningu sem þessa. Hér talar ekki einn úr hópi hinna fylgispöku flokksmarina. Ekki einn, sem narraður hefur verið til svika við flokkinn, Heldur er hér um að ræða einn framámannanna. Einn þeirra, sem kynnzt hefur að- ferðunum, sem beitt er tij að halda bákninu saman. Einn þeirra, sem af eigin ratm veit, hvað hanri er að segja. 1 íslenzk þjóð er vonandi ekki svo skyni skroppin, að hún þekki ekki sinn vitjunartíma. fsTú er tíminn kominn til að gera upp sakirriar við Itómmúnismann. Hann sfendur berskjaldaður ffammi fyrir horskri þjóð. Vitið þér enn, eða hvað? — b. Brynjólfur Jóhannesson og Helga Valtýsdóttir. ALLT er mannlífið undar- lega flókið og margslung- ið. Það er sannarlega ekki að ófyrirsynju talað um baráttuna fyrir lífinu. Mis- jafnlega hraða og í ótrú- legustu myndum, — en enginn fær að vera í friði. Sé hún ekki á ytra borð- inu, er hún hið innra, engu vægari, þótt dulari sé. . . Það er þessi barátta, á báðum vígstöðvum, sem Jökull Jakobsson tekur til meðferðar í nýja Ieikritinu sínu, sem nú er sýnt og hann liefur nefnt HART f BAK. Hann hefur í fyrri skrifum sínum, skáldsög- um og leikriti, sýnt óvenju næman skilning á persónu mótun og lifandi samtöl- um og með þessu nýja verki sínu tekst honum upp af einskærri snilld. Hann er ekki. að trana frarn persötriifégum skoð- unum sínum á þjóðfélags- háttum eða alheimspólitik, þótt liann sýni okkur í stækkunargleri húsasunds- mynd úr vesturbænum, sem gæti svo hæglega ver- ið að gerast þar þessa stundina, hafa gerzt í gær, eða myndi gerast á inorg- un. Hversdagsleikur, sent manni finnst ekki eftirtekt arverður fyrr en Iiann er tekinn út úr umhverfi sínu og gerður sögulegur. Og þar reynir á snilli höfund- ar, .ýkja ekki né vanmeta, svipta ekki persónurnar séreinkennum sínum, eða fella þær inn í þennan hundleiðinlega ramma hefðar hinna róttæku rit- höfunda seinni' tíma, f meðförum Jökuls verð ur konan ekki skækja, af því að hún þarfnist sam- lífis. Blinde gamalmennið ekki öskustóraaumingi, af því það reyni að halda í foroa virðingu. Peninga- maðurinn heimskur og ill- gfarn og fótum troðandi, af þvf hann á peninga. Og síðast en ekki sízt, strákurinn innihaldslausi ónytjungur, af því að hann lifi í blekkingaheimv dagdrauma um glæsilega framtíð. Það hefði verið ömur- legra að sjá örlagavef þessa fólks ofinn af Nó- belsverðlaunaskáldinu okk ar. Með Jökli Jakobssyni og þessu verki hans, höfum við eignazt leikritahöfund og leikhúsverk, sem við getum verið stolt af. Það hefur áreiðanlega verið gaman að vinna þetta leik rit. Persónurnar eru allar, hver á sinn hátt, viðfangs- efni, sem góðum leikara er nautn að glíma við, og það leynir sér ekki, að þeir hafa gert það af þeim áhuga og ást, sem verkefn inu er samboðið. Utásetningar eru svo smávægilegar, að það tek- ur því naumast að minn- ast á þær. Einstöku sinn- um hefur háfleyg mælgi skroppið á spennuandar- taki úr penna skáldsins, og byrjunin er stráksleg. En þetta og fleira örsmátt liverfur fyrir yfirþyrm- andi sympatíunni, sem maður hefur með persón- unum. Gísli Halldórsson á vafa laust sinn ríka skerf í þess ari snilldarsýningu. Ekki aðeins með leikstjórn, sem vafalaust er unnin af þeirri vandvirlnii, sem þesstun hæfileikaríka leik- húsmanni er í brjóst lagið. Starf Ieikstjórans verður ekki fyllilega metið til fulls frarnan úr sal, eftir að liafa séð sýninguna renna einu sinni fram hjá sér. Nálægð hans er þó allsstaðar, í hreyfingum, setningum, og andrúms- lofti. Ekkert, sem þarna er gert, hefur farið fram- hjá honum, yfir allt verð- ur hann að leggja blessun sína. Sýningin er hans verk — og atorkumann eins og Gísla munar ekk- ert um að bregða sér í gerfi og vera sjálfur með á sviðinu. Ekki hefur per- sónusköpun hans liðið við margvíslegar aðrar annir. Hlutverki peningamanns- ins skilar hann á sinn hlýja, sérkennilega hátt. Hann varast snilldarlega gildrur hádramatíkurinn- (Framh. á bls. 7) Eftirminnileg sýning Leikfélags Reykjavíkur á snjöllu, íslenzku leikriti HART ÍBAK

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.