Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.11.1962, Page 1

Ný vikutíðindi - 30.11.1962, Page 1
Hér á landi má ekki víta vissa menn opinberlega, þótt þeir geri axarsköft, sem varða almenningsheill. Það má ekki víta veiðimálastjóra, sem reisir klakstöð ríkisins við á, sem aðrir eiga. Það má ekki víta slökkviliðsstjóra, sem sýnir kæruleysi í starfi. Það má sem sé ekki víta opinbera starfs- menn, hvað sem þeir gera af sér. tfWODSOJI Föstudaginn 30. nóv. 1962 — 48. tbl. 2. árg. — Verð kr. 5.oo. FJÁRMÁLAHNEYKSLI! SVEFNSkYLI fyrir drykkjurúta Frú Þóra Einarsdóttir, sem er formaðnr Verndar, skrifaði nýlega grein í fé- lagsrit samtakanna, þar sem hún benti réttilega á aðkall- andi nauðsyn þess að skapa drykkjurútum, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, hús- næði þar sem þeir geti sofið um nætur. Það er tímabært að bera frarn þessa tillögu, enda munu slíkir vesalingar hafa svefnskýli í flestum borgum heims, en hér hefur kjallari lögreglunnar verið svo að segja eina athvarf þeirra á köldum nóttum. Hér þarf að hef jast handa. Heimilislausir drykkjusjúkl- ingar munu þó nokkrir hafa dáið drottni sínum. Og frú Þóra hefur í starfi sínu kynnzt vesöld þessara manna án þess að geta veitt þeim nokkra líkn. Nú fara kaldar miðsvetrar nætur í hönd, og jólin eru ekki langt framundan. Lát- (Framh- á bls. 5) Borgarsjóður greiðir yfir 3 millj. kr. meira fyrir vélar Sorpeyðingarstöðvarinnar en tilboð hljóðaði upp á! VÍSIR AÐ SJÓNVARPI Þessa dagana er verið að skipta um allar vélar í sjónvarpsstöð Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli, og þær gömlu lagðar til hliðar. Hefur þetta vakið menn til umliugsunar um, hvort íslenzka ríkisútvarpið, sem gengur með sjónvarp I maganum, hafi gert nokkuð til að tryggja sér vélarnar, sem vafalaust eru fáan- legar fyrir lítið sem ekkert verð. Væri ekki tilvalið að nota þær til þess að koma upp einhvers konar skólasjónvarpi, sem gæti orðið vísir að almennu sjónvarpi? Þau undur hafa gerzt, að Vélsmiðjan Héðinn h.f. hefur fengið á sjöundu milljón króna útborgaðar frá gjaldkera Reykjavíkurborgar fyrir verk, sem fyrirtæk- ið tók að sér að Ieysa af hendi fyrir rúmar þrjár millj- ónir króna. Hér er um vélar Sorp- eyðingarstöðvarinnar að ræða og uppsetningu á þeim. Gerði Héðinn h.f. til- boð í verkið á sínum tíma, sem hljóðaði á þá leið, að félagið útvegaði eða smíð- aði vélar stövarinnar fyrir 2,9 millj. kr., en áskildi sér þó nokkra aukaþóknun fyrir uppsetningu þeirra, sem mun samt ekki hafa átt að nema meira en 10— 15 prósentum af andvirð- inu. Tilboði þessu var tek- ið og samningur gerður um verð og hvenær verk- inu skyldi lokið. Við höfum Iengi haft grun um, að ekki væri allt með felldu í sambandi við þetta mál. En reikningar og starfsmenn borgarinn- ar hafa litlar eða engar upplýsingar gefið í þeim efnum, þótt eftir hafi ver- ið leitað, nema hvað ætla má af heildarreikningum Sorpeyðingarstöðvarinnar í ársreikningum borgar- innar, að hún hafi alls kostað milli 10 og 12 millj. króna. Hitt grunaði okkur ekki — fyrr en við fengum upp Iýsingar um það eftir krókaleiðum — að svona væri í pottinn búið. Hing- ANDAKUKLK) Í AL6LEYMINGI „Sannanir” og „reynsla” í bókarfórmi Arðvænlegur „atvinnurekstur” Um þessar mundir eru á bókamarkaðinum a. m. k. tvær bækur um íslenzka miðla. Eru báðar skrifaðar af þjóðþekktum mönnum og næsta furðuleg bíræfni að þeir skuli binda trúss við slíka „vísindamenn“, sem hafa leyft sér um áraraðir að hafa trúgirni og tilfinn- ingar fólks að féþúfu. Verður ekki nánar rakið hér hvemig upp hefur komizt um þessa svikastarfsemi, enda alþjóð löngu kunnugt um sýndar- mennsku og blekkingar þess- arar „stéttar“. Það er sorgleg 'staðreynd, að víða um heim tiðkast þessi business ennþá, að nota sér tilfinningasemi fólks, er misst hefur ástvini sína, og trúir því að þessir „milli-. göngumenn" hafi eitthvert einkaumboð fyrir sálir lát- inna manna og kvenna, sem segi svo fyrir um óorðna hluti og jafnvel helgustu leyndarmál viðstaddra. Víða erlendis hefur þessi fjárplógsstarfsemi og blekk- ingavaðall orðið til þess að lögreglumenn hafa afhjúpað svindlið og síðan hafa verið sett ströng viðurlög við hverskonar starfsemi í þessa átt og almenningur varaður við henni. Hérlendis er þetta aftur á móti að verða mjög þægi- legur aukabusiness og hafa þessir sérhæfu trúðar um sig hirð fólks, sem tekur þátt i skrípaleiknum og auðvitað fyrir peninga. Þar er sungið og hefur lengi mátt heyra ráma rödd þjóðþekkts borg- ara kyrja ævagamalt sálma- Iag til þess að koma við- stöddum í stemningu. Og (Framh. á bls. 5) að til hefur það verið aJ- gild regla, að ef fyrir- tæki eða einstaklingar gera tilboð I verk, sem boðið er út, eru þau skyld ug til að standa við það, þegar gerðir hafa verið löglegir verksamningar. Það er meira að segja ekki óalgengt, að fyrir- tæki verði gjaldþrota, ef verk, sem þau hafa skuld- bundið sig til að inna af hendi fyrir umsamið verð, reynast kostnaðarsamari en reiknað hafði verið með. Er þess skemmst að minnast, að þannig fór fyrir Byggingafélaginu Bær ekki alls fyrir löngu. Hvers vegna er þá verið að halda hlífiskildi yfir verktökum Sorpeyðingar- stöðvarinnar? Var ekki nógu tryggilega gengið frá samningunum, eða hvað liggur hér að baki? Þetta er regin hneyksli, sem furðulegt má heita að skuli hafa getað átt sér stað. Og ennþá furðulegra er raunar það, að and- stöðuflokkar borgarstjórn- armeirihlutans skuli ekki fyrir löngu hafa vakið máls á þessu, jafnvel ekki fyrir nýafstaðnar borgar- stjórnarkosningar. Það væri fróðlegt að fá umræður um þetta mál á borgarstjórnarfundi og fá úr því skorið, hvort hér er ekki farið með rétt mál. Svona stórkostleg fjár- málahneyksli mega ekki eiga sér stað. PLÖGGIN A BORÐIÐ!

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.