Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.11.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 30.11.1962, Blaðsíða 2
NÝ VIKUTlÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Utgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilia V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, símar 19150 og 14856. Stórholtsprent h. f. Diplómatiskar leiitir Bandarísku tollayfirvöldin hafa slæma reynslu af siunum diplómötum smærri ríkja, sem undanþegnir eru tollskoðun. Er ekki langt síðan einn slíkur var tekinn, þrátt fyrir allt, með heróín fyrir tugi millj- óna króna. Án þess að væna bandarísku sendiráðsmennina um að misnota þennan rétt sinn, þykir þó mörgum óvið- urkvæmilegt, að þeir skidi geta ekið eins oft og þá lystir inn og út af Keflavíkurflugvelli, án þess að gæzlumenn tollsins megi nokkumtíma opna bíla þeirra. Nú er það vitað mál, að erlend sendiráð fá mikið af hátolluðum vörum tollfrjálst til sinna afnota, og hefur enginn neitt við það að athuga. En þar af leiðandi þurfa sendiráðsmenn Bandaríkjanna ekki að kaupa tollfrjálsan vamíng . í herbúðunum á Kefla- víkurflugvelli. Væri því ekki rétt — til þcss að koma í veg fyrir óþarfa getsakir og grunsemdir — að sendiherra Bandaríkjanna leyfði hliðvörðum á vellinum að ganga úr skugga um, að enginn tollvarningur leyndist í CD- bílum, sem um hliðið aka, ef þeim fyndist ástæða til? Það væri, að okkar áliti, bæði skynsamlegt og dipló- matískt. — g. Ofbeldi »g rikisvald Þegar við liugleiðum afgreiðslu þá, sem verzlunar- menn fengu hjá óþjóðalýð þeim, sem er samansettur af fulltrúum rússneska heimsveldisins hér á landi og aftaníossa þeirra í Sambandshúsinu í Reykjavík, þá gctum við ekki varizt þeirri ályktun, að lög og réttlætiskennd lýðræðissinnaðra manna sé þeim fjar- stætt hugtak, nema því aðeins að þeirra eigin hags- munir séu í húfi. Þeir tala um rétt, en beita órétti, jafnvel hnefarétti, ef þeir sjá sér leik á borði. Og ríkisvaldið — framkvæmdavald þjóðarinnar — lætur slikt ofbeldi afskiptalaust, þótt yfirgnæfaiídí meirihluti kjósenda þessa valds fordæmi slíkar að- farir. Hér er veikleikamerki þingræðisins. Minnililuti full- trúa á alþýðusambandsþingi beitir bolabrögðum við meirihlutann og tekst með því að halda völdum. Mest öll þjóðin og blöð landsins hneykslast, — það er allt og sumt! — En Hannibal og Eysteinn hlæja framan i þá, sem órétti eru beittir, og hæla sér af því, að petta sé hægt. Hvað gera þeir næst? Ætli þeim líðist ekki livað sem er, án þcss nokkur geti rönd við reist? Hver veit?! Framkvæmdavald Iögmætra stjórnenda landsins virðist vera máttlaust. í ráðherrastólunum virðast sitja þöglar lúpur. þegar óþjóðaivður veður uppi með lögleysum og ofríki, sem allir heilbrigðir þegnar landsins fordæma. — g. Bókamarkaðurinn: Mínir menn Stefán Jónsson, fréttamaður, er manna vinsælastur í útvarji. Hann hefur gert viðreist um landið, leitað uppi fólk, sem frá einhverju hefur að segja, bæði til sjávar og sveita, og oft verið furðu laginn að fá það til að leysa hreinskilnislega og útdúrdúralaust frá skjóðunni. Af þessum sökum og að sjálf- sögðu með góðri aðstoð næmrar eftirtektar og afburðaminnis hef ur Stefán komizt á snoðir um margt, og kynnzt náið afbrigði- legfi skaphöfn og tiltektum ýmissa. En þótt leiðir lians hafi víða legið, virðist hann una sér bezt við sjávarsíðuna; þar eru lians menn, og þeim kann hann sann- arlega að lýsa. Stefán er tiltölulegur nýliði ó ritvellinum, en hefur engu að siður liaslað sér völ] á stað, sem fáum hefur hentað áður. Ög . „ . irmmH’SHfl , . það, sem honum liggur a hjarta færir hann í sérstæðan búning, sem fáir hafa ráðizt í ennþá, og tekst upp af lireinni snilli. Það skyldi enginn láta sér detta í luig, að þótt Stefán nefni bókina sína um „Mína menn“ vertiðarsögu, sé hér um skáld- sögu að ræða, eða sannar frá- sagnir færðar i sögubúning. Svo Stefán Jónsson, fréttamaður. einfaldlcga afgreiðir Stefán ekki „sína menn“. Hann segir nefnilega hreint og beint frá þeim, rétt eins og hann sæti hjá lesanda yfir góðu glasi eða sterku kaffi, sem mér skilst Stefán hafa mikið yndi af, og rabbar um þá. Segir af þeim sögur, tvinnar við þær samlik- ingar úr ýmsum áttum, gefur við og við bita af eigin vizku og þekkingu — en er alltaf fyrst og fremst skcmmtilegur, enda gefa hans menn ríkt til- efni til skemmtilegheita. Stíll Stefáns Jónssonar er sér stakur, en eitt er honum gefið umfram flesta, sem við ritstörf fást: hann kann að segja frá, og hann hefur yndi af þvi. Þess vegna er bókin skemmtileg, bróðskemmtileg aflestrar, — og hún er ekki eingöngu um og fyrir þá, sem við sjóinn glíma. Þarna koma frá'iri^miklu fleiri við sögu, og það er eitthvað sögulegt við þá alla. Ægisútgáfa Guðmundar Jak- obssonar hefur gefið bókina út. Ilún er prentuð i Prentsmiðju Jóns Ilelgasonar. Frágangur er prýðilegur — og það eru sára- fáar villur í bókinni. — b. Vesturbæingar athugið hefi opnab skóvinnustofu að !\!esvegi 39 Fljót og góð afgreiðsla. V' Gisli Ferdinandsson skósmiður Lækjargötu 6 Sími 20937 Álfheimum 6 Sími 37541 fttesvegi 39 — Sími 20650 SKUGGAR Nýtt hefti komið á alla sölustaði. J >11IIIIIllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIll|lllíl111«l||IIIl||III|l|III!||||lll 1111111 iiliillil||llllli|| IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII lllll ll'ISIilClllflUlllBI

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.