Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.11.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 30.11.1962, Blaðsíða 6
Ní VIKUTlÐINDI 6 t----------------- M E T S Ö L U- PLÖTURNAR I DBMGEY RETURN TO SENDER Elvis Prestley LIMBO ROCK Chubby Checker TWISTIN’ PATRICIA The Clifters BECHAME MUCHO Jet Harris VERTU SÆL MEY Ragnar Bjarnason - THE YOUNG ONES Cliff Richard , - MONSTER MASH Bobby Picket SPEEDY GONZALES Pat Boone ROSES ARE RED Bob Vinton TA ET SNALLTOG TIL HIMLEN Anita Lindblom , PÓSTSENUM UM ALLT LAND BRANGEY Laugaveg 58 - ■* Lykillinn að auknum viðskiptum er góð auglýsing í blaði, sem allir lesa ... Ellefti hluti hinnar börkuspennandi framhaldssögu eftir CHARLES WILLIAMS: * — Er sími hérna í húsinu? spurði ég. Hann svaraði ekki. Eg þreif í handlegginn á honum og reisti hann upp. — Heyrðu mig nú, karlinn, sagði ég. Eg var að tala við þig. Hann leit hneykslaður á mig. — Hvað gengur eiginlega að yður? Sjáið þér ekki, að ég er önnum kafinn? Eg er að rannsaka stjömu- afstöðurnar. Eg hristi hann. — Komdu andartak niður á jörðina! Eg þarf að tala við þig um plánetuna okkar. Ertu búinn að gleyma henni? Það býr fólk héma, og einstaka hefur brýna þörf fyrir svoleiðis hagræði. Er símaklefi hérna ? hús- inu? — Nei. — Er sími í íbúðinni þinni? — Nei, svaraði hann gremjulega. Viljið þér gjöra svo vel og fara núna? — Ekki strax. Komdu þér úr frakkanum — og taktu af þér húfuna. Nú loksins sýndi hann merki taugaóstyrks. — Vomð þér að hugsa um að ræna mig? — Nei, en ég ætla að hafa fataskipti við þig. Og þar sem það er kúlugat á jakkanum, skal ég gefa þér tuttugu dollara á milli. — Eg hef nú aldrei heyrt ... — Ur frakkanum, annars sparka ég í kíkinn þinn. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að ég væri ekki með öllum mjalla, svo að hann gerði eins og ég sagði. Áður en ég fékk honum jakkann, tók ég úr honum miðann með stúlkuheitinu og símanúmerinu, enda þótt ég reiknaði ekki með því að hafa nokkurt gagn af því. Hann smeygði sér í jakkann og tautaði: — Eftir tólf nátta rigningu og alskýjaðan himin kemur loksins heiðríkja, og þá . . Húfan var alltof stór á mig, en hún tolldi að minnsta kosti. Þegar ég var kominn í frakkann, var vinurinn kominn með augað að kíkinum og ábyggilega búinn að gleyma því, að ég væri yfirleitt til. Mér datt í hug, hvort hann væri kvæntur, en það skipti svosem engu máli. Venjulegur kvenmaður myndi eiga erfitt með að skilja, hvernig maður færi að því að skipta á frakka uppi á þaki á fjölbýlishúsi klukkan tvö að nóttu, en konan hans var þá áreiðanlega vön furðulegum út- skýringum. — Eg var ekkert að hugsa um þetta, góða. Eg sat þarna bara í rólegheitum uppi á þaki og var að virða fyrir mér stjömuafstöðuna, þegar allt í einu kemur þessi maður, og ... Eg fann hurðina að þakstiganum og yfirgaf mann- inn. I ganginum á efstu hæð var spegill og ég leit í hann. Eg var alveg óþekkjanlegur í þessum nýja bún- ingi, en það var skráma á kinninni á mér, og ég varð að bleyta fingur í munnvatni til að ná blóðinu í burtu. Síðan bretti ég kragann upp, hallaði húfunni og labb- aði út, enda þótt ískaldur hrollurinn læsti sig um hrygginn á mér af hræðslunni. Þarna var naumast nokkur manneskja á stjái, og gerði það mér erfiðara fyrir, því að ég átti það á hættu að vera stöðvaður, hvénær sem var. En þéssa stundina var enginn lögreglubíll sjáanlegur. Eg beygði fyrir næsta horn og sá Ijósin frá hús- unum í miðhlutanum spölkom framundan. Ef ég kæm- ist þangað, yrði ég ekki í neinum vandræðum með að komast í síma. Eg fór yfir gatnamót, þegar lögreglubíll kom á móti mér. Eg kipptist við, en hélt áfram jafn rólega og áður. Með nýja sígarettu á milli varanna, sneri ég mér að lögregluþjónunum og horfði á þá, og bifreiðin hélt áfram eins og ekkert væri. Mér létti svo, að ég átti erfitt með að standa á fótunum. Eg komst drjúgan spöl, áður en þetta endurtók sig. I þetta skipti dró bifreiðin grunsamlega úr ferðinni. og ég var orðinn dauðhræddur um, að hún væri að stanza hjá mér, En þá hækkaði sírenuvælið skammt frá og ég heyrði æsta rödd segja eitthvað í móttöku- tækinu; bifreiðin jók þegar í stað hraðann og hvarf fyrir næsta horn. Eg var kominn niður í miðhlutann, og rútubílastöð framundan. Héma voru símaklefar. Eg var úr allri hættu. Eg gekk inn í næsta símaklefa og hringdi í Suzy, en enginn anzaði. Það vakti ótta minn. Hún hafði gert allt hugsanlegt til að hjálpa mér, og nú var það mér að kenna, ef hún var myrt. Eða máske var ég bara að mála fjandann á vegg. Kannske var hún orðin hundleið á þessu, og hafði skellt sér í vodkað, þegar ég kom ekki aftur. Eg beið í nokkrar mínútur, áður en ég reyndi aftur. Þá datt mér allt í einu í hug stúlkunafnið og síma- númerið. Eg tók miðann upp og hringdi i GL-4378 Einhver karlmaður svaraði. — Er Marilyn þama? spurði ég. — Já, svaraði hann. Eg skalf af taugaæsing. Ef til vill var eitthvað á þessu að græða. — Get ég fengið að tala við hana? -/■ Á þetta að vera brandari, bannsett fíflið! hreytti hann út úr sér og skellti á. Eg starði á símtólið áður en ég lagði það á. Ætli það sé ekki svona, þegar menn ganga af göflunum — þegar engin heil brú virðist vera í neinu lengur. Eða kannske . . Eg stirðnaði upp. Hvernig í dauðanum gat ég verið svona heimskur? Þetta hefði ég átt að gera mér ljóst fyrir löngu. Eg tók símaskrána. og sló upp í henni GL 2-4378 var síminn á fimmtu hafnarbryggju. Marilyn var bátur. Dragnótabátur eða línubátur, hugsaði ég, og liggur við fimmtu hafnarbryggju Þama var ég loksins kom- inn á spor. En áður en ég fór, hringdi ég aftur til Suzy. En áður en ég hafði valið númerið, kom ég auga á mann. sem hafði stanzað spölkorn frá simaklefanum. Hann stóð og góndi á mig, og ég sá, að það var eitthvað kunnuglegt við andlitið. Eg braut heilann, svo að brakaði í kvörnunum, og skyndilega fraus blóðið í æð- um mínum. Nú þekkti ég hann aftur.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.