Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.11.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 30.11.1962, Blaðsíða 7
Nt VIKUTÍÐINDI ? Þetta var leynilögreglumaður, kunningi Stedman, og ég ihafði iðulega séð á barnum hjá Red Lanigan. Það var óvíst, að hann þekkti • mig i þessgm furðu- lega búningi, svo að það var engan veginn gjörsam- lega útilokað, að ég kæmist ekki undan. Eg kveikt' mér í sígarettu og gekk hægt út úr símakiefanum Við leigubílastæðið skammt frá stóð laus bíll, og ég gekk að honum. Um leið og ég settist inn. sá ég levni- lögreglumanninn veifa til annars manns ov koma skálm andi á eftir mér. — Nítjándu bryggju! sagði ég og skcllti hurðinni á eftir mér. — Já, svaraði hann og setti í gang. Leynilögreglumennimir tóku á sprett og hrópuðu og veifuðu, svo að bílstjórinn sneri sér að mér. — Kunningi yðar? — Nei, þetta eru bara einhverjar fyllibyttur, svar- aði ég. Eftirleitarmennirnir sneru við og héldu aftur til stöðvarinnar. Það var enginn lögreglubill sjáanlegur, en þeir höfðu áreiðanlega tekið niður númer bifreiðar- innar, svo að ég gerði mér ljóst, að það myndi ekki taka langan tíma, þangað til við yrðum gripnir. Eg tók upp fimm dollara seðil og rétti hann fram. Við áttum spölkorn eftir niður að höfn, þegar lög- reglubifreið kom æðandi á móti okkur, hún ók fram- hjá, en skyndilega snarbeygði hún og kom á eftir okkur. — Beygðu til hægri við næstu gatnamót, sagði ég. — En ... — Til hægri! Lögreglubifreiðin var enn ekki búin að setja síren- una á, en hún dró óðum á okkur. Við beygðum fyrir hornið, og ég hrópaði: U — Síopp! Bílstjórinn gerði sér ljóst, að eitthvað væri að og steig harkalega á bremsumar. Eg fékk honum seðil- inn og var kominn út áður en bíllinn var stanzaður. — Aktu svo áfram, sagði ég. Hann gerði eins og fyrir hann var lagt, en sjáifur laumaði ég mér inn í skugga milli tveggja húsa. Lög- reglubíllinn beygði, svo að ískraði í dekkjunum. Leigu- bíllinn var kominn góðan spöl í burtu. Eg Mjóp yfir götuna og hélt áfram beina leið eins hratt og ég mögulega komst, til þess að komast sem allra lengst í burtu, áður en eftirleitin yrði hafin í þessum bæjarhluta. Þá tók sírenan að væla. Lögreglumennimir höfðu ekki séð númerið almenni- lega, en lýsingin á bílmun stóð heima. Þess vegna höfðu þeir haldið í humáttina á eftir honum, en ekki reynt að stöðva hann fyrr en þeir höfðu gengið úr skugga um, að númerið væri rétt. Eg var kominn inn í iðnaðarverfið skammt frá Den- ton-stræti og ekki nema nokkur hundmð metra frá flutningastöð járnbrautanna. Þarna var rólegt á þess- um tíma sólarhrings, og langt á milli götuljóskeranna. Við gatnamót sá ég lögreglubifreið æða framhjá, án þess að hafa sírenuna í gangi. Þetta leit ekki sem bezt út. Eg átti einskis annars úrkosta en hlaupa eins lengi og ég gat, því að innan skamms yrði lögreglu- þjónn á hverju götuhomi. Eg æddi áfram. Úr öllum áttum barst sírenuvælið — þetta hljóð myndi elta mig í martröð öll mín ólifuð æviár, ef þau þá vrðu fleiri. Eftir skamma stund gerði ég mér Ijóst, að ég var að þrotum kominn. Eg var tilneyddur að hvíla mig. Hinum megin götunnar var opið vömsvæði og raðað upp birgðum af skolprörum. Eg hélt þangað og skreið inn i hávaxinn arfann. Á milli tveggja stafla lagðist ég flatur og lokaði aug- uniim. Eg bærði ekki á mér, þegar lögreglubifreið ók framhjá. Þetta hafði verið alltof mikil áreynsla. svo að ég var eins og sviptur öllum tilfin”m<rúm Eg orðinn langlíkastur sirkusdýri, sem hreyfði sig eft ákveðnum merkjum Nú ætlaði ég að finna Marilyn og svo var mér p' sair >, hvað oærðist eftir það Ef ég hefði ekkert upp úr því, þá ætlaði ég að gefa mi' fram. fFramhald1 Athygli Fordney prófess- ors beindist að grunsamlegri bungu á fínum kamelhárs- frakkanum, sem kastað hafði verið kæmleysislega ofan á regnfrakka Skamp. — Er þetta frakkinn þinn? spurði hann 'John London. — Já, herra. Þannig var, að . . . — Andartak, greip prófess orinn fram í. Það vottaði fyrir vandræða brosi á vörum hans, þegar hann hafði gengið úr skugga um, að bungan stafaði af stórri brjóstsykurstöng. Með an hann rannsakaði regn- frakkann, datt honum í hug, að brjóstsykurstöngin kynni að hafa einhverja þýðingu. Hann hafði þegar séð lík Henry Skamp, þar sem það lá á gólfinu í herberginu. Skamp hafði verið stunginn til bana. — Gott og vel, sagði Ford ney og kinkaði kolli til Lond on. Haltu áfram. — I gærkvöld var Henry talsvert ölvaður, þegar hann IfQXfi hfim. IHann vakti mig, og þegár ég neitaði að hlusta á hann tönnlast hann á vandræðum símun í ástamál- um, kastaði hann frakkanum sínum á stólinn og lagðist í öllum fötum í rúmið hjá mér. Eg var da.uðþreyttur og sofnaði strax aftur. Þegar ég vaknaði í morgun — um níu- leytið — sá ég, hvar hann lá dáinn þarna á gólfinu, og þá hringdi ég strax í lögregl- una. — Þú heyrðir sem sagt ekkert eftir að þú fórst að sofa í seinasta skiptið, og hreyfðir ekki við neinu? spurði prófessorinn. — Nei, ég var dauðþreytt- ur. — Hversu lengi? búið í sama herberginu? — O, talsvert lengi. — Hversu lengi. — Ein tvö ár. Eg gleymdi að segja frá því, að fyrir tveim mánuðum missti Henry atvinnuna, og hefur verið í mestu vandræðum síðan. —Humm! Prófessor Fordney hugsaði sig um góða stund. Þú ert að skrökva þessu, London. Eg tek þig fastan, gruna,ðan um morð. Hvers vegna? Lausnina er að finna annars staðar í blaðinu. — Þú hefur líklega ekki gleymt að bursta í þér tennurnar áður en þú fórst að hátta? — Og hafa það svo hugfast, að slá ekki neðan við beltisstað!

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.