Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 2
2 Nt VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTlÐINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Otgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, símar 19150 og 14856. Stórholtsprent h. f. BANN Á BLAÐ KOMMA Fregnir frá Alsír herma, að Ben Bella, forsætis- ráðherra, hafi bannað kommúnistaflokk Alsír og blað hans. Hefur Bella sagt, að ekki sé þörf á nema ein- um flokki í Iandinu, þ. e. Þjóðbyltingarflokknum, flokki hans sjálfs. Þetta er mikið áfall fyrir komma um víða veröld, því Bella hefur verið talinn mjög hlynntur Rússum og þeirra pólitik. Samt birtir Þjóðviljinn þessa frétt án nokkurra athugasemda, enda mmiu blaðamenn hans ekki vera búnir að átta sig á, hvaða línu þeir eigi að fylgja eftir nýafstaðnar flokksstjómarkosningar hér á landi. Við Islendingar eigum við mun erfiðara kommún- istavandamál að glíma en flestar aðrar þjóðir vestur- heims. Hvergi hafa þeir fcngið aðra eins fótfestu og hér, enda hefur ekki staðið á afleiðingunum. Atvinnu- vegir okkar eru lamaðir af starfsemi þeirra, þjóð- lífið eitrað. Ekki hefur okkur þó skort möguleika til að rífa okkur upp úr eymdinni. Hversu ríbur er ekki þáttur kommúnista í niðurrifsstefnunni hér? Eða skyldi ekki vera alvarlega athugandi mál að banna hreinlega starfsemi flokks sem þessa hér, svo og útkomu málgagns þeirra? Væri þetta ekki tilvinn- andi, ef takast mætti að bjarga landinu? Er ekki lieill landsins í lieild meira virði en persónuréttur út- sendara erlendrar kúgunarstefnu? Landráðastarfsemi er alltaf forkastanleg, og komm únistar eru Iandráðamenn í hvaða landi sem þeir starfa, enda er starfsemi þeirra víða bönnuð, m. a. í Bandaríkjunum. Hér hafa kommúnistar hagað sér eins og banda- rískir stórbófar í verkalýðshreyfingunni, og væri það eitt næg ástæða til að tekið væri fyrir kverkar þeirra. Ofbeldi verður ekki svarað nema með ofbeldi. 1 raun sannast það, hvað sem fögrum orðum líður. Hervæðing einnar þjóðar leiðir t. d. af sér hervæð- ingu annarrar þjóðar. En í „vopnlausu" landi er það þjóðinni fyrir öllu, að ribbaldar geti ekki vaðið uppi — sem eru raunar betur vopnaðir en okkur grunar. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir slíkum stað- reyndum. Við erum ekkert lirifnir af svo róttækum aðgerð- um sem bönnum á útgáfu blaða eða starfsemi flokka — jafnvel þótt um erlendan áTóðursflokk sé að ræða og útgáfu málgagns hans — vegna þess að við telj- um þjóðina það þroskaða og menntaða, að til slíkra ráða þurfi ekki að grípa. En ef í nauðirnar rekur, neyðist og verður stjórn þjóðarinnar að gæta að hagsmunum og sjálfstæði hennar með öllum ráðum og brögðum. Og fyrst Þjóðviljinn — þetta málgagn kommún- ismans og rússneskrar heimsveldisstefnu — finnur ekki hvöt hjá sér til að fordæma bann Bella á komm- únistaflokkinn í Alsír og málgagn hans þar, þá væri verulega „intressant“ að vita, hver viðbrögð yrðu, ef íslenzka ríkisstjórnin gerði sambærilegar ráðstafanir. — g ó skemmbisbööuniJm KlNVERSKI MATURINN á Röðli hefur heldur en ekki slegið í gegn, og fer því víðs fjarri, að einn kokkift- hafi get- að annað eftirspurninni um helgar. 1 síðastliðinni viku bættist því annar kínverskur kokkur við í eldhúsið, og inætti því ætla, að allir gætu fengið nægju sína af lostætinu. Við höfum ekki komizt að fram- leiðsluleyndarmálinu, og harla ólíku saman að jafna að lesa um réttina eða bragða á þeim. Pví látum við okkur nægja að benda lesendum okkar á að kynnast þeim sjálfir. Og verði ykkur að góðu. BALDUR KRISTJANSSON hefur fjölgað mönnum í hljóm sveit sinni, og er fjörið ekki hvað minnst í Sjálfstæðishús- inu þessa dagana. I hljómsveit- inni eru nú auk Baldurs þeir Grettir Björnsson, harmóniku- leikari, örn Ármannsson, gítar- leikari, Erwin Köppcl, bassa- leikari og Pétur östlund, trommuleikari. Það fór eins og við spáðum Þéssi gamli, ánægjuiegi skemmti staður við Austurvöll var ekki lengi að vinna upp fyrri vin- sældir, og er nú, a. m. k. um helgar einn fjölsóttasti staður borgarinnar. HAUKUR MORTHENS kynnti fyrir nokkru nýtt lag. sem vakið hefur mikta hrifn- ingu. Hefur hann sungið það í Klúbbnum, enda þótt ekki sé hér um dægurlag að ræða, og uin helgina söng hann það i útvarpið, svo að helzt lítur út fyrir, að hann sé að koma með það á plötu, enda á það það fyllilega skilið. Lagið, sem hér er um að ræða, cr hugljúf og viðfelldin tónsmíð Magnúsar Péturssonar, píanóleikara, við ljóðið gamal- kunna „Vorið er komið.“ Magn- ús er ekki aðeins snjall pianó- leikari, heldur og ágætur laga- smiður. Dægurlög hans hafa nokkur náð miklum vinsældum, og þetta sönglag hans, flytur Haukur af mkitli prýði. Að venju má búast við all- mörgum hljómplötum fyrir jól- in, og eru þær fyrstu komnar á markaðinn. Við höfum þó ekki hcyrt nema eina þeirra, en það er Lagasyrpan, sem þau syngja Alfred Clausen og Sig- rún Ragnars, með hljómsveit Jan Moravek. Islenzkir tónar gáfu plötuna út. Lagavalið er með miklum á- gætum, liljómsveit Jan Mora- vek eins og við mátti búast prýðileg, söngvararnir nokkuð misjafnir. Það er ánægjulegt að heyra Alfred Clausen aftur. Platan lians með öinmuhæn er enn ekki horfin af vinsældalistan- um, og enda þótt hann komi ekki 'lcngur fram opinberlega nema á plötum á liann gletti- lega fjölmennan aðdáendahóp, sem finnst mikið til um söng lians. Hann syngur Hka skemmti tega á þessari plötu. Sigrún Ragnarsdóttir er fræg- ari fyrir fegurð sína en söng þótt hún liafi sungið með hljóm sveitum hér í höfuðborginni. Rödd hennar er látlaus en blæ- fögur, en nýtur sín ekki nema í stöku lagi á þessari plötu. Hún gæti samt náð langt sem dæg- urlagasöngkona, ef hún legði meiri rækt við sönginn. Nokkur lýti er að ruglingi texta í meðförum söngvaranna. Texta, sem almenningur kann rétta, má ekki flytja brenglaða. IVAR ORGLAND Stefán frá Hvítadal Stefán frá Hvítadal kvaddi sér hljóðs sem fullþroska skáld með fyrstu bók sinni, Söngvum förumannsins, árið 1918. Sá frækilegi sigur átti sér þó langan að- draganda. Skáldið hafði víða ratað og mátt þola súrt og sætt. En við andstreymi þroslcaðist ljóðgáfa hans, og til þess tíma bils ævi sinnar sótti Stefán mörg af yrk- isefnum sinum. I riti sínu um Stefán frá Hvitadal kannar Ivar Orgland ævi og ljóðagerð þessa merka höfundar. Hann styðst m. a. við bréf skáldsins, frásagnir hans af eigin högum og umsagnir fólks, sem þekkti Stefán gerst. Orgland segir frá uppvexti hans á Ströndum og í Dalasýsiu.- námi og fyrstu skáldskapartilraunum, æskuástum, félögum og skáldbræðrum og mark- ar ljóðagerð Stefáns stöðu með tilliti til samtimaljóðagerðar. Af mönnum, scm koma mikið við sögu, má nefna Bjarna frá Vogi. séra Kjartan Helgason, Erlend í Unuhúsi, Þórberg Þórðarson, Pál Borgfjörð. Þá segir og margt frá Unuhúsi og mönnunum, sem vöndu þangað komur sínar. Bókin flytur í senn þroskasögu Stefáns sem skálds og manns og mikinn fróðleik um nánasta umhverfi hans og förunauta. Hún er prýdd ailmörgum myndum, og hafa fæstar þeirra áður sézt á prenti. Verð í bandi kr. 240,00. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS, Þórbergur ÞórSarson og Stefán frd Hvitadal. Prófessor Signrónr Nordal tók mtjndina 1923

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.