Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 3
Ní VIKUTlÐINDI 3 Góðar bækur jólagjafa Guðrún frá Lundi: Stýfðar fjaðrir II. Guðrún frá Lundi er eins og öllum er kunnugt meðal vinsælustu og mest lesnu höfunda landsins, og vin- sældir hennar hafa haldizt frá fyrstu bók. Bækur hennar seljast að jafnaði upp fyrir hver jól. Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ: I ljósi minninganna. Prú Sigríður Bjömsdóttir er ein þeirra, sem menn hljóta að hlýða á sér til ánægju. Hún er skarpgáfuð kona, athugul og íhugul, og setur hugsanir sínar fram með aðdáanlegu látleysi. I ljósi minninganna er fögur jólagjöf. Hugrún: Sagan af Snæfríði prinsessu og Gylfa gæsasmala. Ævintýri með myndum. Hugrún á miklum vinsæld- um að fagna bæði hjá lesendum og útvarpshlustendum. Þetta ævintýri hennar verður vinsæl barnabók. Sr. Sigurður Ólafsson: Sigur um síðir. Sjálfsæfisaga. Sr. Sigurður var fæddur að Ytri-Hól í Vestur-Landeyjum 14. ágúst 1883, og er nú nýleja failinn frá. 1 sögunni segir frá bernsku og unglings- árum hans þar eystra, og því ■ hvernig hann brauzt til mennta vestan hafs og varð þar prestur. Hann skýrir einnig frá kynnum sínum af Vestur-íslendingum og merkilegri reynslu sem prestur þeirra langan tíma. * Cyril Scott: Fullnuminn í þýðingu Steinunar Briem. Fullnuminn er bók, sem náð hefur feiknalegum vin- sældum um allan heim. Höfundurinn, hið víðfræga brezka tónskáld og dulfræðingur Cyrii Scott, segir í henni af kynnum sínum af heillandi og ógleymanlegum manni, er hann nefnir Justin Moreward Haig. — Sagan er bæði duiarfull og þó svo spennandi, að allir sem lesa hana, hafa af henni óblandna ánægju. Martinus: Leiðsögn til lífshamingju. Kenningar Martinusar eru lausar við kreddur og þröngsýni. Hann bendir mönnrnn á leið andlegs frelsis. Um Martinus sagði hinn heimsfrægi rithöfundur og dul spekingur dr. Paul Brunton: Það að kynnast honum er sama og að opna honum rúm í hjarta sínu. Hann er lifandi ímynd þeirrar vizku, ósérplægni og kærleika, sem myndar innsta kjamann í kenningu hans. \ Sholem Ascli: Gyðingurinn. Þýðing Magnúsar Jochumssonar. Höfimdur þessarar bókar er heimsfrægur maður. sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Verkið er í þrem ur köflum, og er þetta síðasta bindið — Hin tvö fvrrí eru RÓMVERJINN og LÆRISVEINNINN. — Hver kafli verksins er þó sjálfstæð ævisaga þess, er segir frá. Gyðingurinn lýsir lífi alþýðunnar i Jerúsalem á dögum Krists, og hann er sjónarvottur að lækningum og kraftaverkum meistarans. ÐÝRTÍÐARMÁLIN OG KOSNINGARNAR Það er augljóst, að dýrtíðarmálin og Efnahagsbandalagið verða efst á baugi í þingkosningunum næsta ár. Framsókn- arflokkurinn og málgagn þeirra, Tím- inn, er að búa sig undir harðar atlög- ur að ríkisstjórninni. Er ekki nokkur vafi á þvl að Framsókn telur sig muni vinna á í kosningunum. Spurningin sé aðeins sú hve mikill sá sigur verði. Til að gera hann sem allra stærstan ætlar Framsókn að byrja snemma og vinna vel. Stjórnarflokkarnir hafa séð þetta og búast til að taka á móti. Tek- ið hefur verið stórlán í Bretlandi, sem notað verður I ýmsarí framkvæmdir til uppbyggingar í landinu. Flokkarnir eru ekki sigurvissir. Sjálf- stæðisflokkurinn telur sig tæplega viss- an um nema eitt nýtt þingsæti, og það er augljóst að á Iitlu vetlur um næstu stjóm. HÁTROMP Hver sem hún verður getur hún ekki talizt öfundsverð. Hún verður að halda áfram baráttu núverandi ríkisstjórnar gegn verðbólgunni. Sú barátta hefur verið liörð. Ástandið var slæmt, .þegar viðreisnarstjórnin tók við völdum. Það hefur batnað mikið síðan, en ekki eins mikið og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar •gáfu tilefni til. Því ræður verkfalla- og kröfupólitík stjórnarandstöðunnar. Kauphækkanir þær, sem orðið hafa síðan viðreisnarstjórnin tók við völdum, eru meiri en þjóðarbúið þoldi. Þetta ger- ir stjórnarandstaðan ekki — sízt Fram- póknarflokkurinn — sér fullkomlega ljóst. I þessari staðreynd felast há- tromp þess flokks, þegar til kosning- anna kemur. Enda þótt viðreisnarstjórnin hafi í meginatriðnm gert allt, sem var í vahli einnar ríkisstjómar, eins og á stóð, þá getur liún að einu leyti kennt sér um, ef illa tekst til. Þar er þó ekki um at- riði í stjórnarstefnunni sjálfri að ræða, heklur er það áróðurslegs eðlis. f stað þess að láta fólk liorfast í augu við vand ann, eins og hann hefur veríð á hverj- um tíma, hefur stjórnin og málgögn hennar, í aðra röndina, reynt að breiða yfir hann. LÝÐURINN SEFAÐUR Þegar viðreisnarfrumvarpið var Iagt fram, voru stjórnarflokkamir lengi bún- ir að lýsa hinu alvarlega efnahagsástandi fyrir þjóðinni. Með viðreisnarfrumvarp inu og öðrum skyldum frumvörpum voru lagðar byrðar á landsmenn, byrðar, sem undir flestam kringumstæðum eru óvin- sælar. Stjórnarflokkarnir óttuðust líka þess- ar óvinsældir og leituðust við að sanna fólki, að því væri allar skerðingar bæ+t- ar upp, m. a. var frumvarp um auknar f jölskyldubætur flutt til að sefa lýðinn. Síðan hefur stjórnarpressan ekki leg- ið á liði sínu og lýst árangri viðreisn- arinnar með mörgum og fögmm orð- um. Af þeim hefur að vissu leyti mátt ráða, að liér væri allt að lagast, efna- hagslífið væri því sem næst — ef ekki alveg — komið í fastar skorður, og að velmegun og ríkidæmi þjóðarinnar hefði aldrei verið meira. Þetta hefur ekki verkað nema á einn vek. Fólkinu finnst það eiga auðveldara með að gera kröfur sínar. Eg er til dæm is ekki í nokkrum vafa um að verka- lýðurinn hefur svæft slæma samvizku sína með því að rifja upp fyrir sér „hinn mikla árangur viðreisnarinnar“ eins og hann birtist í málgögnum stjómarinnar. Þess vegna hafa opinber- ir starfsmenn, og háskólamemitaðir menn einnig gerzt djarfari í kröfum sín- um. Það er að vísu vandratað meðalhófið í þessum efnum, þegar það er liaft í huga, að nauðsynlegt hefur reynzt að svara hinum stöðugu árásum stjórnar- andstæðinga á stefnu rlkisstjómarinnar. En það er samt ámælisvert, að stjómin og málgögn hennar skuli ekki hafa geng- ið skemur í lofi sínu um viðreisnina en gert hefur verið. NÆSTA RlKISSTJÓRN I framhaldi af því, sem áður var sagt, um hugsanleg úrslit kosninganna á næsta ári, er rétt að ræða ofurlítið um hugsanlegar afleiðingar þess, að núver- andi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn á Alþingi. Þessar afleiðingar verða auðvitað margvíslegar, en það verður áreiðanlega erfitt um stjómarmyndun ef stjómin missir meirihlutann. Hverjir eiga að mynda stjómina? Framsókn og S jálfstæðisflokkurinn ? Framsókn, Kratar og Sjálfstæðið? Fram- sókn og Kommar? Eða verður það ut- anþingsstjórn? Það heilbrigðasta væri að núverandi stjórnarflokkar ynnu á, þó ekki væri nema vegna þeirrar fordæmingar á verk fallapólitík núverandi stjómarandstöðu. sem slíkur sigur óhjákvæmilega hlyti að vera. Það yrði auk þess ekki til að hreinsa andrúmsloftið I stjórmálum eða skýra línurnar milli flokkanna, ef Framsðkn færi í stjóm með Sjálfstæðismönnum. Til þess þyrftu báðir flokkar að slá mikið af, og einkum Framsóknarflokkurinn. Stjórnarsamstarf upp á annað kemur á- reiðanlega ekki til greina lijá Sjálfstæð- ismönnum. En aðalatriðið er það, að það verði Ijóst eftir kosningarnar, að hvaða rík- isstjórn, sem er verði að lialda áfram baráttunni gegn verðbólgunni og dýrtfð- inni.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.