Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 06.12.1962, Blaðsíða 8
* Eftirlitslaus gleðskapur Kaffisalir opinberra fyrirtækja leigðir út til skemmtanahalds Undanfarin ár hafa stór- fyrirtæki, ekki sízt opinber, gert talsvert af því að útbúa starfsfólki sínu vistlegustu sali til matar- og kaffineyzlu og þykir sjálfsagt, að starfs- fólk komi þar stundum sam- an um helgar, og skemmti sér I eigin hópi. Að hinu hafa þó verið talsverð brögð, að salir þessir séu leigðir út til skcmmtana. Opinberir veitingastaðir hafa mjög fengið að kenna á löggjafarvaldinu, og ströng ustu kröfur til þeirra gerðar í hvivetna, hvað snertir eft- irlit og hreinlæti. Áðurnefnd- ir fyrirtækjasalir virðast hinsvegar með öllu hafa sloppið við allt aðhald, enda þótt þeir séu leigðir út. Af starfsemi þeirra eru engir skattar greiddir, þar er ekk- ert eftirlit, hvorki með gest- um eða hreinlæti. Hér í blaðinu hefur hvað eftir annað verið bent á fá- ránlega áfengislöggjöf og þörf endurbóta á henni. Ó- viða er hún freklegar brot- in en einmitt á þessum stöð- um. Vasapelafylleriið er þarna í algleymingi, — og .í mörgum tilfellum ganga skemmtinefndirnar svo langt að kaupa áfengisbirgðir fyr- irfram og selja síðan á staðn um með lítilli sem engri á- lagningu. Það er vafasamt, að lög- reglustjóra sé kunnugt um, hvað er að eiga sér stað í þessum málum. Nema svo sé komið, að hann hafi lagt hendur í skaut sér og gefizt hreinlega upp við að halda uppi lögum, sem öllum er ljóst að þarf að breyta — EN ENGUM Á AÐ LÍÐAST AÐ BRJÓTA! «>------------------------------® AUGLÝSING til símnotenda í Reykjavík Kópavogi og Hafnarfirði Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru símnotendur í Reykja- vík, Kópavogi og Ilafnarfirði beðnir að senda breytingar við nafna- eða atvinnuskrá, ef einliverjar eru frá því sem er í símaskránni frá 1961, fyrir 15 desember n. k. Breytingar, sem koma eftir þann tíma, má búast við að verði ekki hægt að taka til greina. Breytingar, sem sendar verða, skal auðkenna „símaskrá“. Reykjavík, 3. desember 1962. Bæjarsími Reykjavíkur. Verzl. VERA Hafnarstræti 15 MUNTÐ EFTIR VERZL. VJERU, HAFNARSTRÆTI 15 ÞEGAR ÞIÐ KAUPIÐ JÓLAGJÖF HANDA KONUNNI. Verzl. VERA Hafnarstræti 15 LEIKDÓMARI Tímans, Gunnar Dal, tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni um „Silfurlampa“ leikdómara á þriðjudaginn annan er var. vegna þess að atkvæða- greiðsla á þeim degi „sam- ræmist ekki viðeigandi jóga kerfi“ eins og eitt dagblað- ið orðaði það. Steindór Hjörleifsson hlaut verðlaunin, en Valur Gíslason var mjög nálægt því að vinna, og gat at- kvæði Gunnars ráðið úr- slitum. Þegar Gunnar var spurð- ur, hvom hann hefði kos- Ið, ef því hefði verið að skipta, lyfti hann glasi og sagði: „Eg hefði kosið Kristmann, skál!“ Við seljum ekki söguna dýrari en við keyptum. LENGI liafa bekkirnir í Iðnó verið næstum því eins harðir og bekkirnir í Dóm- kirkjunni, og ieikhúsgestir jafnvel kvartað yfir liarð- særi eftir langar sýningar. En loksins þegar mjúk sæti komu í Iðnó, þá fara þeir þar að sýna leikrit, sem heitir „Hart í bak.“ KRISTMANN er mikið um- töluð persóna, hvar sem menn koma saman. Síðasta sagan af honum er höfð eftir Friðfinni Ólafssyni og er á þá leið, að Kristmann sé farinn að skrifa nýja bók, sem eigi að heita „Vif er eftir þetta víf.“ PRESTUR nokkur á Eng- landi, sem erfitt hefur átt með að fylla kirkju sína, hefur gripið það til bragðs að láta innrétta nætur- klúbb í kjailara kirkjunn- ar, sem er mikið sóttur af safnaðarmeðlimunum. Svona lókal þyrfti að koma upp í Reykjavík, og væri séra Árelíus tilvalinn til að stjórna dansinum. Það mætti kalla dansstað inn Hruna. ; BANDALAG kvenna í R- vík (Aðalbjörg Sigurðar- dóttir?) hefur mælt gegn því að lengja vínveitinga- timann, að ófjárráða ung- lingum sé selt vín og að hið opinbera veiti vín í veizl- um. Auk þess hefur það gert ályktanir um sjoppur. áfengisútsölu — og vilja blessaðar dömumar að þurr A F BLÖÐUM SÖGUNNAR Fjárhirzla sjóræningjanna Það var franski hershöfðinginn Bourmont, sem batt endi á miskunnarlaust stríð Márasjóræningjanna í Miðjarðarhafi. Að morgni þess 5. júlí 1830 var franski fáninn dreginn á hún á bænahúsinu í Algier. Það sem mætti augum sigurvegaranna þennan sögulega sumardag, var svo ótrúlegt, að þeir ætluðu naumast að fást til að trúa því. Hussein pasha var staðráðinn í að verja Algier til síðasta manns, en þegar 100 orrustuskip hófu drepandi skothríð á borgina, gafst hann upp. Hans eigin menn tóku hann höndum. Á móti Frökkunum tók Arabi nokkur, sem rétti þeim gríðarstóra lykla- kippu. Leiðin að fjárhirzlum sjóræningjaríkisins var opin! Herforingjamir fengu ofbirtu í augun; þama vom hrúgur af gull- og silfurmunum víðsvegar að úr heiminum, og mennirnir óðu bókstaflega í peningum Það tók margar vikur að skrásetja auðæfin. Skýrslan. sem send var heim, hljóðaði upp á, að fundizt hefðu 7,200 kíló af gulli og 108.000 kíló af silfri. Vald sjóræningjanna var brotið á bak aftur. Frið- söm verzlunarskip gátu loksins siglt leiðar sinnar. dagur sé vikulega áfram á vínveitingastöðunum. Ekki vantar nú áhuga- málin hjá kvenfélögimum. Það vekur samt athygli, að konurnar eru hættar að skipta sé.r af „sorpritunum" — hafa væntanlega farið að lesa þau — og lesefnið orðið vinsælt. j ÞAÐ mun liggja fyrir bæj- arráði að loka öllum kvöld- sölustöðum klukkan tíu, en leyfa einnig matvöm- verzlmiunum að skiptast á með að hafa opið til þess tíma. Þetta mun vera árang urinn af ósamlyndi kaup- manna út af broti á reglum um kvöldsölur og er það auðvitað almenningur, sem tapar á því. Varan verður þá seld dýrara verði og þjónustan aðeins tO kl. tíu í staðinn fyrir hálf-tólf, sem er afar þægilegur afgreiðslu tími. Vonandi sér hæjarráða að sér og samþykkir ekki til- Iöguna. Hvers vegna breyta Komm- ar ekki nafninu á tímariti sínu og kalla það „Hnefa- réttur“ í staðimi fyrir „Réttur“.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.