Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTlÐINDI 5 1 Ql,l ilecý jó(! GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! ) P. STEFANSSON H.F. QL \i(ecj, jóí! GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! KR. ÞORVALDSSON & CO. Heildverzlun. QL /(ec^ jóí! GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! Utvegsbanki íslands QL ilecý jód GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! ÓLAFUR ÞORSTEINSSON & Co. Skúlag. 26 - Sími 15898 - 23533 QL iíecý jó(! GOTT OG FARSÆLT NÝÁR ! s. Arnason & Co. Hafnarstræti 5. QL i(ecj jó(! GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Q(,i i(ecj jó(! GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! L í D Ó / 3EgÆjg/iSu/l fcdisamaðuA: PISTILL DAGSINS A KOSTNAÐ BORGARBtJA Eins og við var að búast hækka út- gjaldaliðirnir á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1963 frá því sem var á síðasta ári. Þegar að er gáð kemur í ljós að alvarlegur hluti þessara út- gjaldahækkana stafar af launahækkun- um þeim, sem orðið hafa á undanförn- um mánuðum. Latmagreiðslur eru einn allra stærsti liðurinn í fjárhagsáætlun borgarfélags- ins. Tíu og ellefu prósent launahækkan- ir valda þess vegha miklum útgjalda- hækkunum fyrir borgarfélagið. En borg- arfélagið er ekkert annað en borgararn- ir sjálfir, sem verða að gjalda þessara laimahækkana í hækkandi greiðslum til borgarsjóðs. Borgarstjórinn, Geir Hallgrímsson, tel- ur að útgjaldahækkanir borgarsjóðs muni ekki hafa í för með sér hlutfall$- lega hækkandi útsvör. Hinar auknu út- svarstekjur séu aðeins vegna vaxandi krónutekna borgarbúa. Tíminn segir hins vegar að útsvörin muni verða lilut- fallslega hærri en á síðastliðnu ári. KAUPKRÖFUPÓLITÍK Ef það er rétt hjá Tímanum getur blaðið og Framsólíiiarflokkurinn sjálfum sér um kennt; hafa dyggilega stutt kommúnista í kaupkröfupólitík þeirra síðan viðreisnarstjórnin tók við völdum. Tíminn viðurkennir það þó ekki. Þvert á móti telur liann hækkandi útsvör af- Iciðingu stjórnarstefnunnar. Þetta stangast á við þær staðreyndir í málunum, að viðreisnarstjórnin hefur verið mjög andvíg öllum Iaunahækkun- um. Það er því ekki hægt að gera hana beint ábyrga fyrir þeim útgjaldahækk- unum á f járhagsáætlun borgarinnar, sem beint eiga rætur sínar í launahækkun- um undanfarinna mánaða. LAUN OG ÞJÓÐARTEKJUR Nú myndi margur segja, að launa- hækkanirnar hafi aðeins orðið vegna þess, að nauðsynlegt hafi verið að bæta launþegum upp þær „kjaraskerðingar“, sem ríkisstjórnin hafi valdið hjá laun- þegum með stefnu sinni. En þessi rök- semd stenst ekki heldur, þegar það er haft í huga, að aukning þjóðarfram- leiðslunnar var ekki að prósenttölu nærri því eins mikil og launahækkan- irnar. : / Launahækkanir voru um 10—13 pró- sent en aukning þjóðarframleiðslunnar aðeins um 3—5 prósent, en það er talin eðlileg aukning þjóðartekna í þjóðfélagi. sem ekki vill skapa sér verðbólgu vegna framkvæmda sinna, og hafa jafnvægi í ef n ahagsmálum. ■ ■].: ' }/:, V > T ■ ■ : •-■:'■■■ ir VERÐBÓLGAN DAFNAR En stjómarandstaðan hefur séð fyrir því, að verðbólgan fær að dafna, þótt ríkisstjórninni hafi tekizt að koma I veg fyrir verstu hugsanlegar afleiðingar af þeirri skemmdarstarfsemi. Með því að berjast fyrir laimaliækkunum hefur stjórnarandstpðunni tekizt að koma af stað dýrtíðarskriðu, sem liefði getað velt ríkisstjórninni, ef hún hefði verið jafn veik og sjálfri sér sundurþyklí og vinstri stjórnin var. En það á að láta líta svo út, að dýr- tíðin í landinu sé stjórninni að kenna. Timinn Iiamast gegn ríkisstjórninni á þessum grundvelli. Það á að byrja snemma og vinna vel. Ef þessi áróður Framsóknarflokksins tekst, getur farið illa fyrir íslenzku þjóð- arbúi næstu árin. f stað þess að hér skapist jafnvægi í efnahagsmálum get- ur skollið yfir landslýðinn ný verðbólgu- alda, sem fellir hverja ríkisstjómina á fætur annarri. vegna þess að þær fá við ekkert ráðið. UM EITT AÐ VELJA Þeir, seni búnir eru að fá nóg af kaup hækkanapólitíkinni, ættu að skilja það, að þeir verða að leggjast á eitt um að kveða hana niður. Það er eltki liægt með öðru móti en því að veita núverandi stjórnarflolíkum brautargengi í næstu kosningum. Það þarf eltki að tákna að hinir sömu séu fylgjandi stjórnarstefnunni í heild. Aðeins eitt verður gert í einu fyrir þá, sem vilja hvort tveggja feigt — kina kapitalisku stefnu stjórnarflokkanna og Hrunadansfólkið í verkalýðsfélögunum. Eðlilegast er að byrja á dansfólldnu, sem verður að læra sína lexíu, þjóðholl- ustu og ábyrga stjórnmálalega fram- komu, áður en nokkur ríkisstjórn getur óhindrað starfað að endurreisn íslenzkra efnahagsmála, sama hvaða flokkar mynda stjórn. Svo geta þeir, er vilja ríkis stjómina feiga látið það i Ijós, annað hvort í næstu sveitastjómarkosningum eða í þar næstu þingkosningum. BLEKKINGUM MÖTMÆLT Það er svo aftur annað mál, að ekki verður séð að hægt sé að hverfa frá stefnu núverandi ríkisstjórnar, ef ein- hver árangur á að nást í endurreisnar- starfinu, sem talað hefur verið um. Það verða kjósendur hins vegar að gera upp við sig síðar. En Tímanum eða kommúnistum má ekki líðast að hrósa happi yfir vaxandi útgjöldum borgarsjóðs og auknum út- gjöldum borgaranna, vegna síhækkandi launagreiðslna. illllMl'n ItMWUMIiWIIHilflill'IH/illlllBMIUIIIí il'MI 11 i'l 'iilií l J

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.