Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Side 1

Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Side 1
Sr. Gunnar og sannleikurinn Einn sannleikselskandi þjónn hinnar íslenzku kirkju ritar nýlega grein í Þjóðvilj- ann, sem hann kallar: Þeg- ar útvarpið vandar sig. Þessi blessaði guðsmaður er enginn annar en hinn al- ræmdi Bússadindill, sr. Gunn ar Benediktsson í Hvera- gerði. Tilefni skrifanna er í- mynduð hlutdrægni frétta- stofu Ríkisútvarpsins, sem er þó þéttsetin kommúnistum, og virðist klerkurinn vilja kenna lienni um hve hallaði á Rússa í sambandi við Kúbu málið margnefnda. Ákúrur sínar endar hann á þeim orðum, „að við vit- um, að í deilum milli Banda- rikjanna og Rússa erú frétt- ir bæði frá Vesturheimi og feretlandi hlutdrægar og þeim hagrætt með það fyrir augum að þær geti haft sem mest áróðursgildi fyrir vest- rænu samsteypuna“. Heyr á endemi! Þær eru hlutlausar eða hitt þó heldur langlok- urnar úr Radio Moskva eða þá uppsuðan og kjaftavað- allinn í Þjóðviljanum og úr hinum blóðrauða penna sjálfs prestsins! Maður fær klígju af því að lesa ósann- indaflauminn og óþverra- skapinn í þessari grein Gunn ars Benediktssonar, þar sem öllu er snúið upp í áróður fyrir vitskertan kommúnista- lýð, sem á að hafa orðið fyr- ir barðinu á bandariskum gangsterum, Sameinuðu þjóð unum og Fréttastofu útvarps ins. Það má klerkurinn vita, að þótt Rússar breyti dag- lega siniun Lexikonum um gang heimsviðburðanna, þá eru íslenzkir lesendur Þjóð- viljans ekki svo skyni skroppnir, að þeir sjái ekki við óþverranum úr penna hans þegar hann skrifar, „að Sameinuðu þjóðirnar kjósi að ganga braut Chamerlains í Munchen og leyfa árásar- aðilanum að fara sínu fram ..." Sr. Gunnar er væntan- lega ekki búinn að gleyma því. að það var ástsælum vini hans að kenna, múg- morðingjanum Stalin, að Hitl er gat hafið síðustu heims- styrjöld og lagt undir sig nær alla Vestur-Evrópu, og óheilindum beggja að kenna að þeir fóru í hár saman. En þessi postuli heims- kommúnismans þykist boða lesendum Þjóðviljans sann- leikann og heldur áfram með sömu væmni og ófyrirleitni: „Framkoma Bandaríkja- manna í Kóreu-striðinu var fullkomin gangsterháttur .. . að fá Sameinuðu þjóðirnar til þess að samþykkia ger- ræði sitt o. s. frv. “ Hann minnist svo sem ekki á kín- versku kommúnistana og rússnesku vopnin sem komu af stað því blóðbaði. Þá var múgmorðinginn Stalin enn lifandi og stiórnaði úr fiarska upnáhaldsiðju sinni. Og það er ekki furða þótt þessi aðdáandi Stalins sé vondur út í Fréttastofu Út- varpsins fyrir að flytja ræðu bandaríska fulltrúans i Ör- yggisráði Sþ tvisvar en Rúss ans aðeins einu sinni út af Kúbumálinu. Það særir hans sannleikselskandi hjárta. Hann ætti heldur að vera vondur yfir þvi að flutt var ræða Rússans, sem neitaði æ ofan í æ að svara því hvort rússneskar eldflaugastöðvar væru í byggingu á Kúbu. Ali- ir vita nú hvemig þetta æv- intýri endaði. Rússar urðu sér og Gunnari Benedikts- syni til skammar þvi að það kómst upp um glæpinn. Þessum Hveragerðis-klerki væri sæmra nð gefa allan lyga-áróður á bátinn og draga sig í hlé likt og hjálp- armorðinginn Krúsév í Kúbu-málinu. Ef hann veit ekki nákvæmlega núna hvað skeði í því alvarlega máli. þá getur hann les’ð Þióðvilj- ann, þegar hann skrifar ekki i hann sjálfur. Þar er að finna. aldrei þessu vant. sannleika.nn um pjænastarf- semi Rússa á Kúbu Grein Gunnars var nefniieea «krif- uð áður en Rússar viður- kenndu glæpsamlegar fyrir- ætlanir sínar. en var ekki (Framh. á bls. 13) N O R Ð R I: Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn auka fylgið í alþingis- kosningunum KOSNINGAR 1 VOR. Þótt enn sé nokkuð langt til alþing- iskosninga, eða um sex mánuðir, er alltaf dálítið gaman að bollaleggja væntanleg úrslit þeirra. Fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar var slíkt gert í þessum dálkum og ágizkanir fóm ótrú- lega nálægt sannleikanum. Enn sem komið er verður þetta ekki gert af nokkru viti nema í höfuðdrátt- um og þá einkum um það atriði, hvert kjósendur fylkja sér og hvað því veld- ur. Verður þá að leggja til grundvallar efnahags- og launamál almennt og stjórnmálaflokkamir einnig hafðir til yfirvegunar. Fyrst er þá að líta á ástandið í dag og hvaða áhrif það hefur á launastétt- irnar. Gífurleg atvinna gefur laima- manninum ætíð öryggi, sem kemur fram i þvi, að hann kýs að ljá þeim flokki fylgi, sem er við stjórnvölinn. Á móti vegar svo óðaverðbólga og lág laun, en fjörmikil eftirvinna græðir þau sár að nokkm svo Sjálfstæðisflokk- urinn má nokkuð vel við una. Hvera- ig sem á því stendur verður Alþýðu- flokkurinn alltaf útundan þegar rætt er mn stjóramál. rétt eins og hann sé löngu hættur að taka þátt í þeim. ENGAR STÓRBREYTINGAR Stjómarandstaðan, einkum Fram- sóknarflokkurinn, nýtur þess að nokkm hye dýrtíðin og kjaraskerðingin kem- ur illa við almenning. Á þetta þó eink- um við í sveitum landsins, en eitthvað hrafl vinnur Framsókn líka á í bæjum. sem kemur þó mest við Komma og Krata. Framsókn hræðir einnig marga til fylgis við sig út af Efnahagsbanda- laginu en þótt Kommar hamist gegn því líka. tekur enginn mark á þeim fremur en hverju öðm Rússadindli þeirra. Það verða þó engar stórsveiflur i þessum væptanlegu kosningnm. fremur en svo oft áður og má frekast ætla. eins oe ástandið er í dae. að Siálf- stæðisflokkurinn fari mjög sterkur út úr þeim og bæti ef til vill við sig einu þingsæti. Framsókn bætir sennilega við sig tve’mur bingmörinum og verðu^ þessi auknine á kostnað Krata og Komma sem fól.kið flýr. af tvennskon- ar ástæðum: óheilindum Kommúnista og aumingjaskap Alþýðuflokksins. ÓLI RAUÐI Annars er þetta ástand í kjördaema- skipun orðið algjörlega óþolandi. Upp- bótakerfið er og verður alltaf til þess að skapa glundroða, sem venjulega er vatn á myllu Kommúnista og enginn skilur ennþá í Ólafi Thors að semja á sínum tíma við þá um kjördæmabreyt- inguna, sem varð aðeins til þess að fjölga þingmönnum Kommúnista. Aldrei hefur verið jafn gullið tæki- færi til þess að semja um einmennings- kjördæmi, þar sem hreinn meirihluti ræður og uppbótarsætin afnumin. En Ólafur vildi heldur semja við Komm- únista og efla þá, eins og oft áður. Hversvegna hann vildi ekki semja upp á að Kommar og Kratar yrðu þurrkað- ir út af þinginu, skilur enginn ennþá Samt sem áður er ennþá yfirvofandi að Kratar verði algjörlega þurrkaðir út nú í vor, en allar líkur benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ennþá einu sinni að gefa honum 2—3 þúsund at- kvæði í Reykjavík til þess að halda i honum lifinu og halda áfram stjómar- samvinnunni. HÆGRI STEFNAN Það er því talsvert undir Sjálfstæðis- mönnum komið hvemig kosningar fara. Ef þeir hefðu vit á að fækka flokkun- um mundi hægari leiðin til stjómar- skrárbreytingar, sem auðveldaði þing- sköp og framkvæmdavald ríkisstjórn- arinnar, auk þess, sem stefna ber að tve&g.ia flokkakerfinu með öllum ráð- um. Burtséð frá öllum þessum ályktun- um verður það að teljast mikill ávinn- ingur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að efna hagsmálin em honum hliðholl vegna hins gífurlega afla, sem borizt hefur á land undanfarin ár og hefur næstum rétt við hallan á ríkisbúskapnum. Von- andi helzt sróðærið og öruggari fjár- málastefna í hendur, en hún er ennþá laus í reipunum og mætti endurskoð- ast frá gmnni. Hægri stefnan i fjármálum er ekki nógu mikils ráðandi og verður auðvit- að ekkí með samkruliinu við einhvem vinstri flokkanna. en það er þó mesta mildi að ekki skuli hafa farið ver. Það er huggun a* Kratar og Kommar missa fylgi og sjálfsagt að þjarma að þeim. Norðri.

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.