Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 14.12.1962, Blaðsíða 4
NY VIKUTÍÐINDI Heilobrot - Gátur - Leikir ★ SPURNINGAIÍ 1. Hvernig dó Cæsar? 2. Hvaða ítalskur listmúlari, sem uppi var á 15. öld reyndi að smíða flugvél? 3. Hvaða borg er talin hafa fegurstu höfn í heimi? 4. Hver sagði: „Bækur eru eins og spegill. Ef asni lítur í hær er ólíklegt að engill blasi við honum?“ 5. Hvað orsakar náttblindu? GÁTUR 1. Hvað er það sem hefur hausinn niðri í sér, en hal- ann út um munninn? 2. Hvar getur þú setið, en ég alls ekki? 3. Hvers vegna gelur aldrei rignt í tvær nætur sam- fleytt? 4. Hvert fljúga fuglarnir yfir- leitt? 5. Til hvers eru vindlar reykt- ir? 6. Hvaða skegg er harðast? 7. Hvaða mél er það, sem aldrei er etið en oft er nartað í? 8. Sá sem tekur hann, þekkir hann ekki, sá sem slær hann, segir það ekki, sá sem þekkir hann, tekur hahn ekki. Hver er það? 9. Hver er sú, sem hleypur fótalaus, skilst, þótt hún þegi, og sýður, ef henni er hjálpað til þess? 10. Hver etur stál og járn án þess að skemma maga sinn? JÁRN SMEÐUR FER I BÆINN Júlíus járnsmiður, en hann hýr eins og allir vita í einu út- hverfa hæjarins, fór dag nokk- urn i síðastliðinni viku ýmsra erinda til bæjarins. Þegar hann fór að heiman hafði hann að- eins kr. 100,00 í veskinu, en er hann kom heim aftur liafði hann kr. 600,00. Hann hafði keypt sér skó í miðbænum og ýmislegt matar- kyns á grænmetistorginu. Hann hafði einnig farið til augnlækn- is tii rannsóknar. Þótt flestir járnsmiðir fái útborgað á föstu dögum þá fær Júlíus samt sem áður úlhorgað á fimmtudögum, og þá með bankaávísun. Eini bankinn í þessum bæ er aðeins opinn á þriðjudögum, fösludögr urn og laugardögum. Augnlækn- irinn hefur ekki viðtalstima á laugardögum, og aldrei er neitt til sölu á grænmetistórginu á fimmtudögum og föstudögum. IIVAÐA DAG FÓR JÚLlUS JÁRNSMIÐUR TIL BÆJARINS? HJÚSKAPARVANDAMÁL ERNU Erna sagði eitt sinn við vin- konu sína: „Maðurinn sem ég ætla mér að giftast,- á að vcra hávaxinn, ekki ijóshærður, frem ur feitlaginn, útlendur, mcð glcraugu og dálítið haltur.“ Andrés er hávaxinn, dökk- hærður, notar gleraugu, er norskur, en alveg óhaltur. Pétur er ekki lágvaxinn, not- ar glcraugu, lialtrar, cr ekki dökkhærður, cn danskur, en ails ekki feitur. Davíð er ljóshærður, ekki of feitur, ofurlitið lialtur, ekki lág- vaxinn. Hann notar gleraugu og er ábyggilega enskur. Hvernig leysir Erna fram úr þessu vandamáli, ef hún er allt- af ákveðin í að standa við áð- ur tekna ákvörðun? ÞÆGILEGUR GÖNGUTÚR Jnkoh Jnrdnn fnsfpignasali. ferðast með sömu lestinni á hverjuin degi og kemur á braut arstöðina í Stórborg (frá skrif- stofu sinni, sem er þar í ná- grenninu) kl. 5.00. Bílstjóri hans er þá mættur og ekur hon- um þaðan og áleiðis heim, á mínútunni kl. 5,00. Vordag einn fer Jordan ó- venjulega snemma af skrifstof- unni og er kominn á hrautar- stöðina kl. 4,00. Bílstjórinn er þá auðvitað ekki mættur, en Jordan sem liyggst nota góða veðrið og fá sér ærlegan göngu- túr, leggur undir eins (kl. 4.00) af stað hcimleiðis. Þegar hann liefur gengið nokkra stund, mæt ir hann bílstjóra sínmn, sem þá er á leið lil stöðvarinpar eins og vant er á þessum tíma. Jor- dan stekkur inn í bílinn, sem samstundis snýr við og ekur heim á leið. Þegar Jordan kem- ur heim, lítur hann á armbands úrið sitt og sér, að hann er kominn heim til sín 20 mínút- um fyrr en venjulega. Ef við gerum ráð fyrir, að það hafi engan tíina tekið fyrir Jordan að stíga upp i bílinn, né fyrir bílinn að snúa lið, og að billinn hnfi áilt'af gengið með jöfnum hraða í þessum ferðum — hvað tók göngutúr- Jordans þá langan tíma? (Ráðningar á bls. 16) HOPP-BOLTI Þessi skemmtilegi leikur eða keppni gengur þannig fyrir sig, að par (maður og kona) leið- ast og hoppa með bolta milli hnjánna, til dæmis frá dyrum út að glugga. Þau verða að kom ast alla leið án þess að missa boltann og hoppa jafnfætis. Ekki mega þau heldur missa jafnvægið. Gott er að hafa klukku við hendina og taka tim ann, og veita verðlaunin fljót- asta parinu. Konurnar verða auðvitað að lyfta kjólunum örlítið, til að hægt sé að ganga úr skugga um, að boltinn sé á sínum stað. Ef tveim pörum eða fleiri tekst að komast alla leið, verða þau að þreyta kapp að nýju, þangað til aðeins eitt par, sig- urvegararnir, eru eftir. BLINDNI-ÁT Þessi leikur er líka para- keppni. Karli og konu er kom- (Framh. á bls. 13) Sementsverksmiðja Sementssala og afgreiðsla fer fram á Akranesi virka daga kl. 9 f. h. til 5 e. h., nema laugardaga Id. 8—12. — 1 Reykjavík virka daga kl. 8. f. h. til kl. 5 e. h. og til kl. 7 e. h. á föstudögmn, á laugardögum kl. 8 f. h. til kl. 11,20 f. h. Sementsverksmiðja Akranesi - Sementsafgrei ðsla í Rvík við Kalkofnsveg, SÍMI 22203 SlMI 555

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.