Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 1
 TVÖFALT BIAÐ 16 SÍÐUR ALLS I Föstudagínn 21. des. 1962 — 51. tbl. 2. árg. — Verð kr. 5.oo. SkipuB verBi rannsóknarnefnd í máli SorpeyBingastöBvarinnar Hefur Vélsmiðjan Héðinn fengið milljónir króna af almannafé? Fyrir nokkru bentum við á hér í blaðinu, að Vélsmiðj- an Héðinn hefði fengið yfir 3 millj. króna fyrir vélarnar í Sorpeyðingarstöðina — framyfir þá f járhæð, sem til- boð smiðjunnar hljóaði upp á. Þessu hefur ekki verið mótmælt — það hefur ríkt alger þögn um málið í her- búðum stjórnmálaflokk- anna. Við spurðum, hvers vegna verið væri að halda hlífi- skildi yfir þessum verktök- um, fremur en öðrum, sem ekki hafa getað staðið við tilboð sín í ákveðin verk íóg verið látin sæta ábyrgð — eru jafnvel gerð gjaldþrota, ef kostnaðurinn reynist meiri en reiknað var með. Við endurtökum þá spurn- ingu. Og við furðuðum okkur á því, að fulltrúar minnihluta- flokkanna í borgarstjóm skyldu ekki hafa gert svo mikið sem fyrirspurn út af þessu f jármálahneyksli. Við undrumst bað ennþá. Eru þeir kannske slíkir glópar, að mál þetta hafi farið alveg framhjá þeim? Og ef svo er — skyldi þá ekki vera kom- inn tími til að taka það til rækilegrar athugunar. Þótt mál þetta sé orðið býsna gamalt, er það þó enn- (Framh. á bls. 6) Fyrirspurn Þar sem kostnaðurinn við ' Borgarsjúkrahúsið mun nú vera kominn yfir 50 millj. kr., og ó- gerningur að segja, hversu margar milljón- eru eru ennþá ófamar í það, væri fróðlegt að fá upplýst, hvort Bygg- ingaf élagið Brú — aðal- eigandi Þorbjörn í Borg — byggi húsið upp á reikning. ROSTUR UT AF RITDOMI Helgi Sæm má búust við stefnu út af ummælum um „Mínir menn" Helgi Sæinundsson, semldóm í Alþýðublaðið um bók meðal annars gegnir for-1 Stefáns Jónssonar, frétta- mennskustörfum í Mennta- manns, er hann nefnir Mínir málaráði, og hefur með því | menn. Líkti hann bókinni við verið fengið í hendur tals- vert vald tU gildismats á því, hvað launa beri með almanna fé af pródúkti svonefndrai listamanna í landi þessu, mun eiga yfirvofandi máls- höfðun fokreiðs útgefanda út af meintu skítkasti Menntamálaráðsformannsins í flokksblaði sínu um nýút- komna bók. Mun útgefand- inn telja, að Helgi hafi með dólgslegum skrifum sínum verið að hefna harma sinna á bókarhöfundi, er einhvern tíma hafi látið snjallri eft- irhermu í té gamanþætti, þar sem persóna Helga hafi komið við sögu. Má segja, að bókagagn- rýni verði æ sögulegri með hverju árinu, sem líður, og túnaspurzmál hvenær málum Ijúki með mannvígum. Minn- ast menn í því sambandi deil um Jóns Reykvíkings og Kristmanns, sem eru æ greinilegar að færast í Sturl- unguhorf. Málavextir eru þeir, að fyrir nokkru reit Helgi rit- hross, er skyndilega stendur óboðið inni á stofugólfi hjá manni, stykki, heitum. og geri þar öll sán ásamt öðrum féleg- Undraðist almenningur greinina og taldi, að reiði Menntamálaráðsformannsins myndi helzt stafa af því, að Stefán, sem enn hefur ekki fundið náð fyrir augum (Framh. á bls. 6) GleBileg jól! Mesta hátíð ársins, jólahátíðin, fer nu í hönd. Sól- in fer aftur að hæklia á lofti, og vetrarsorta norður- hvelsins linnir smátt og smátt, unz sólin Ijómar á ný næstum allan sólarhringinn. Þannig líða árin með skuggum og birtu í eilífðarskaut. Við fögnum hækkandi sól, jafnframt því sem við höldum hátíðlega fæðingarhátíð Krists, trúarbragða- höfundar okkar. Hinn kærleiksríki og bjarti fagnað- arboðskapur frelsarans er einmitt svo táknrænn fyrir hækkandi sól. Við skulum öll heita því á okkur, að hrista vetrar- myrkrið af okkar innra manni um þessi jól og láta birtu kærleikans fá yfirhöndina í orði og verki. Við skulum muna eftir læim, sem bágt eiga, og gera eitthvað fyrir þá, ef við getum. Við skulum gleðja okkar nánustu eftir föngum — gefa þeim gjafir og sýna þeim aðgát og hlýlegt við- mót. Við skulum líka minnast þess, að jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna — og við skulum láta birtu þeirra speglast í glöðum barnsaugum. — g.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.