Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. TJtgefandi: Geir Gunnarsson. Ritstjóri: Baldur Hólmgeirsson. Auglýsingastjóri: Emilía V. Húnfjörð. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2, símar 19150 og 14856. Stórholtsprent h. f. Slepjúskrif Rússaþræla Eftirfarandi málsgrein er sú eina, sem við höfum tekið eftir að hafi verið feitletruð í leiðara I Þjóð- viljanum um lengri tíma: „Aðeins einn stjómmála- flokkur, Sósíalistaflokkurinn, mótmælti heill og ó- skiptur á öllum stigum undanlátsseminnar fyrir hinni erlendu ásælni og barizt gegn henni ... “ Er þama átt við Gegn-her-(-Iandi. Svona slepju leyfa Þjóðviljamenn sér að bera á borð fyrir okkur aftur og aftur. Halda þeir að við munum ekki eftir afstöðu þeirra í Ungverjalands- málinu? Halda þeir að við efumst um hvaða afstöðu þeir tækju, ef Rússar kæmu hingað með her? Talið þið sem minnst um sjálfstæði íslands og und- anlátssemi við erlenda ásælni, Rússaþrælar! — g. Hvers eiga börnin að gjalda Það er engu líkara en að verið sé að gera sér leik að því að gera bammörgum f jölskyldum sem erfið- ast fyrir á ýmsum sviðum. Skólarnir dreifa kennslustundunum yfir allan dag- inn, svo að erfitt er fyrir bömin að vinna sér inn nokkurn pening í fastri vinnu. Að öðrum kosti væri hægt fyrir stálpuð böm að ráða sig til sendiferða e. þ. u. I. vissan tíma á dag, sem bæði væri hollt fyrir þau sjálf og gæti verið mörgu heimilinu nauðsynleg búbót, enda er orðið geisidýrt að klæða böm nú á dögum, þótt ekki sé annað talið. En síðasta dæmið um okrið á bömum er aðgöngu- miðaverðið á bamaleikritinu Dýrin í Hálsaskógi. Hver aðgöngumiði kostar sem sé 65 krónur. Ef f jögur syst- kini fæm á leiksýninguna, kostaði það heimilið þann- ig 260 krónur, að viðbættum 80 krónum, ef fullorð- inn færi með þeim, auk strætisvagnafargjalda, sem nú hafa nýlega verið hækkuð. Og svo er verið að tala xun að það þurfi að gera eitthvað fyrir æskxma! — g. Skattur fordæmdur Við höfum sannfrétt, að ríkið leggi sama skemmt- aixaskatt á aðgöngumiða að samkomum unglinga á Lido og gert er á dans-skröllin í Þórscafé og Vetrar- garðinxxm. Þá mxm Lido eiimig skyldugt til að borga Iögreglu- þjónum dýra dyragæzlu, þegar þar er opið, engu síður en á hinum ofangreindu stöðum — og er þó ólíku saman að jafna, því í Lido er alls ekkert vín um hönd haft. Með þessu háttalagi mxm nú jafnvel vera útlit fyr- ir, að eigendur Lido verði neyddir til að gefast upp á hinni virðingarverðu tilraun sinni tl að skapa unga fólkinu glæsilegan skemmtistað, þar sem áfengi er forboðið. Það er næstum því glæpsamlegt, að skattleggja slíka viðleitni manna til að gera eitthvað fyrir æsk- xma. Slíkt fordæma allir, sem um þessi mál hugsa a-f alvöru. — g. Morgundagurinn (laugardag- urinn) er síðasti stóri innkaupa dagurinn fyrir jól, og verða verzlanir þá opnar til ldukkan 24. Þá er fjölmenni mikið í bænum og starfandi við kaup- sýsluna, og því fæstir veitinga- staðirnir opnir jjetta kvöld eða sunnudagskvöldið. Aðfangadags- kvöld er Hótel Borg ein opin,' svo og á jóladag, og í flestum ; tilfellum er það ekki fyrr en á 2. í jólum, sem skemmtistað- irnir opna dyr sínar að nýju. Það er einnig eftirtektarvert, að velflestir skemmtistaðirnir hafa ekki opið á gamlárskvöld, þar eð flestir eru í heimboð- um, er þeir fagna nýju ári og kveðja gamalt. Fyrir þá, sem ætla út þetta kvöld er því ráð- legast að panta borð í tíma. HÓTEL BORG Þar skemmtir nú hljómsveit ■ gítarleikarans Jóns Páls og söng konan Elly Vilhjálms. Salir Borgarinnar verða opn- ir alta hátíðisdagana, matur framreiddur sem endranær á aðfangadag og jóladag, og svo verður dansleikur haldinn þar á gamlárskvöld. GLAUMBÆR 1 Næturklúbbnum skemmtir nú liljómsveit Árna Elfar og söngvarinn Berti Möller. Næturkhibburinn og Glaum- bær verða opnir á laugardags- kvöld og sunnudagskvöld, ó-- ráðið er enn með aðfangadag og jóladag. Þar verður fagn- aður á gamlársdag og á nýjárs- dag. Verði opið á aðfangadag og jóladag, er það aðeins á mat- málstímum. KLÚBBURINN I Klúbbnum er dansað á tveim hæðum. 1 efri salnum er Hauk- ur Mortliens og liljómsveit hans, en í þeim neðri, eða Italska salnum, er Neo-tróið og söng- konan Margit Calva. Klúbburinn er lokaður á laug ardagskvöld, aðfangadag og jóladag, og svo a gamlársdag, en nýjársfagnaðurinn er á nýj- ársdag. Viljum við benda lesendum á að kynna sér mat- seðjl Klúbbsins, sem cr á öðr- um stað hér í blaðinu. LIDO Lido hefur nú verið opnað unga fólkinu í höfuðborginni, og þar lieldur Svavar Gests og hin vinsæla hljómsveit hans, auk söngvarans Ragnars Bjarna- sonar, uppi fjörinu. Veitingar þar eru hinar sömu og verið liafa síðan breytingarnar áttu sér stað, og áfengi algerlega bannað. Lido verður ekki opið á laug ardagskvöld, og ekki fyrr en á 2. í jólum. Hins vegar er stað- urinn opinn á gamlárskvöld, og á unga fólkið þar að fá að dansa til klukkan 4 um nótt- ina. Svo er opið þar á nýj- ársdag. NAUST í Nausti leikur Naust-trióið vinsæla, og þar verður að sjálf sögðu lagt hvað mest upp úr matnum yfir hátíðarnar. Naust verður lokað á jóladag og gamlársdag, og aðeins há- degisverður framreiddur á að- fangadag. Aðra daga verður r~ AUSTURSTRÆTI 14 GÓDAR JÓIAGJAFIR VETRARFRAKKAR ÞÝZKIR og ENSKIR í miklu úrvali. HATTAR . ENSKIR AMERÍSKIR ÞÝZKIR o g ÍTALSKIR HANZKAR TREFLAR SKYRTUR BINDI PEYSUR H E R

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.