Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTlÐINDI -K-K-k-k-k-k-K-K-K-k-K-k-kf**-*-**-***************-**********-*-*-*****-******-*****-*-********** ★ I Tilvalin jólagjöf handa fólki Fullnuminn cftir CVUIL SCOTT, f þýðingu STKI.M .V.XAH S. IIHIKM Heillandi og óvenjuleg bók um meistarann Justin Moreward Haig, djúpvitran og jafnframt bráðskemmtilegan speking, sem hefur þá tómstundaiðju að gefa sig á tal við fólk, er á í erfiðleikum og þarfnast leiðbeininga, og sýna því fram á, að breytt sjónarmið geti oft fært hjartanu frið. „FULLNUMINN" er ein af vinsælustu og víðlesnustu bókum, sem út hafa komið um dulræn efni, og er í henni fjallað um margvísleg vandamál af næmum skilningi og umburðarlyndi. Kenningar meistarans byggjast á vísdómi og skarpri mann- þekkingu, og heilræði hans hafa mörgum lesendum hjálpað. Þciía cr bók íyrir íólk á öllum ahlri, skemmtllcg af- lcstrar, nýstárlcg og göígandi. á öllum aldri Prentsmiðjan LEIFTUR . Höfðatúni 12 * * ¥ •¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ★ X Breiðablik Laugavegi 63 HLÍLEG JÓLAGJÖF Amerískir, franskir og hollenskir kven- kuldaskór. Skóbúðin Laugavegi 38 Sími 13962. Skipuð verði... — (Framh. af bls. 1) þá nýtt, því síðast í fyrra voru greiddar 131 þús. kr. úr borgarsjóði upp í stofn- kostnað Sorpeyðingarstöðv- arinnar. En rétt er að það komi fram, að málið er til komið í tíð fyrrverandi borg arstjóra. Verkinu átti sem sé að vera lokið árið 1956! Vélsmiðjan Héðinn fékk upphaflega að ganga inn í danskt tilboð árið 1955, um útvegun og uppsetningu vél- anna, sem var, eftir því sem við höfum komizt næst, rétt innan við 1 millj. kr. dansk- ar, en þá jafngilti danska krónan 2,36 íslenzkum krón- um. Danska fyrirtækið myndi áreiðanlega hafa stað- ið við sitt tilboð, ef því hefði verið tekið. Hvers vegna er þá þessu innlenda fyrirtæki lilíft? Við spyrjum af því að liér er um að ræða peninga, sem við og þið eigum sameigin- lega — allir borgarar þessa kaupstaðar — og við eigum heimtingu á að fá skýlaus svör við henni. Þarf ein- hverju að leyna? Hér er um milljónir að ræða af almannafé. Þetta er stórmál. Menn fá margra mánaða óskiiorðsbundið fang elsi fyrir að svíkja út 20— 30 þús. kr. Hvað þarf f jár- hæðin að vera stór, sem um er deilt, til þess að ekki þyki ástæða til að um hana sé rætt opinberlega, hvað þá meir? Vitanlega ætti borgar- stjóm að fara í skaðabóta- mál við verktakann. Það átti að ljúka verkinu á tilskyld- um tíma, og sízt af öllu ætti að verðlauna slóðaskap- inn. En hvað sem öðru lýður, þá getur eldd hjá því farið, að mál þetta verði rannsak- að — og hefði auðvitað átt að gera fyrir löngu. Fyrir hönd flestra reyk- vízkrá borgara krefjumst við þess, að öil plögg varð- andi þetta mál vcrði lögð fram og að rannsakað verði frá rótum, hvemig í máiinu Iiggur og hver ber ábyrgð á því. Róstur út af... — (Framh. af bls. 1) Menntamálaráðs, og er því ólaunaður af almannafé, skyldi skjóta hinum launuðu ref fyrir rass og ryðjast í fremstu röð rithöfunda, senda frá sér tvær bækur með tiltölulega stuttu milli- bili og hljóta almennings- hylli. Hefðu margir hinna hæstlaunuðu hjá Mennta- málaráði mátt þakka fyrir slíkar móttökur, og grunaði almenningur hina almáttugu niðurskipendur um að hafa fyllzt gremju; jafnvel uggað um óskeikulleik sinn, þar sem vinsælustu bækurnar ár eftir ár eru skrifaðar af mönnum, sem aldrei hafa komizt á launalista þeirra, en þeir sem hafa setið sem fastast, margir pennalatir og lítt vinsælir. Var augljóst, að við svo búið mátti ekki standa, ann- aðhvort varð að breyta list- anum, og auðvitað niður- skipuninni, eða hakka vin- sældaskriffinnana i sig. Áleit almenningur, að von- um, skrif Helga vera spor í þessa átt, en útgefandi bók- ar Stefáns var ekki á sama máli. Fékk hann birta í dag- blöðunum yfirlýsingu þess efnis, að honum væri kunn- ugt um, að Stefán hefði ekki samið nema suma af gaman- þáttunum, sem Karl Guð- mundsson hefði á uridanförn- um árum flutt um Helga. Mun hann og hafa í hyggju að stefna Helga fyrir skrif- in og meinta rætni, sem ekki mun örgrannt um að varði við meiðyrðalöggjöfina, eins og hún er í dag, — og hefur þá verið rakið upphaf þessa máls. Vér segjum eins og séra Sigvaldi forðmn: — Hum — hum, nú held ég sé mál til komið a,ð biðja guð að hjálpa sér. Framsóknarmenn (Framh. af bls. 8) kosningunum í vor, en það hefur einmitt verið hjartans áhugamál beggja að gera sitt bezta til þess að ganga að Alþýðuflokknum dauðum. Kosningabandalag þessara tveggja sálufélaga getur hæg lega valdið því, að Sjálfstæð- isflokkurinn sjái sér ekki fært að fara í samkeppnina og „speða“ nokkrum þúsund- um atkvæða í Alþýðuflokk- inn af ótta við að þau munu alls ekki nægja til þess að halda lífinu í honum. Það er því ekki ósennilegt að á næstunni mimi verða töluvert af auglýsingum frá samvinnufélögunum og dótt- urfyrirtækjum þeirra í Frjálsri þjóð og fer þá aftur að vænkast hagur Gróu. R MEIMIM Ný merkileg bók er komin á markaSinn. Það er ekki hvers- dagsviðburður að fá í hendurnar bók eftir fremsta þjóðarleið- toga, sem nú er uppi. Bókin „Hugprúdir menrí‘ er skrifuð af John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna. Ilún hefur hlotið Pulitzer verðlaun og selzt í risaupplögum í heimalandi for- setans, einnig hefur hún verið þýdd í flestum menningar- löndum. Þeir munu fáir Islendingar, sem ekki þekkja Jolin F. Kenne- dy af afskiptum hans af heimsmálum. I bókinni birtist alveg ný hlið á þessum vinsæla þjóðarleiðtoga og vafalaust kemur hann mörgum á óvart. Það er ekki nýtt að merkir menn skrifi endurminningar, þegar fer að halla degi og kyrrast um, en hitt er mjög fá- titt, og verður að teljast merkilegt, að takast skuli að skrifa bók, mitt í þeirri önn, sem John F. Kennedy hefur staðið i. Þessi bók hans er í senn fróðleg og skemmtileg og hana getur enginn hugsandi maður látið ólesna. Um jólin lesa allir bók Kennedys Bandaríkjaforseta, hún heitir „HugprúSir menn.“ asrcn............

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.