Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 1
TVOFALT BLAÐ 16 SÍÐUR ALLS lf WD DS Föstudaginn 21. des. 1962 — 51. tbl. 2. árg. — Verð kr. 5.oo. Nýjar bœkur BRÚIN YFIR KWAI-FLJÓTH) Pierre Boulle 184- bls. Prentun í Félagsprent- smiojunni. — Stjörnuútgdfan. Þegar kvikmyndin um Kwai- fljótið kom hingað fyrir nokkr- um árum, hafði hróður hennar horizt langt á undan henni, og menn urðu sannarlega ekki fyr- ir vonbrigðum. Það var djari'- lega teflt fram hrikalegri at- burðarás og af næmleik túlk- aðar tilfinningar og skaphöfn, sem minnisstæð varð áhorfand- anum. Það var ekki fyrst og fremst fyrir snjallan leik af- bragðsleikara, sem myndin var hrífandi, heldur var efnið með slíkum ágætum, að virðingu átti skilið. Það hefur dregizt, að bókin kæíni á markaðinn, en nú er hún á jólamarkaðnum. Margir hafa að vísu fylgzt með henni í Morgunblaðinu á sínum tíma, en engu að síður er mikill feng ur í að fá hana í sérútgáfu, jafn snoturri og raun ber vitni. Þýð ing Sverris Haraldssonar, sem misfellulausí raátti lesa í Morg- unblaðinu, hefði mátt taka til nánari athugunar fyrir útgáf- una. MARGT GERIST Á SÆ 2W bls. PrentuS í Prentverki Akraness h.f. — Ægisútgáfan. Ægisútgáfan hefur undanfar- in ár sent frá sér um hver jól safn sjóferðafrásagna, og hef- ur þar gjarnan borið mest á allskyns svaðilförum og hetju- dáðum í sambandi við sjóinn. Sjóferðasagnabókin í ár inni- heldur 16 slíkar frásagnir, þýdd ar af þeim Óla Hermannssyni, Bárði Jakobssyni og Ragnari Jóhannessyni. 1 heild er bókin heldur vel unnin, frásagnir margbreytileg- ar og spennandi. Þýðingu, a. m. k. á sumum köflunum, hefði þó mátt vanda stórlega mikið bet- ur. Einna mestur fengur er í kaflanum um þýzka orrustu- skipið Scharnhorst, en hann fjallar um endalok þess, vel skrifaður og þýddur. HUGPRUÐIR MENN John F. Kennedy — Teikning- ar eftir Emii Weiss ¦— 167 bls. — Prentsmiojan Ásrún. Bók þessi á erindi til ís- lenzkra lesenda. Þar segir frá ýmsum þeim þingmönnum bandarískum, sem komið hafa við sögu sakir einurðar sinnar og hugprýði, og l>regður upp furðu gömlum svipmyndum úr baráttu á ýmsum tímum vir' skilningsleysi og afturhalds- semi, sem þá hefur rikt og þurfti dirfsku til að rísa upp á móti, og minnir víða á hlið- stæður úr sjálfstæðisbaráttu okk ar sjálfra. Frásagnir þessa vinsæla • for- seta Bandaríkjanna hlutu að vonum prýðismóttökur í heima- landi hans, ' enda afburða vel stílfærðar. Voru honum á sín- um tíma veitt verðskulduð verð laun þar vestrá.. Islenzku þýðinguna hefur Bárður Jakobsson gert, af vand- virkni og alúð. SÖNGUR HAFSINS A. S. Rasmusscn — 224 bls. — Prentud í Prentvcrki Akraness ¦— Ægisútgáfan. Saga skips, sögð af því sjálfu. ForvitniJegt viðfangsefni, er tekizt hefur með slíkum ágæt- um, sem sá einn getur, er ann skipi sínu, unir sér bezt á vagg andi bárum, finnur sjómanns- lífið samgróið öllu þvi bezta i sér. Þetta er fyrst og fremst hug- Ijúf tjáning, sem er unun að lesa. Þýðingin dansar á glettn- um öldum, rís sjaldan hátt, en kemst stundum í anzi djúpa dali — aldrei verður bókin samt leiðinleg, fjarri því. Guðmundur Jakobsson íslenzk aði textann og Egill Bjarnason ljóðin. Hinn síðarnefndi átti að taka betur á, er hann glímd' við Masefield. I FÓTSPOR MEISTARANS H. V. MORTON — 292 bls. — PrenlsmiSjan Ásrún. Þetta eru fróðlegar og skemmti jegar ferðahugleiðingar frá Gyð- ingalandi, Núna um jólin, á fæðingar- hátíð frelsarans, er tilhlýðilegt (Framh. á bls. 10) N O R Ð R I: Verður Framsókn boðið upp á stjórnarsamvinnu? DÝRTlÐIN Sjálfstæðismenn eru farnir að hugsa alvarlega út í þá staðreynd, að Fram- sóknarflokkurinn vinni á í Alþingis- kosningunum í vor. Þetta er því rauna- legra fyrir þá, þar sem þeir bjuggust við að Viðreisnin mundi ganga svo vel að stjómarflokkárnir stórykju fylgið. Þetta fór þó á annan veg í bæjarstjórn arkosningunum og sama sagan endur- tekur sig í vor. Auk þess er fyrirsjáanlegt að dýr- tíðarskrúfan heldur áfram jafnt og þétt, og hún verður ekiki stöðvuð með þessum svokölluðu Viðreisnaráformum. Sem betur fer er atvinna mikil, og al- menningur við sjávarsíðuna getur bætt upp hin geisilágú laun með eftirvinnu, en kröpp kjör bænda eru vatn á myllu Framsóknar', því þeir geta ekki bætt sín laun með aukinni vinnu. Þetta ástand veldur SjMfstæðismönn- um áhyggjum og við þær bætist svo Efnahagsbandalagið, sem Framsóknar- menn eru andvígir, a. m. k. á yfirborð- inu. Það virðist því eiginiega ekki vera nema ein leið í þessu máli og það er að bjóða Framsókn upp á stjórnarsam- vinnu. FRAMSÓKNARMENN Þessi leið hefur verið yfirveguð af nokkrum forustumönnum Sjálfstæðis- flokksins og reynt að leiða getur að hverjir mundu verða ráðherrar Fram- sóknar í samsteypustjórn með Krötum og þeim sjálfum. Hallast menn að þeirri skoðun, að yngri mennirnir séu fráhverfir Eysteini og Sjálfstæðismenn vilji hann ekki svo að hæst ber því nafn Ólafs Jóhannessonar, prófessors og Jóhannesar Elíassonar, bankastjóra. Naumast koma aðrir til greina í þeim flokki, þar sem yngri mennina skortir reynzlu til þess að taka að sér svo ábyrgðarmikið starf, sem ráðherra- embætti krefst. Ólafur og Jóhannes eru góðir og gegnir menn, sem aridstæð- ingar þeirra mundu sætta sig við að .starfa með í ríkisstjórn. Framsóknarflokkurkm á til viðbótar nokkra efnilega menn, t. d. Einar Ág- ústsson og Jón Skaftason, en eins og fyrr getur eru þeir enn ungir og reynzlulausir en verða án efa fremstu menn í sínum flokki áður en mörg ár Hða. KRATAR ÓGLAÐm Alþýðuflokkurinn er einarðlega á móti þessu braffli og hefur látið í það skína að hann vilji ekki eiga neinn þátt í siíkri sambræðslustjórn. En hann á ákaflega óhægt um vik, því hann á líf sitt undir Sjálfstæðisflokknum, sem verður að ljá honum þúsundir atkvæða í næstu kosningum ef Alþýðuflokkur- inn á að halda lífi. Þar að áuki er al- varlegur klofningur innan flokksins og sterkur vilji meirihlutans að reyna að minnka áhrif Guðmundar 1. Guðmunds- sonar. Ef úr sambræðslunni verður, þá hætt ir Guðmundur 1. sem ráðherra og fær í staðinn sendiherraembættið í Osló, en Haraldur Guðmundsson er nú að kom- ast á aJdurstakmörkin og hættir innan eins árs. Með þessari ráðstöfun verða mörg sár grædd innan Alþýðuflokksins og ekki ósennilegt að Áki Jakobsson verði þá tekinn í sátt aftur, en það mun hafa verið fyrir tilstilli Guðmundar að honum var bolað frá framkvæmda- stjórn, Alþýðublaðsins. — Annars er enn fullsnemmt að reikna með Alþýðu- flokknum og vænlegra að bíða vor- kosninganna með bollaleggingarnar. BJARNIVONGÓÐUR Ólafur Thors hefur'lengi ætlað sér að hætta í pólitík og mun nota tæki- færið við slíka sambræðslu og hætta sem forsætisráðherra ef samkomulag næðist en trúlegra þykir að ^Framsókn vilji heldur Gunnar Thoroddsen. En Bjarni er ákveðinn og ákafur og ef hann leggur mikla áherzlu á embættið, lætur Gunnar sennilega í minni pokann og hættir en leggur þeim mun meiri áherzlu á forsetaembættið. Ingólfur Jónsson verður þá ráðherra áfram. Með þessari nýskipan tekst Sjálfstæð ismönnum að tryggja aðild að Efna- hagsbandalaginu, í hvaða mynd sem hún nú verður, en þeir sjá manna gleggst nauðsynina að vera ekki fyrir utan það. DýrtiðarmáJunum verður einnig hægt að bjarga með þvi að gera fleiri flokka ábyrga fyrir þessu vanda- máli þjóðarinnar og skortir aðeins fylfiji og vilja Framsóknar í þeim ernum. Norðri.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.