Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 21.12.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTlÐINDI 15 eitthvað í þeim. Eg heyrði fótatak Raoul uppi á þil- farinu og niður stigann. — Þér gengur erfiðiega að hafa hemii á forvitninni, stýrimaður. Eg snéri mér við, því það var ekki Raoul, sem sagði þetta. Boyle stóð við engann á stiganum, og virtist fylla upp í uppgönguna. Hann glotti við tönn og tók upp hnifinn. Eg greip um jámið, sem ég hafði notað til að stinga töskuna upp. Hann hallaði sér upp að milli- verkinu og horfði á mig. Það vottaði ekki einu sinni fyrir fjandskap í augum hans. Hann þurfti bara að leysa starf af hendi. Eg sveiflaði járninu og mölbraut lampann. Það varð kolniðamyrkt, og ég beið eftir að heyra hann færa sig innar. En þegar hann tók til máls, heyrði ég, að hann stóð enn kyrr á sama stað. — Eina útgönguleiðin er hérna, stýrimaður. Komdu og taktu á móti því, sem þú hefur unnið til. Eg svaraði ekki. Það var ekki viðlit að sjá handa- skil í myrkrinu, og það var heimskulegt að tala, þvi að þá vissi hann, hvar ég var. Einu yfirburð- imir mínir vora, að ég vissi hvar hann stóð — miiii mín og stigans. Ef ég aðeins hefði haft eitthvert kastvopn. Eg gat ekki fórnað járninu í það, því að án þess var engin von fyrir mig. En skammbyssan. Raoul hafði lagt hana aftur í kojuna. Eg reyndi að rifja upp fyrir mér, hvar hún lægi nákvæmlega, og svo færði ég mig hljóðiaust tii og þreifaði eftir dýnunni. Hversu lengi myndi góriilan bíða? Hann vissi, að ég myndi aidrei komast óséður framhjá, og nú beið hann þess eins, að ég færi að barma mér. Eg fann skammbyssuna og tók hana upp með hægri hendi. Eg færði mig aftur á fyrri stað, en ekkert heyrðist ennþá frá Boyle. Hann ætti að vera um fjóra metra frá mér, og ég vonaði bara, að hann væri ekki það sniðugur að fara að krjúpa niður á hnén. Eg stakk skammbyss- unni undir vinstri handlegginn, meðan ég fann smá- pening í vasa mínum og kastaði inn eftir káetunni. Hann hló hæðnislega: — Þú heldur þó ekki, að ég láti blekkjast af svona ? Eg var með skammbyssuna í hægri hendi og kast- aði henni af öllu afli í áttina til hans. Það var engu likara en bein brotnaði, og hann rak upp öskur af sársauka og tryliingi. Hnífurinn datt á gólfið, og hann reikaði að stigannm. Eg réðst á hann með járnið í hendinni. Fyrsta höggið lenti á handriðinu, en ég var heppnari í næstu tilraun. Engu að síður hló hann og greip um fótinn á mér. Það var eitthvað óhugnanlegt við hiátur hans, því að ég heyxði, að það var blóð uppi í honum. Svo kippti hann í, og þegar ég riðaði við, kom hann á eftir. Eg hitti hann aftur með jáminu og reyndi að þreifa mig eftir heppilegri stað til að berja á. Eg fann blóðugt andlit hans með vinstri hendi, og lamdi hvað eftir annað, en loks náði hann taki á úlnliðnum á mér. Þegar hann sneri uppá, missti ég jámið um leið. Nú vorum við báðir vopnlausir, og mér datt í hug, hvað í ósköpunum ég gæti gert með berum hnef- unum, þegar mér hafði ekki gengið betur með jám- stönginni. Harður hnefi hans hitti mig á gagnaug- að, og það var eins og ótal eidtungur læstu sig um heilann. Eg velti mér frá honum og sparkaði í hann. Fyrir einskært kraftaverk losnaði ég frá honum, og við vorum eins og tvö, blind fomaldarskrímsli, sem hnituðum hringi hvort um annað í leðjunni á hafsbotni. Eg vissi ekki, hvar hann var, né heldur hvar ég sjálfur var, því að ég hafði glatað állri áttaskynjun. Eg lá á hnjánum og reyndi að draga andann án þess það heyrðist. Eg lá uppi við koju, en hvora megin í káetunni hún var hafði ég ekki hugmynd um. Eg reyndi að hlusta eftir andardrætti hans, en minn eigin æðasláttur yfirgnæfði allt annað. Hann myndi áreiðanlega reyna að halda sig á milli mín og stigans, en hann vissi áreiðanlega ekki heldur, hvar ég var. Skyndilega datt mér Su2y Patton í hug, og ég trylltist af reiði. Hann hafði áreiðanlega drepið hana. Nú átti ég enga ósk heitari en þá að ná tök- um á honum. Eg mátti þó vita það, að slíkt væri hreinasta firra, vegna þess að ef ég ætti að hafa minnstu möguleika á því að sleppa lifandi frá hon- um, yrði ég að finna stigann, áður en hann næði tökum á mér. Eg gat ekki slegizt við hann, þvi að honum var hægðarleikur að vinna á mér með ber- um hnefunum, eins og hann hafði gert útaf við Frances Celaya. Skyndilega heyrði ég glamra í járnplötu. Þá hlaut hann að vera kominn að skápmun, og hafði rekið skóna í þá. Þá var hann eins langt í burtu frá stig- anum og hann yfirleitt gat komizt. Hljóðið kom frá vinstri, og ég tók að mjakf mér í gagnstæða átt. Eg hafði rétt lagt höndina á handriðið, þegar hann sló mig. Eg féll aftur á bak á tröppurnar, og hann ofan á mig. Hann reyndi að ná tökum utan um hálsinn á mér, en ég hélt honum frá mér með höndum og fótum, og við ultum saman niður á gólf- ið. Við rákumst á stoð, og andartaki síðar féll koja ofan á okkur. Mér tókst að losa mig, og settist klofvega ofan á hann með hendurnar á hálsi hans. Hann reis á fætur án sýnilegs erfiðis, en þegar ég kreisti af öllum kröftum, riðaði hann og féll. 1 þetta skiptið lentum við á skápunum, sem skullu ofan á okkur. Hann sleit sig úr tökum mínum og henti mér frá sér. Eftir heiftarleg kjaftshögg, hentist ég út í horn, og varð alveg ringlaður. Þegar ég reyndi að reisa mig upp, datt ég um skáp og hann náði aftur tökum á mér. Hann lamdi hausnum á mér við, og heljargreipar hans náðu um hálsinn á mér. Eg náði ekki andanum og var að missa meðvitund. Óljóst heyrðist mér vera gengið um uppi á þilfar- inu. Skyndilega vorum við baðaðir ljósinu frá sterk- um luktum, og fjöldi manns kom niður stigann. Bo- yle sleppti mér og spratt á fætur. Eg reis riðandi upp á hnén, og sá hann taka eitthvað upp af gólf- inu. Það var járnstöngin. — Þetta er lögreglan! sagði hranaleg rödd. Hreyf- ið ykkur ekki! Boyle var með jámstöngina í hendinni og gekk á Ijósið. — Slepptu þessu! skipaði röddin. Eg reyndi að reisa mig á fætur, en nú vora allir kraftar þrotnir. Nú vora öll sund lokuð. Frances Celaya var dauð, og nú vora þeir að drepa Boyle, og enginn annar gat sagt sannleikann um það, sem gerzt hafði ... Þrjár skáldsögur eftir frægustu kvenrithöfunda Noröurlanda Mærin gengur á vatninu eftir Eevu Joenpelte — Stórbrotin finnsk skáldsaga. Herra- garðslíf eflir norsku skdldkonuna Anitru — Framhald skáldsögunn- ar „Silkislæðan", sem seldist upp í fyrra. Fríða á Súmötru eftir Helenu Hörlyck — Hrífandi skáldsaga, sem gerist á Austur-Ind- landseyjum. * Tvær nýjar Jack London-bækur: Sonur sólarinnar og Snædrottingin — Hreinræktaðar Jack London sögur, sem gerast í fjarlægu, en heillandi, umhverfi. Eg opnaði augun. Eg lá í sjúkrarúmi í litlu, hvít- máluðu herbergi. Það var bjart af degi. Skammt frá mér sat einkennisklæddur lögregluþjónn, sem hafði hallað stólnum upp að" veggnum. Hann var að lesa í blaði, en leit upp, þegar hann sá, að ég var vaknaður. — Hvað er klukkan, spurði ég. Hann gekk fram að dyrum og talaði við einhvem fyrir utan, en ég heyrði ekki, hvað hann var að segja. Síðan kom hann aftur inn og settist. Eg reyndi að hreyfa handleggi og fætur, og allt virtist vera í lagi með mig, nema hvað ég var talsvert stirður, og mig verkjaði allan. Eg bar höndina upp að hægri kinninni. Þar verkjaði mig líka. Mér varð hugsað til Suzy. Þeir vissu áreiðanlega, hvað orðið hafði um hana, en ég kom mér ekki að því að spyrja. Það var alltaf möguleiki til, að ekk- ert hefði komið fyrir hana, og það var áhættusamt að nefna hana á nafn. Þeir vissu þó alltaf, að ein- hver hlaut að hafa hjálpað mér. — Get ég fengið að hringja? spurði ég. — Nei, svaraði lögregluþjónninn. — Er Boyle dauður? (Framhald’ Barna- og unglingabækur eflir islenzka höfunda: Katla þrettán ára eftir Ragnheiöi Jónsdóttur Skemmtilegir sltóladagar eftir Kára Tryggvason Af hverju er himinninn blár? eftir Sigrúnu Guöjóns- dóttur. Bókaverzlun r Isafoldar

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.