Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 11
höfðu líka vaxið þannig að það var gífur- leg sprenging í skátastarfi á þessum tíma. Við vorum nú með flesta krakka úr Vogahverfinu sem var mjög fjölmennt á þessum ámm, Vogaskóli var einn stærsti skóli landsins. Skólastjórinn þar var á sinum tíma einn af félagsforingjum skáta- félagsins Faxa í Vestmannaeyjum, Helgi Þorláksson. Og sonur hans var í skáta- flokki í minni gömlu sveit. Helgi hafði mikinn áhuga á því að bæta félagslífið í hverfinu svo hann bauð okkur húsnæði í skólanum. Það höfðum við reyndar próf- að áður, ylfingastarfið hafði verið inni í Vogaskóla í nokkuð mörg ár og okkur yar boðin aðstaða í skólanum með sam- þykki fræðslustjórans í Reykjavík, sem Var nú skátahöfðinginn. Við stofnuðum svo Skjöldunga haustið 1969 og tók ég tók auðvitað þátt í því og yarð aðstoðarfélagsforingi. Starfið var mjog öflugt en síðan vorum við óheppin, við töpuðum húsnæðinu, Helgi veiktist °8 hvarf af vettvangi um tíma og eftirmenn hans höfðu ekki áhuga á því að hafa okkur í hús- næði sínu svo okkur var í raun hent út og vomm á götunni í 2 - 3 ár og héldum fundi í heima- húsum. Það varð til þess að áhugi sumra minnkaði og hálf dróttskátasveitin fór í annað skátafélag, sem var nú bara eðli- iegt- Þeim var boðin þar betri aðstaða. Skátafélagið tórði, ég held að þeim hafi tekist að ræna kennslustofu sem var á leiðinni PP að Jaðri og koma henni sfáfafáfójngi vjý vjgSlu skátaheimilis Skátafélagsins Eina. K ui í Sæviðarsund þai sem sóknir til skátafélaga er snar þáttur í starfi skátahöfðingja. skátafélagið bjó í nokkuð mörg og úti á landi, þar sem er mikill kjarni af göntlum skátum í bænum. En það hafði verið mjög blómlegt skátafélag á Akra- nesi í langan tíma. Ætli ég hafi ekki látið þar af embætti 1984. Þá var líka ljóst að ég myndi hverfa úr bænum og til starfa í Reykjavík svo að ég vildi hætta störfum tímanlega og hafði náð í góðan eftir- mann. Maður þarf líka að gæta þess að framhaldið sé rétt. Sagði ekki Baden- Powell einhvers staðar að fyrsta verkefni foringjans sé að finna sér eftirmann. Þú áttirþátt íþví að endurvekja Skáta- skólann að Úlfljótsvatni 1970? Jú, mikið rétt við Grímur Valdimarsson urðum skólastjórar Skátaskólans. Við fengum fimm hópa um sumarið, en fæstir þátttakenda þekktust fyrirfram. Á nokkrum dögum hafði þessi sundur- leiti hópur náð saman og flokkakerfið skilaði sínu. Heim sneri samheldinn hópur sem hafði lært margt. ar, líklega fimm ár. Reykjavíkurborg sinnti ekki miklum stuðningi við skátafélögin á þeim árum, því miður. Hins vegar varð það til þess að fyrsta skátaheimilið sem Skátasam- hand Reykjavíkur reisti, var fyrir skátafé- ia8ið Skjöldunga og var tekið í notkun um 1979. Ég aðstoðaði svolítið við hySSingu skátaheimilisins, þó ég tæki ekki þátt í skátastörfum frá 1973-82. Svo fluttirþú á Akranes? Já, ég hóf aftur afskipti af skátastarfi. Á pessum árum var ég að koma mér fyrir °g hefja ný störf og ég fluttist til Akraness 1977. Skömmu síðar talaði Páll Gíslason skátahöfðingi við mig, og nokkrir gamlir forystumenn skátafélagsins þar og á endanum gafst ég náttúrulega upp fyrir þeim og tók að mér að vera félagsforingi Skátafélags Akraness. Það var mjög gam- an. Það var allt annar heimur og gaman að kynnast hversu mikill munur er á skátafélögunum á Reykjavíkursvæðinu Þessi reynsla af uppeldisgildi skáta- starfsins varð til þess að ég fékk nýja sýn á skátahreyfinguna. Þessa merkilegu hreyfingu sem gefur öllum færi á sjálfs- uppeldi. Skátastarfið er svo margþætt. Fé- lagarnir í skátaflokknum, sem oft á tíðum knýta langvarandi vináttubönd, hin per- sónulega þjálfun og síðast en ekki síst reynslan af stjórnunarstörfum margs- konar. Allt þetta sem hluti af skemmti- legum leik oftar en ekki úti í náttúmnni. Reynslan sumarið 1970 varð til þess að ég fór að horfa á skátahreyfinguna sem miklu nauðsynlegri hlut fyrir ungt fólk og almennt annars konar starf en unnt var að fá í annarri tómstundastarfsemi. Það getur vel verið að það hafi einhverju skipt, að ég lærði svolítið í félagsvísind- um og að reynsla mín úr skátastarfinu varð til þess að ég notaði margar aðferðir úr skátastarfinu í skólanum og sá að þetta raktist allt saman. Fyrst og fremst var gaman að sjá árangur á starfinu sem aðrir vinna, maður þarf ekki á því að halda sjálfur að taka þátt í öllu. Og það þýðir náttúrulega að maður er farinn að sinna stjórnunarstörfum. Ég hafði reyndar fyrst og fremst verið í praktískum verkefnum þar til ég lenti í stjórn Skátasambands Reykjavíkur, og oft hjálpað til við nám- skeiðahald og svoleiðis en maður þarf ekki að fá útrás við að fara á skátamót og þ.h., með sama hætti og sem unglingur. Þú vat'stþá ekki búinn að segja skilið við félagsforingjastarftð? Ég varð félagsforingi Skjöldunga vorið 1985 fyrir orð vinar míns Óla Kristins- sonar. Hann hafði tekið að sér að vera fé- lagsforingi en síðan varð hann að láta af því starfi vegna starfa sinna úti á landi og ég tók að mér að sinna því með ákveðnum forsendum sem gengu allar upp. Það var svo tilviljun að ég lenti í stjóm Skátasambandsins og þá lá það fyrir að skátafélögin vom orðin dálítið á eftir í þróun félagsmála í Reykjavíkur- borg, þar sem þau voru meira og minna húsnæðislaus eða um það bil að missa húsnæði sitt. Verkefni Skátasambandsins, þegar ég kom, voru húsnæðismál fyrst og fremst. Þar fyrir utan var nýbúið að gera þá breytingu á lögum Bandalagsins að skátasamböndum var komið á um allt land og þeim falin fjöldamörg verkefni sem við reyndum þá að koma á, bæði að taka að sér foringjaþjálfun og ýmislegt annað. Kannski var Skátasamband Reykja- víkur það eina sem hafði festu og hefðir, sem réði við þessa laga- breytingu á þeim tíma. Við þurftum í fyrsta lagi að stappa stálinu í skátafélögin sem vom húsnæðis- laus og þau bjuggu öll við þröngan kost. Hins vegar gekk það ágætlega. Þegar litið er til baka þá gekk það í rauninni ágæt- lega að snúa þessari vörn í sókn og á svo sem áratug hefur tekist að koma skátafé- lögunum sæmilega undir þak, bæði á meðan ég sat í stjóminni og ekki síður eftir það, svo að þetta hefur verið nokkuð farsælt og vel tekist til um arftakana í stjórn SSR. Og síðan ferð þú til starfa í stjóm BÍS? Ég var fyrst fulltrúi Skátasambandsins í aðalstjórn BÍS. Það þurfti að tilkynna hver væri fulltrúi skátasambandanna í að- alstjóm, og síðan, vegna lagabreytinga á aðalfundi varð ég meðstjórnandi í stjórn BÍS. Ég var síðan aðstoðarskátahöfðingi næsta ár. Ég sat því tvö ár í stjórninni áður en ég varð skátahöfðingi 1995. Ég var reyndar búinn að vera lengur í aðal- stjórninni, alveg frá 1988. framhald á ncestu stðu Heim- Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.