Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 13
Skátamót í sumar Ylíingamót, ÓlHjótsvatni 13, - 14, júní I fyrra var metþátttaka og búist er við enn fleirum í ár. Mótið er ætlað skátum fæddum ‘87 og ‘88. Mótsgjald er 2.000 kr., (aðstaða, bolur, mótsbók og fl.) Veittur er 20% systkinaafsláttur. Starfs- nienn greiða 1.000 kr. Sveitarforingjar skulu tilkynna þátttöku fyrir lok apríl til BÍS og skal fylgja með 1.000 kr. stað- festingargjald fyrir hvern þátttakanda. Vormót Hraunbúa í Krýsuvík 18- - 21. júní Skátafélagið Hraunbúar heldur sitt Vormót og býður öðrum skátafélög- Um að stunda skátastörf í góðum hópi 1 skemmtilegu umhverfi. Mótsgjald er 3-000 kr. Félög tilkynni þátttöku fyrir 15. maí í síma 565 0900. Landnemamót í Viðey 25. - 28. júní — ÚT í NÓTTINA! Enn blása Landnemar til Landnema- m°ts í Viðey. Dagskráin er spennandi og byggir mest á skátaflokknum sjálf- um; allmennri skátun, tjaldbúðavinnu, varðeldum og fleiru því sem til fellur. Mótssvæðið verður opnað á fimmtu- dagskvöldi kl. 18, en mótið sett kl. 22.30. Allar ferðir verða farnar frá Sundahöfn. Mótsslit verða á sunnudag kl. 14.30 og áætlað að mótsgestir verði komnir í land um kl. 18. Mótsstjóri verður Hrólfur Jónsson. Allir skátar eru boðnir velkomnir, hvaðan sem er af landinu. Ekki er nauðsynlegt að fararstjórar tilkynni fjölda þátttakenda, en æskilegt væri að vita áætlaðan fjölda fyrirfram. Aímælismót Faxa á Heimaey 8. - 12. júlí Skátafélagið Faxi í Vestmannaeyjum fagnar 60 ára afmæli og stendur fyrir öflugu flokkamóti þar sem áhersla er lögð á náttúruna og umhverfið. Ferðast verður um eyjuna og miðstöð verður í Skátastykkinu, nýja útivistarsvæði Faxa. Mótsgjald er 6.500, innifalið fæði og öll dagskrá. Þátttöku skal tilkynna fyrir 1. maí til Skátafélagsins Faxa. Minkamót 17. - 19. júlí Skátafélagið Skjöldungar stendur fyrir félagsmóti þar sem ákveðnum félögum er boðin þátttaka. Mótsstaður er leynd- armál ennþá en reikna má með fjörugu og kröftugu móti í góðum skátastíl. Upplýsingar í símum 568 6802 og 895 2222. Dróttskátamót á Hornströndum 24. - 26. júli (24. - 28. júlf) Dróttskátamótinu sem vera átti í Skorradal er slegið saman við Súrraða ds. dagskrá SST. Eitt skemmtilegasta göngusvæði landsins eru Hornstrandir og er búið að fá frábæra fararstjóra sem eru öllum (skáta) hnútum kunnugir. Gott tækifæri til þess að nota loksins gamla góða áttavitann. ógleymanleg ferð. Takmarkaður fjöldi, skráið ykkur í tíma í síma 551 5484. Miðpunktur "white water rafting" a tsianni ÞAULREYNDIR ERLENDIR 0GINNLENDIR LEIÐSðGUMENN 77- activity toi Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.