Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 22

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 22
Kutumata Saga um hraustan indverskan dreng ^^egar Kulumala varð ellefu ára, gaffaðir bans, Kulu, honum lítið spjót. Spjótið var MMekki neitt leikfang. Enda þóttþað vœri helmingi minna en spjótföður hans, var á 1 því beittur oddur, liðlegt og sterkt skaft. Kulumala gaf spjótinu nafnið „ Tígrabani“, afþví að hann sagði, að einhvern tíma mundiþað drepa Shen, tígrisdýrið, sem allir þorpsbúar óttuðust. En hermennirnir hlógu bara að Kulumala, erþeir heyrðu hann segja þetta, og töldu það hina mestu fjarstœðu, að drengurinn gœti frekar drepið dýrið en þeir. Dag nokkurn var Kulumala að æfa sig í að kasta spjótinu í mark, rétt utan við þorpið. Hann var nýbúinn að hæfa markið mjög vel, þegar hann allt i einu heyrði lágt þrusk bak við sig. Á sama augnabliki og hann heyrði hljóðið, sneri hann sér við, og þarna stóð þá Shen - ekki í tíu skrefa fjarlægð frá honum. Kulumala stóð sem þrumu lostinn. Hann sá, að hann gat ekki náð til spjótsins, áður en Shen næði honum. Hið eina, sem hann gat gert, var að forða sér upp í tré. Og það gerði hann. Á sama augnabliki stökk Shen, - en of seint - , Kulumala var þegar kominn upp í topp trésins. Shen reyndi að klifra upp tréð, en það var of hátt og bral Allar tilraunir misheppnuðust og loks gafst Shen upp og drattaðist af stað í áttina til þorpsins. Varla var tígrisdýrið komið inn í myrkviðinn, þegar Kulumala skaust eins og kólfi væri skotið niður úr trénu, sótti spjót sitt og hrópaði af öllum lífs og sálar- kröftum hættuópið, svo að konurnar í þorpinu gætu forðað sér og börnum sínum inn í kofana Enginn eldri karlmannanna v: heima þeim til varnar. Allir voru á veiðum. Pegar Kulumala hafði fullvissað sig um, að spjótið væri í lagi, læddist hann varlega á eftir tígrisdýrinu. Nú var hið gullna tækifæri komið. Hann skyldi drepa Shen og vinna sjálfur hið mikla þarfa- og frægðarverk. Kulumala hugsaði með sér, að best væri að klifra upp í eitt tréð við þorpsveginn og varpa síðan spjótinu að Shen og drepa dýrið, þegar það kæmi til baka aftur. Það stóð heima. Eins og Kulumala hafði gert ráð fyrir, fór Shen nákvæm- lega sömu leið til baka. Og það var ekki um að villast, Shen var með einhverja byrði í kjaftinum. Og þegar Shen kom nær, sá Kulumala sér til mikillar skelfingar, að þetta var litli bróðir hans. Utan við sig af reiði ætlaði Kulumala að kasta spjótinu í dýrið, en á síðasta augnabliki hætti hann við það. Hann hefði alveg eins getað hitt bróður sinn, þar sem dýrið var með hann í kjaft- inum. Og í stað þess að kasta, stökk Kulumala í einu vettvangi niður úr trénu og hrópaði: „Snúðu við og reyndu að berjast, hug- leysinginn þinn!“ Shen staldraði ögn við og horfði í áttina til Kulumala, en hélt að því búnu áfram hlaupunum. Shen hafði þegar náð sér í allálitlega máltíð. Það var því minni ástæða til þess að berjast að sinni. Þegar Kulum- ala sá, að þetta hafði engan árangur borið, greip hann stein og kastaði honum á eftir dýrinu. Steinninn hæfði. Shen sleppti barninu, sneri við og öskraði af sársauka og reiði. En þetta var einmitt það, sem Kulumala ætlaðist til. Ef hann bara gæti fengið Shen til þess að elta sig, myndi sá litli áreiðan- lega fela sig í skóginum á meðan. Sjálfur gat Kulumala alltaf komist upp í tré. En dýrið var frárra á fæti nú svo að Kulumala gæfist tækifæri til þess að flýja. Shen kom með ofsahraða í áttina til hans, og hnipraði sig saman til stökks. Það var ekki um annað að ræða. Kulumala varð að kasta spjótinu hæfa dýrið. sama augnabliki og Shen stökk, aði Kulumala spjótinu af öllu afli, beygði sig niður um leið til þess að verjast betur högginu. Og hann fékk þungt og mikið högg, sem varpaði honum til jarðar. Um stund lá hann á grúfu og hreyfði hvorki legg eða lið. En hann varð mjög hissa, er dýrið réðist ekki á hann, engar klær rifu hann og enginn skoltur læsti sig um háls hans. Hann leit upp. Um það bil meter frá honum lá tígrisdýrið - steindautt -. Spjótið hafði hæft það í hjarta- stað. Kulumala stökk á fætur og rak upp siguróp. Svo hljóp hann til bróður síns og tók hann upp. Hann var ómeiddur. Með bróður sinn í fanginu hélt Kulumala sigurglaður heim á leið, en „Tígrabana" varð hann að skilja eftir. Spjótið sat fast í skrokk dýrsins. Kulumala tókst ekki að ná því. Um kvöldið var Kulumala tekinn í tölu hermannanna. Ingþór Haraldsson þýddi lauslega úr dönsku. Skátastarf — sjálfstæður lífsstíll!

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.