Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 23

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 23
Skátafélag Islands í Stokkhólmi Árið 1946 stofnuðu nokkrir íslenskir skátar, sem dvöldust við nám í Stokkhólmi, skátafélag sem þeir nefndu ísland. Flokksfor- ingi og formaður var Gunnar Þorsteinsson, áður deildarforingi í Keflavík. Skátarnir heimsóttu oft sænksar skátasveitir og fóru með þeim í útilegur. Hér er mynd af þeim við slíkt tækifæri: Frá vinstri: Hallgrímur Sigurðsson, Gunnar Þorsteinsson, Narfi Þorsteinsson, Ásgeir Sæmundsson og Hjörleifur Sigurðsson. (Úr skátablaðinn, 3■ og 4. tbl. 1947) * Ahugaver& vef föng Oll vefföngin byrja á http://www. Bandalag íslenskra skáta: scout.is Norðurlandaráð: norden.org/f_is/fisindx.htm Sænskir skátar: scout.se Norskir skátar: scout.no Danskir skátar (DDS): dds.dk Alþingi: althingi.is Farfuglaheimili í heiminum: home.concepts.nl/~oprins/yh.html Alþjóðanet skáta: scout.net Landsbjörg: landsbjorg.is Ferðaþjónusta skáta Hfj.: scout.is/tourist/hfj Vinstrihandarkveðjan Þegar Baden-Powell, sem í þá daga Vai' ofursti í breska hernum, kom í aðalþorp Ashanti þjóðflokksins í Afríku arið 1896, tók á móti honum einn höfðingjanna. Hann gekk á móti Baden-Powell ITleð útrétta vinstri hendi, en B-P rétti hægri hendi sína á móti. Þá sagði höfðinginn: „Nei, í mínu landi heilsast hinir hraustustu hinna hraustu með vinstri heni.“ Þannig varð vinstrihandarkveðjan til! Hjallabrekku 2 • Sími 564 1800 yilboðsdagaY f i mrntu cdci^ci! Allar kökur á 200 kr. Allar tertur á 250 kr. Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.