Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 26
Upphaf skátastarfs á Eyrarbakka á rið 1949 birtist í Skátablaðinu grein eftir Ingimar Jóbannesson þar sem hann /\ segir frá upphafi skátastarfs á Eyrarbakka. Hann tekurfram að hann hafi við fátt jL A-annað haft að styðjast en minnið. Hann segir einnigfrá vini sínum Aðalsteini Sigmundssyni, stofnanda skátafélagsins Birkibeina. Ég gerðist kennari á Eyrarbakka haustið 1920. A. S. hafði tekið við stjórn barnaskólans þar árið áður. Enginn æskulýðsfélagsskapur var þá starfandi á Eyrarbakka, en drykkjuskapur nokkur, svo sem víðar átti sér stað um þær mundir. Þáttur Aðalsteins Fyrra stríði var nýlokið og félagslíf í molum. A. S. brann af þrá til að rétta æskulýðnum hjálparhönd í þessum efnum. Honum nægði ekki kennslan ein. Hann þekkti og skildi hver áhrif góður félagsskapur getur veitt æsku- mönnum, því að hann hafði verið virkur þátttakandi í ungmennafélags- skapnum bæði á Akureyri, í sveit sinni, Aðaldal, og kennaraskólanum. Fyrst ungmennafélögin.. Þeim félagsskap unni hann af alhug og fórnaði honum miklu starfi til dauðadags. Það var því engin tilviljun að hann gekkst fyrir stofnun U.M.F. Eyrarbakka vorið 1920, að loknum fyrsta starfsvetri sínum þar. Öll fullnað- arprófsbörnin og allmargir aðrir efnileg- ustu æskumenn þorpsins, alls um 40 manns, gerðust stofnendur þess félags. .. síðan skátarnir En þegar ungmennafélagið var komið á fót, sneri A. Sigm. sér að skátafélags- skapnum. Hann hafði kynnt sér þá hreyfingu nokkuð og orðið hrifinn af henni. Enda þótt hann væri ungur að árum og lítt reyndur kennari, var honum strax Ijóst, hve mikla yfirburði sá félagsskapur hafði yfir ýmis önnur félög, bæði hvað fyrirkomulag snerti og margvísleg tækifæri til starfa, er heill- uðu hug æskumanna og áttu þannig drjúgan þátt í að styðja þá á þroska- brautinni, til manndóms og menningar. Áttum við oft tal saman um þessi efni. Ég var þá ókunnugur skátahreyfing- unni, en vinur minn kenndi mér að skilja og meta gildi hennar. En hann lét sér ekki nægja umtalið eitt. Hann vildi taka virkan þátt í þessari hreyfingu, þótt hann hefði mörgu að sinna fyrir, og húsrými lítið til fundahalda. Þess vegna stofnaði hann, fyrri part vetrar - ég man nú ekki hvaða dag - skátafélagið Birki- beina með átta 13 ára drengjum. Þeir voru þessir: Theódór Gíslason, nú hafn- sögumaður í Reykjavík, Guðmundur Einarsson, nú trésmiður á Eyrarbakka, Guðmundur Sigurðsson, járnsmiður í Reykjavík, Guðmundur Jónsson, bíl- stjóri í Reykjavík, Ingólfur Guðmunds- son, nú bakari, í Reykjavík, Gunnar Jónasson, forstjóri í Reykjavík, Kristinn Sigurðsson, sem dó ungur, og Björn Bl. Guðmundsson, er síðar varð verslunar- maður og er nú dáinn fyrir nokkrum árum. Leikfiiniflokkur Drengir þessir höfðu æft leikfimi saman veturinn áður og sýnt á skóla- skemmtun. Myndin, sem fylgir línum þess, var tekin við það tækifæri. Björn vantar á myndina. A. S. var sjálfur sveitarforingi, en Theódór flokksforingi. Fundarstaður var heimili A. S. á Eyrar- bakka. Drengirnir æfðu kappsamlega skátastörf, leiki og íþróttir, eftir því sem unnt var og ástæður leyfðu. Æfingar þessar fóru ýmist fram úti, eða þá á heimilum drengjanna og heimili A. S. Oft voru farnar lengri og skemmri gönguferðir, einkum um helgar, og úti- leikir æfðir. Þá var líf og fjör á ferðum! Þótti sumum skrítið athæfí! Drengirnir sýndu mikinn áhuga við hið nýja nám sitt og þótti það skemmti- legt. Vandamenn þeirra tóku þessum nýjungum yfirleitt vel og virtust skilja tilgang hins nýja félagsskapar. Ýmsir, er fjær stóðu, litu þó hornauga til starfsemi þessarar og þótti atferli drengjanna all- einkennilegt, þegar þeir voru að hlaupa út um allt í ýmsum leikjum, rekja spor, æfa þolhlaup eða eitthvað þess háttar. Skátastarfsemin var þá lítt þekkt utan Reykjavíkur. í gæslu fyrir kónginn En hafi einhverjum þótt lítið til þessa koma, þá hafa þó þeir hinir sömu lítið stærri augum á Birkibeina, þegar þeir voru kallaðir til aðstoðar við gæslu bæði á Selfossi og í Þrastarskógi, þegar kóngurinn kom vorið 1921. Leikfimiflokkurinn, sem varð fyrsti skátaflokkur á Eyrarbakka: Frá vinstri: Aðalsfeinn Sigmundsson, sveitarforingi, Theódór Gíslason, flokksforingi, Guðmundur Einarsson, Guðmundur Sigurðsson, Guðmundur Jónsson, Ingólfur Guðmundsson, Gunnar Jónosson, Kristinn Sigurðsson og Björn BI. Guðmundsson. Skátastarf — sjálfstæður lífsstíll!

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.