Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 27

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 27
Það var ánægjulegt að fylgjast með í þessu frístundastarfi drengjanna. Ég hafði góða aðstöðu til þess, þar sem ég yar heimilismaður A. S. þennan vetur. Öm vorið tóku drengirnir allir hið nainna skátapróf. Þá var farið að hugsa hl lengri ferðar en áður hafði þekkst í starfi þeirra. Skyldi nú haldið til Reykja- víkur, liggja þar í tjöldum og lært að synda. Var förin undirbúin af kappi, en skugga bar á, því að ekki gátu allir farið. Lágu til þess ýmsar ástæður, at- vinna o.fl. Það voru meiri örðugleikar á ferðalögum þá en nú og skotsilfur fermingardrengja lítið að vöxtum. Fimm drengir tóku þátt í för þessari, auk sveitarforingjans, A. S. Flokkurinn sýndi niikla hugkvæmni í því að komast suður til Reykjavíkur á ódýran hátt. Þeir voru 6, en áttu ekki nema 3 reiðhjól. Svo höfðu þeir þann hátt að að ganga °8 hjóla til skiptis, ákveðna vegalengd. ð-llir lögðu jafnt af stað frá Eyrarbakka. Svo stigu hjólreiðamennirnir af baki, eftir að hafa hjóla 3-4 km, minnir mig, skildu hjólin eftir á fyrirfram ákveðnum Ráðstefna , um Ulfljótsvatn Ráðstefna um Ulfljótsvatn verður haldin í Skátahúsinu við Snorrabraut, 3. hæð, í sal SSR þriðjudaginn 7. maí kl. 18.00 - 22.00. Við byrjum með nokkrum erindum um ýmsa þætti Ulfljótsvatns. Síðan verður léttur kvöldverður og þar á eftir verða umræður. Aætluð fundarlok eru um kl. 22.00. Þeir sem hafa hug á að mæta tilkynni þátttöku sína á skrifstofu BIS eigi síðar en 4. maí fyrir hádegi. ÚlfljótsvatnsráS stað, en héldu áfram gangandi. Síðan komu göngumennirnir, tóku hjólin og komust fljótt fram úr félögum sínum, sem nú voru gangandi, - og svona gekk það koll af kolli alla leið til Reykjavíkur, 70 km. Ekki man ég hvað þeir voru lengi suður, en ég held, að þeir hafi hvergi gist á leiðinni, m.ö.o. farið þessa leið á einum degi. Tjaldað í Reykjavík Þegar til Reykjavíkur kom, tjölduðu þeir við sundlaugarnar og voru þar í 12 daga í reglulegri skátaútilegu. Deginum var varið á þann hátt, sem þá tíðkaðist meðal skáta. í frítímum sínum skoðuðu þeir allt hið markverðasta í höfuðborg- inni. En höfuðtilgangur ferðarinnar var sundnámið. Þeir lærðu allir að fleyta sér á þessum tíma. Voru þetta hinir mestu dýrðardagar í lífi þeirra, sem þeir munu enn minnast með óblandinni ánægju. Og töluvert átak var það á þeim tíma, fyrir fátækan og fámennan flokk, að koma þessu ferðalagi í kring. Var það fyrst og fremst að þakka dugnaði og ágætri forystu sveitarforingjans, ásamt glöggum skilningi og hjálpfýsi vanda- manna drengjanna, sem tóku þátt í för þessari. Ég var svo lánsamur að vera með drengjum þessum einn sunnudag hér í bænum, meðan á útilegunni stóð. Fór- um við þá fram á Seltjarnarnes og út í Gróttuvita. Ég hefi sjaldan verið á ferð með jafnglöðum drengjum og Birki- beinum daginn þann. Mér hlýnar jafnan um hjartarætur, er ég minnist þess ferðalags. Þegar útilegunni lauk, var aftur haldið heim. Eftir það tvístraðist hópurinn. Drengirnir fóru í atvinnu í ýmsar áttir og sumir þeirra fluttu burtu úr þorpinu á næsta ári. Var þá lokið starfsemi þessa fyrsta skátaflokks á Eyrarbakka. En fé- lagið lifði áfram og varð um tíma all- fjölmennt. Voru jafnan innan vébanda þess margir góðir drengir og gegnir, sem nú eru orðnir góðir og gildir borgarar þjóðfélagsins. - En það er önnur saga. Ingimar Jóhannesson. Vinnuhelgar Ertu orðinn 16? Langarþig að koma á Úlfljótsvatn í sumar og leggja þitt af mörkum til aðfegra, laga og aðstoða við uppbyggingu á staðnum? Þá getur þér orðið að ósk þinni. Því að í sumar verður boðið uppá einstaklega skemmtilegar vinnuhelgar þar sem blandað verður saman vinnu og skemmtun. Fyrsta helgin verður 29- - 31- maí og verða unnin létt og skemmtileg undirbúningsstörf fyrir sumarbúðir. Á laugardeginum verður boðið upp á kaffi og með því og síðan grillmáltíð um kvöldið. Að henni lokinni verður léttur varðeldur. Einnig er hægt að hafa veiðistöngina með og renna fyrir miðnætursnarlinu eftir varðeld. Við byrjum á þessari vinnuhelgi en síðan verður önnur vinnuhelgi í sumar en hún verður nánar auglýst síðar. Kæru skátar, tökum nú höndum saman og sköpum skemmtilega hefð fyrir þátttöku okkar við uppbyggingu á Undralandinu okkar við Úlfljótsvatn! P.s. Allar hugmyndir um endurbætur, uppbyggingu og nýtingu staðarins eru vel þegnar. Úlfljótsvatn á póstbox á Snorrabrautinni, en einnig er hægt að senda mér póst í gegnum netið: skatar-ulfljotsv@islandia.is /Cchí2>u m&c r 29. - 91. maí Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.