Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 29

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 29
Hópvinna Skátastarf byggir á starfi skáta- flokksins þar sem engin er þiggjandi heldur eru allir virkir þátttakendur í ákvarðanatöku og öllu starfi flokksins. Þetta fyrirkomulag gefur þátttakendum 1 skátastarfi ómetanlegt veganesti á lífs- leiðinni, kennir þeim að taka ábyrgð á ákvörðunum sínum og afleiðingum af þeim. Hópstarfið í skátaflokknum er einnig góður skóli í lýðræðislegum vinnu- brögðum og veitir þátttakendum reynslu í því að tala fyrir sínu máli, lökstyðja sínar hugmyndir og setja fram °8 fá jákvæða og uppbyggilega gagn- rýni. ■ Landsmót á Ólfljótsvatni 1999 ■ Næsta landsmót fer fram á Úlfljóts- yatni dagana 13. - 20. júlí 1999- Yfir- skrift mótsins er „Leiktu þitt lag“. Pessi yfírskrift hefur tvíþætta merkingu í mótshaldinu og því undirbúningsstarfi sem sett verður fyrir skátaflokka og - sveitir. Fyrst má nefna að mikil áhersla verður lögð á hvers kyns listsköpun s.s. tonlist, myndlist og leiklist svo nokkuð se nefnt. Önnur megináherslan er sú að flraga fram mikilvægi þess að hver og e'nn „leiki sitt lag" í lífinu, hafi sjálf- stæðan vilja og kjark til að standa við þau sjónarmið og skoðanir sem hverj- Urn °g einum finnast skipta máli. Það eru væntingar okkar sem stöndum að undirbúningi að allir þátttakendur fái raunveruleg tækifæri til að „leika sitt *a8“ og fái tækifæri til að sinna fjöl- hreyttuin viðfangsefnum með félögum sínum í skátaflokknum auk þess að fá t°m til að rækta sín eigin áhugamál. "hyggja borgir - við sem höfum tekist á það ábyrgðar- starf að undirbúa þetta mót höfum verið að störfum undanfarin misseri við tuargvíslegan undirbúning enda að jUorgu að hyggja þegar „byggja þarf -,°rg“ sem hýsa á 5.000 mótsgesti. *fluga þarf að aðföngum og útdeilingu ruatvæla á hverjum degi, skolp- og ruslamál þurfa að vera í lagi, svo og vatnslagnir og önnur atriði sem við góngum að sem sjálfsögðum hlutum í °kkar daglega lífi. Þetta er mikið verk. ■kfikil áhersla hefur verið lögð á að gera m°tið eins „umhverfisvænt" úr garði og m°gulegt er og hefur tæknistjórn móts- lns lagt mikla vinnu í að upphugsa leiðir og aðferðir til þess að þessi stóra Samkoma skilji eftir sig sem allra rrtinnst af efnum og umbúðum sem losa þarf annars staðar en í náttúrulegar safngryfjur mótssvæðisins. Kunningi minn sem einbeitti sér að verkfræðinámi að loknu stúdentsprófi spurði mig eitt sinn í þaula út í móts- undirbúning sem þennan og að hans mati var þetta óvinnandi verkefni nema fyrir sérþjálfaðar sveitir stærri herja að reisa mörg þúsund manna borg á skömmum tíma á landssvæði sem væri ekki skipulagt með slíkt fyrir augum og yrði að nokkrum vikunr þannig út- lítandi að þangað hefði ekki nokkur maður sett upp sitt tjald! Vissulega vex það mörgum í augum að smella upp einni borg á skömmum tíma - og skyldi engan undra. En hafa ber hugfast að skátar hafa framkvæmt þessa hluti í níu áratugi og kunna því sitthvað til verka. Banki, pósthús, sím- stöð, verslun, útvarps- og sjónvarps- stöð, veitingastaðir, leiksvæði, barna- gæsla og sjúkrahús hjálparsveita skáta eru aðeins örfá atriði í þeirri þjónustu sem hver einasta borg þarf að hafa fyrir þegna sína - þessi þjónusta verður öll fyrir hendi á næsta landsmóti og meira til. En þetta er aðeins hægt ef fyrir er öflugur mannskapur með reynslu og nýjar hugmyndir og þannig hefur okkur skátum tekist, í sjálfboðaliða- starfi, að byggja borgir! - Undirbúningur íélaga - Eins og sjá má af framangreindu er eitt landsmót ekki alveg hrist fram úr erminni heldur krefst slíkt mótshald mikillar skipulagningar og undir- búnings. Ég hef lítillega rætt um undir- búning skátaflokka og sveita og gefið þér, lesandi góður, örlitla innsýn í þann undirbúning sem stjórnendur mótsins sjálfs hafa með höndum. En einna mikilvægastur er þó góður undirbún- ingur skátafélaganna sjálfra því það eru auðvitað þau sem eru að halda sitt landsmót. Að lokum langar mig því að beina því til allra skátafélaga að þau skipi nú þegar fararstjórnir til að vinna að undirbúningi sinna félaga. Æskilegt er að í slíkri fararstjórn sé a.m.k. einn úr stjórn félagsins, fulltrúi foringja fé- lagsins, fulltrúi foreldra skáta og fulltrúi foreldra ylfinga. Með sarpstilltu átaki getum við full- -orðna ’fólkið látið gott af okkur leiða í þágu öflugs æskulýðsstarfs fyrir börnin okkar - í þágu skátastarfs! 6}nðniMn2n? ''pálsscn, ?ag- sÁiMvsifcri nxsia Aœndsnufts skáta, Uqqut áficvsLn á að skáíaf foaU þcqa? að hcfija iindi?6tíning sinn soc ntétií Hicgi nýtast þcínt scm jákoxð njsjjLí^nn cg éýtmsct ÝC^nsLa. Góðar stundir, Guðmundur Pálsson, dagskrárstjóri Leíktu þítt lag á Landsmót skáta 1999 Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.