Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 33

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 33
talsverðan iðnað en eftir ca 50 kíló- ntetra inn í landið var ekkert nema sykurreyrakrar, hrísgrjónaakrar og ana- nasplöntur og fólk við vinnu við lancl- búnað. Fólkið notaði haka og þarna Voru engar vélar og heldur engin dýr til að létta fólki vinnuna. í þorpinu fund- Um v'ð eina litla sjoppu sem seldi síga- rettur, sápu, olíu, sykur og eitthvað ^eira og eina fyrirtækið var kofi með maískvöm. Þar sátu 7 konur fyrir utan °8 biðu, því það var rafmagnslaust og því auðvitað allt stopp. Skólinn var byggður úr bambus og leir og börnin satLl á gólfinu nokkur saman með eina bók og kennarinn stóð upp við töfluna °g þuldi eitthvað upp og þau endur- t()ku. Skólastjórinn sagði okkur að ein- Ungis 30 prósent af börnunum í þorp- mu færu í skóla, hin væru heima og gættu yngri systkina og bæru vatn eða > nnu á akrinum. Menntun mikilvæg Menntun er á mjög lágu stigi í Mó- sambik og fólk skilur ekki mikilvægi menntunar. Það er mjög fátækt og vill að börnin vinni og hjálpi til á heimil- "Ui. Það eru þó sérstaklega stelpur sem ekki fá að fara í skóla. Fctlk hugsar sem SVo að þær eigi bara eftir að vera heima ()g hugsa um mann og börn og hafi því ekkert með það að gera að læra að k‘sa. Staðreyndin er sú að eitt það "'ikilvægasta til að þróa Þriðjaheims- k'mdin er að mennta konur. Það eru þur sem elda matinn og sjá um hrein- hetið á heimilinu og ef þær eru mennt- aðar vita þær að það þarf að sjóða Vatnið til að drepa bakteríurnar og þvo Ser um hendur eftir klósettferðir. Al- gengustu sjúkdómarnir sem börn deyja Ul eru niðurgangur og malaría sem bægt er að koma í veg fyrir og lækna ef t()lk hefur þekkingu til þess. Ef konur eru menntaðar, kenna þær líka börn- L'num sínum og sjá til að þau fari í skóla. Við tókum viðtal við konu og þegar við spurðum hversu gömul hún XÆri, hikaði hún en fór svo inn og náði 1 nafnskírteinið sitt og sýndi okkur. Hun hafði aldrei farið í skóla en lang- dð' til þess. Maðurinn hennar kunni að esa og þegar ég sagði við hann að hann ætti ac3 kenna henni, hló hann bara. Eftir viku fórum við svo til baka öll aftan á pallbíl og þegar heim kom skrif- uðu nemendurnir skýrslur og hélclu sýningu um það sem þau höfðu lært og séð. Ég er búin að vera hér í hálft ár og hef kert mjög margt. Þetta hefur veric3 erfiður tími, því fólk hugsar allt öðru- vísi en fólk á íslandi og þess vegna gerir það oft allt annað en ég býst við. Ég hef líka þurft að læra nýtt tungumál því hér er töluð portúgalska. Ég gerði mér grein fyrir þegar ég fór að kenna að flestar aðferðirnar og hug- myndirnar sem ég notaði voru teknar úr skátasmiðjunni. Og þær kennsluað- ferðir sem eru kenndar hér eru ná- kvæmlega þær sömu og við notum í skátunum heima. Kenna með söng og leik og passa að allir séu virkir, láta krakkana vinna í hópum, kenna þeirn að taka ábyrgð og nota þá hluti sem þeir hafa. Ég notaði póstaleiki og hreyfileiki þegar ég var að kenna ensku og ég hef aldrei séð neina hlægja eins Skóladrengur í þorplnu sem við heimsóttum. Hann stendur í dyrunum á skólastofunni sinni! mikið í „singing in the rain“ eins og nemendur mína hér. Það kom sér líka vel að hafa stjórnað milljón fundum og kvöldvökum því að tala fyrir framan 50 manns sem maður þekkir ekki, á tungumáli sem maður kann ekki er ekki það auðveldasta í heimi, sérstak- lega ekki þegar maður þarf að tryggja að mark sé tekið á manni og að á mann sé hlustað. Skáti er nýtinn „Skáti er nýtinn“ er kjörorðið mitt hérna því hér er engu hent sem ekki er hægt að nota í eitthvað annað. Þegar við tæmum clósir og fernur í eldhúsinu fara þær í kennslugagnaherbergið. Þangað sækja nemendurnir efni þegar þeir eru að búa til kennsluefni og leik- föng. Hér er ekki hægt að kaupa neitt, í mesta lagi bækur, blýanta og strok- leður. Um daginn fór ég í skólann hér í þorpinu og mætti á leiðinni krökkum sem voru að slá grasflöt. Þegar ég spurði hvað þau væru að gera, sögðu þau að þau ætluðu að fara að spila fót- bolta en gallinn væri sá að þau ættu engan bolta. „Hvernig ætlið þið þá að spila?“ spurði ég. Þau sögðu að þau væru búin að búa sér til bolta með því að vefja saman plastpokum og binda utan um. Ég hef líka séð krakka leika sér með bíla sem þau hafa búið til úr kókclollum og vír. F.g hugsa oft um allt sem við höfum á íslandi en kunnum ekki að meta, finnst bara sjálfsagt að fá: bakpoka, svefnpoka eða gönguskó í jólagjöf eða kaupa nammi fyrir 1000 krónur. Hérna hefur fólk rétt efni á að kaupa mat og föt. F.inu sinni var ég að æfa leikrit með nemendum mínum og segi við einn leikarann: „Þú ert að leika fátækan strák, þú verður að vera skít- ugur.“ Þá sagði hann: „F.n kennari, ég get ekki skitið út fötin mín, því ég á ekki sápu til að þvo þau.“ Þú getur hjálpað til Nú ætla ég að láta þetta duga, en ætla að láta fylgja með reikningsnúmer í Landsbankanum (nr. 168) í Neskaup- stað ef þið viljið gefa peninga eða safna þeim og þeir verða síðan sendir hingað. Ég ætla svo að nota þá til að kaupa skólabækur, töflur, krítar, skrif- föng og íþróttadót fyrir barnaskólann í þorpinu. Reikningurinn heitir: „Mennt- un í Mósambik“ og er númer 63131- Þið getið líka sent pakka, t.d. með skóla- dóti, myndabókum, spilum, púsluspil- um eða leikföngum. Þið getið líka látið fylgja bréf með og óskað eftir penna- vinum. Best er að skrifa á ensku eða portúgölsku. Heimilisfangið er: Dina Bak ADPP - Escola de professores dofuturo. cxl. 485 Beira Mozambique Afrika Bestu skátakveðjur frá Afríku, Margrét Einarsdóttir, Nesbúi Netfang: epfnha@lamego.uem.m2 Fax: Margrét Einarsdóttir DNS 258 335 3154 Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.