Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 36

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 36
Táknmálið Táknmál heyrnarlausra og heyrnardaufra íslandi eru nokkrir tugir heymarlausra, sem lœra táknmál sem sitt fyrsta mál og miklu fleiri eru heyrnardaufir sem heyra einungis með aðstoð heyrnartækja. Heilbrigt barn lærir að tala með því að hlusta á fjölskyldu sína og aðra tala og líkir svo eftir þeim. Heyrnarlausir og heyrnardaufir hafa ekki þessa möguleika á að þróa venjulegt mál. Barn sem hefur heyrt eðlilega fyrstu ár sín, á meiri möguleika á að læra að tala skiljanlega, heldur en barn sem er fætt heyrnarlaust eða heyrn- ardauft. Varalestur er mjög erfiður. Reynið sjálf: Talið saman í gegnum glugga. Það er líka erfitt fyrir heyrnarlausa og heyrnardaufa! Samand við heyrnarlausa og heyrnardaufa Talið greinilega og beint, haldið augnsambandi. Munið að láta ljósið falla á andlit ykkar. Notið svipbrigði, venjulegt látbragð og bendingar. p)ciia cý aiii afo hícýíju scm þið gciið ^vscðsi I4M c ^kátaóanðéckinní. /tU þá cíniak? Flöggum á fögrum degi F ánábamr MY neimill EXB fanann í öndvegi Öllum er heimilt að nota íslenska fánann, enda sé farið að lögum og reglum sem um hann gilda. Æskilegt er að almenningur dragi fána að hún á fánadögum. Fánann má nota við öll tækifæri, jafnt sem tengjast einkalífi sem önnur eða á sorgarstundum, þá dreginn í hálfa stöng. Fánadagar: Fæðingardagur forseta Islands (14. maí) Nýársdagur Föstudagurinn langi Páskadagur Sumardagurinn fyrsti 1. maí Hvítasunnudagur Sjómannadagurinn 1 7. júní 1. desember Jóladagur Alla fyrrgreinda daga skal draga fána að hún, nema föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. Fánatími Fána skal ekki draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og skal hann að jafnaði ekki vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis. Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn, má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis. Skátastarf — sjálfstæður lífsstíll!

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.