Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 39

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 39
Minnisvarði um landnám skáta að Ulfljótsvatni I'* tilefni 90 ára afmœlis Jónasar B. Jónssonar og honum til heiðurs hefur skáta- hreyfingin á íslandi ákveðið að hafa frumkvœði að því að reistur verði á Úlfljótsvatni minnisvarði um landnám skáta á staðnum. Eins ogþeir vita sem tilþekkja hefur uPpbygging skátastarfs og útilífsmiðstöðvar á Úlfljótsvatni ávallt verið Jónasi B. sérstak- úga hugleikin enda var hann íforsvari þar í áratugi. Hér að neðan má sjá teikningu af fyr- 11 huguðum minnisvarða sem Vignir Jó- hannsson myndlistarmaður og skáti hefur hannað og mun annast uppsetn- lngu á. Minnisvarðinn verður staðsettur 1 Lundi Jónasar B. og verður hann af- hjúpaður við hátíðlega athöfn á Úlf- Ijótsvatni 16. ágúst n.k. kl. 18:00. Afmælissjóður Jónasar B. Jónssonar A 85 ára afmæli Jónasar stofnuðu skátar sérstakan sjóð er hlaut nafnið: Afmælissjóður Jónasar B. Jónssonar Vegna Úlfljótsvatns. Margir urðu þá til Pess að senda Jónasi B. afmæliskveðju með framlagi í sjóðinn sem síðan hefur verið notaður til að gera lundinn sem við hann er kenndur. Því starfi verður haldið áfram með það fyrir augum að gera svæðið eins eftirsóknarvert til úti- lífs og kostur er. Skátahreyfingin heitir á alla sem vilja styrkja þetta málefni og jafnframt heiðra Jónas B. í tilefni af 90 ára afmæli hans, að gera svo með smávægilegu framlagi í sjóðinn. Nöfn þeirra sem leggja sjóðnum lið í þessu sambandi verða rituð á sérstakt skinn sem fund- inn verður staður í húsnæði skáta á Úlf- ljótsvatni. Viltu vera með? Þeir sem vilja efla þetta framtak skáta á Úlfljótsvatni geta gert svo með því að leggja framlag sitt inn á bankareikning sjóðsins (látið nafn gefanda koma fram á seðlinum). Einnig er hægt að hringja á skrifstofu BÍS í sími 562 1390 og fá menn þá senda gíróseðla til að greiða framlag sitt í sjóðinn - greiða má með kreditkorti. Banki: Islandsbanki Eigandi: Ulfljótsvatnsráð Heimili: Snorrabraut 60 Kt.: 420278-0209 Númer: 517-26-201955 105 Reykjavík Þú ræður upphæðinni! Láttu nafn gefenda koma fram á seðlinum. rX rir stórir steinar mynda minnisvarðann. Steinarnir verða fluttir í Lund Jónasar B., þar sem fyrsta útilega skáta var haldin 1941. Steinarnir vJýa settir niður í steypu svo þeir haldist stöðugir. Á fyrsta steininum verður stór skátalilja sandblásin í steininn og rönd af höndum í otakveðju úr bronsi. Á miðsteininum verður stór smári, sandblásinn og skátaheitið og lögin skráð með bronsstöfum. Á þriðja steininum Verður lilja, sandblásin, nafn Jónasar B. Jónssonar og nöfn þeirra skáta er þarna námu land árið 1941. Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.