Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Síða 6

Skátablaðið - 01.10.1998, Síða 6
Er hún að Á Skátaþingi á Úlfljótsvatni í september sl. kom fram hugmynd um að stofna „hálfdrættinga- sveit" til að sporna við brottfalli skáta á síðari hluta skátatíma- bilsins, þ.e. 13-14 ára. Það er til marks um það, að okkar ungu for- ingjar eru meðvitaðir um vand- ann7 að þeir koma með slíka hug- mynd. Margt í þeirra hugleiðing- um er hárrétt, en ég verð þó að ætla að reynsluleysi þeirra sjálfra skyggi á rétta lausn málsins. Fyrir um átta árum síðan gerði undir- ritaður könnun innan Skátasambands Reykjaness á því hversu oft sveitarfundir væru haldnir og í hverju þeir væru fólgnir. Útkoman var hörmuleg. Sumar sveitir voru alls ekki með sveitarfimdi, aðrar voru með „tilkynningarfundi" en sem betur fer var skátaævintýrið enn við lýði í sumum sveitum. I ffamhaldi af þessu gerði starfsráð BIS mikla skoðanakönnum, þar sem m.a. var spurt um sveitarstarfið. Niður- staðan þar var á sömu lund! Skilaboðum þessum var komið til foringjaþjálfunar- ráðs og Gilwell-skólans auk þess sem starfsráð hleypti af stokkunum þema- deyja út? dagskrá undir nafninu „Skátastarf — sjálfstæður lífsstíll", sem átti að efla sveitarstarfið. I dag virðist mér að okkur hafi lítið orðið ágengt. Við eigum fjöldann allan af vel menntuðum foringjum, þátttaka á Gilwell hefur aldrei verið sem nú og uppgangur er í skátastarfi. En sveitar- starfið er enn víða í molum. Hvað ef þd tíl ráða? Á málþingi í tengslum við aðalfund BÍS, í Hafnarfirði árið 1991, viðraði undirritaður þá hugmynd að eldri skátar sem sjálfir upplifðu gott sveitarstarf stigu úr stjórnum skátafélaganna og gerðust sveitarforingjar tímabundið og tækju með sér unga foringja til þjálfunar. Dæmi var um að orðið hafi verið við þessari áskorun og vist er að þar upp- hófst mjög öflugt sveitarstarf. Áhugi ungu foringjanna var eitthvað minni en eftir liggja nokkur góð ár og dagskrár og hugmyndir á blaði, næstu foringjum til gagns. Ég vil ítreka þessa hugmynd og hvetja gamla jálka til að fmna sér upp- rennandi foringjaefni og aðstoða þá við sveitarstarfið. En hveþni’9 em góðir sveit^rfundiH Það er ekkert eitt svar við því en þó má segja að sveitarfundir þar sem ævin- týri með ffæðslu í leik er i fyrirrúmi séu góðir sveitarfundir. Aðferðirnar eru fjöl- Ert þu buin(n) að fá þer skatahatt? a.ioo te- Bandalag íslenskra skóta * Snorrabraut 60, Reykjavík • sími 562 1390 • bis@scout.is _______:________________' ___________ ______________________________________________________ — sjiUþtatður lípstítl!

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.