Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 9
mótinu. Það var m.a. farið í skylmingar, veiðiferðir, búnir til flekar og farið niður ána á þeim, farið í bogfimi og margt fleira. A kvöldin voru svo haldnar skemmtanir í „Krossinum“ en „Kross- inn“ var risastórt tjald sem var tjaldað í kross. Þar var öll þjónusta fyrir mót- svæðið svo sem sjoppa, banki, verslun og pósthús. heita sturtu og hrein föt. En ævintýrin gerast ekki nema eitthvað skemmtilegt sé á seiði og það fengum við að reyna í þessari ævintýra ferð okkar til Skotlands í sumar. Efti> mótíð Eftir mótið fóru allir í heimagistingu í sína hvora áttina m.a. til Glasgow og nágrenni Edinborgar. í heimagisting- unni skemmtu allir sér vel og fengu að njóta velvildar gestgjafa okkar. Ýmislegt var gert þar til skemmtunar skoðaðir kastalar, farið í sund, í ferðir um bæinn, bíóferðir og margt fl. Hópurinn hittist svo aftur í skátaheimilinu og voru það miklir fagnaðarfúndir. Við gistum þar tvær síðustu nætur ferðarinnar. Fyrri daginn í skátaheimilinu fórum við í verslunarferð í miðbæ Glasgow. Allir fóru þar hver í sína áttina, en við hitt- umst síðan um kvöldið. Síðasta daginn fórum við í tívolí. Farastjórarnir voru ekki sérlega ánægðir yfir því uppátæki okkar að fara í tívolíið. Skot^pílsín Þegar á mótið var komið tóku Skotar a moti okkur í sínum skotapilsum og kynntu fyrir okkur mótsvæðið. Ekki leyst okkur á þegar við sáum hreinlætis- 'iöstöðuna og fengu margir vægt áfall. ^ennan dag var mikil rigning eins og alla aðra daga meðan á mótinu stóð, enda varð mótsvæðið að einum forar- Pytti. Daginn sem við mættum á mótið v°ru Skotarnir búnir að setja allt upp og elda matinn fyrir okkur og við máttum ekkert aðhafast þennan fyrsta dag móts- ms- Fyrsta daginn voru samskiptin okk- ar við aðra skáta á mótinu heldur stirð, en um kvöldið var haldinn kynningar- leikur og kvöldvaka og þar var mótið sett með varðeldi. Fað tóku f8 þjóðirþátt í mótinu, firá vföltu, Japan, Bandaríkjunum, Dan- mörku, Noregi, Rússlandi, Kanada, Þý- skalandi, Lúxemþorg, Austurríki, p _exíkó, írlandi, Hong Kong, Gibraltar, éllandi, Tælandi, og Hollandi. Þessum °ndum var skipt niður á torg og á h'rgunum voru svokaflaðir „uncle“ sem Sau um okkur sem dvöldum á hverju torgi. Strax næsta morgun hófst dagská mótsins og eftir það gat engum leiðst á Víð kynntum ísland Þegar leið á mótið fóru samskipti okk- ar við skáta ffá öðrum löndum batnandi og gengu samskiptin mjög vel og nokkr- ir voru komnir í náin sambönd Við kynntumst krökkum ffá ýmsum löndum m.a. frá Möltu (Mars), Gíbraltar, Irlandi, Þýskalandi, Florida að ógleymdum gestgjöfum okkar Skotum. Þessi kynni urðu eftirminnileg, gerðust á ýmsum stöðum og oft of nálægt „uncleunum" sem voru farnir að hóta því að senda okkur heim. A miðju mótstímabilinu var haldinn kynningardagur. Þá fengu allir lítið svæði til að kynna sín lönd. Ýmsar þjóðir voru með mat til kynningar og vorum við Islendingar þar á meðal. Þá sýndu margir áhugaverða hluti frá löndum sínum. Þegar leið að mótslokum vorum við orðin drullug upp fyrir haus, kvefuð og margir farnir að hlakka til að komast í Það tók okkur 4 tíma að ferðast fram og til baka og við gátum aðeins verið 2 tíma í tívolíinu. Um kvöldið héldu skosku skátarnir fyrir okkur kvöldvöku og diskó. Þann 10. ágúst lögðum við af stað heim en hefðum helst viljað dvelja lengur hjá skoskum vinum okkar. Við vorum sammála um það að þetta hafi verið frábær ferð í alla staði og hlökkum við til að hitta erlenda skáta á næsta landsmóti. Gísli Orn Bragason, Kópum Hlín Arnadóttir, Kópum Heiðdís Þóra Snorradóttir, Kópum. 5'k.iíttkbUtáið —j'tjrír elcffvressnn m’k.ulijð

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.