Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 10
IJy sögu skátg- hfeyfÍngaHnngf 9. þáttur — Sögubrot um Gilwell Skátahreyfingin er alþjóð- leg hreyfing. Hve oft hefur þú ekki heyrt þetta, og stundum hljómar það dálítið klisjukennt, en það er nú jafnsatt fyrir því. Skáta- hreyfingin á íslandi er hluti af alþjóðlegum félagsskap sem tekur til um 30 milljóna starfandi skáta. En hvernig kemur þetta við störf íslenskra skáta og við- fangsefni? Segja má að það sé aðild að alþjóða- samtökum skáta WOSM og WAGGGS sem tryggir að skátahreyfingin fjalli um þau grundvallaratriði sem Baden-Powell setti fram í upphafi og að tillit sé tekið til ákveðinna samþykkta alþjóðasamtak- anna þegar helstu mál skátahreyfingar- innar á hverjum tíma eru tekin til um- fjöllunar. Áður fyrr voru mun strangari reglur í gildi um það hvaða viðfangsefni skátar fengust við, innihald skátadag- skrárinnar, sem þá kallaðist skátaprófm, var að mestu leyti samræmt um heim allan. Séríslensk ej^skrá Fyrstu áratugi aldarinnar voru ís- lenskir skátaforingjar samt býsna sjálf- stæðir í hugsun og staðfærðu með ágæt- um skátadagskrána svo að hún æfði við- brögð skáta við raunverulegum að- stæðum úr reynsluheimi íslendinga. Samt var í meginatriðum sú hugsun í heiðri höfð að skátar sem lokið hefðu Fyrstaflokksprófmu, first class scouts, hefðu að mestu leyti sams konar kunn- áttu á valdi sínu, hvar sem þeir annars ættu heima. Þessi mál voru auðvitað á dagskrá heimsþinga skáta, en það var ekki fyrr en á miðjum sjöunda áratugnum sem þessum málum var vísað til hvers bandalags fyrir sig og þeim falin fram- kvæmdin á eigin spýtur. Míðstýríng og PCC Annað gott dæmi um alþjóðlega mið- stýringu voru Gilwellnámskeiðin sem Baden-Powell stofnaði til árið 1919. Megintilgangur þeirra var að tryggja samræmda þjálfun skátaforingja. Með því að semja námsefhið á Englandi í þjálfunarmiðstöðinni á Gilwell Park undir stjórn mikilhæffa manna var reynt að tryggja gæði kennslunnar og náms- efnið var vandlega matreitt. Skólastjóri hins alþjóðlega Gilwellskóla hafði em- bættisheitið Camp Chief, sem var til- vísun til þeirrar meginstoðar skátastarfs að láta skáta bjarga sér á eigin spýtur í tjaldbúð. Er fram liðu stundir voru settar á laggirnar þjálfunarmiðstöðvar eða foringjaskólar víða um lönd og skipaði skólastjórinn á Gilwell Park forstöðu- menn Gilwellnámskeiðanna staðgengla sína og veitti þeim embættistitilinn Deputy Camp Chief, skammstafað DCC. Til starfa í Gilwell Park voru fengnir öndvegismenn og leiddu þeir nám- skeiðin fýrir skátaforingja og sérstök leiðbeinendanámskeið fýrir staðgengla sína með ágætum í um fjóra áratugi. Starfsmenn foringjaskólans á Gilwell Park rituðu fjölmargar handbækur og gáfú út viðamiklar bækur hlaðnar hug- myndum fýrir skátaforingja, og hafa þau rit líklega haft meiri áhrif og varanlegri en marga grunar. Stöðluð nafDskeið Kostir þessa fyrirkomulags voru að mörgu augljósir, handbækur voru gefnar út og löggiltar, eftir þeim kenndu leið- beinendur á sama hátt á öllum Gilwell- i námskeiðum heimsins, en breytingar komu síðan frá höfúðstöðvunum, laus blöð sem setja mátti í lausblaðamöppu sem hver DCC átti og gætti vandlega að óviðkomandi fengju að lesa. Með þessu móti var unnt að tryggja að lágmarks- þjálfun skátaforingja væri alls staðar svipuð og sömuleiðis var unnt að koma nýungum og lagfæringum á framfæri með talsverðu öryggi og hraða. Gallarn- ir voru auðvitað jafnljósir og kostirnir, afar lítið var gert úr hæfileikum og getu þeirra sem meðtóku boðskapinn frá Gilwell Park og fyrirkomulagið ýtti sömuleiðis undir vinnubrögð þar sem tekið var gagnrýnislaust við boðskapn- um og hann endursagður öllum, þó að ekki væri alltaf verið að ræða uffl reynsluheim þátttakenda á Gilwell- námskeiðum. Varð því úr að mjög var alið á trúnni á ágæti og alvisku stjórnenda námskeið- anna og þá ekki minnst hins mikla kennara á Gilwell Park. í Þr3staskógí 1933 Gagnsemi Gilwellnámskeiðanna var ótvíræð hvað sem skipulaginu leið og á 1 þessum námskeiðum um allan heim blómstraði skátastarfið er hugmynda- ríkir ungir skátaforingjar lögðu saman kunnáttu sína. Flingað til lands barst dálítill hluti Gilwellskólans árið 1933 eða aðeins 14 árum eftir að Gilwellskólinn var stofn- aður. Sátu flestir íslenskir skátaforingjar sem vettlingi gátu valdið Gilwell- námskeið í Þrastarskógi í húðarigningu. Munu fæstir hafa skilið kennarann, afar virtan skátaforingja af Englandi E. Reynolds að nafni, sem lét mjög að sér kveða í skátahreyfmgunni og ritaði m.a. ævisögu Baden-Powells. V^ntm 3 Íslendíngum Á fimmta áratugnum var oftsinnis rætt hérlendis um að koma á skátaskóla á íslandi og hefja Gilwellþjálfún hér- lendis. Tók sú barátta langan tíma og kristallaðist ekki fyrr en árið 1959 er fýrsta námskeiðið var haldið að Úlfljóts- vatni. Var meginástæðan vantrú leiðtog- anna á Gilwell Park á getu íslenskra skátaforingja og má vel vera að reynsla Reynolds af enskukunnáttu íslendinga hafi ráðið einhverju. Nokkrir traustir íslenskir skáta- foringjar höfðu aflað sér Gilwell- S'k.iítMtwj1— sjíHpt&Jur íípstíllí

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.