Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 11
Þjálfunar erlendis, eins og þeir Sigurður ágústsson og Franch Michelsen í Dan- mörku, Eiríkur Jóhannesson í Noregi og Guðmundur Ófeigsson, sem sótti nám- skeið í Skotlandi árið 1939 en hann lauk ekki Gilwellprófi vegna heimsstyrjaldar- lnnar sem skall á í septembermánuði Það ár. Á fimmta áratugnum að lokinni styrjöldinni bættist í hópinn Björgvin Magnússon sem lauk bæði Gilwellþjálf- Un skáta- og ylfingaforingja, en hún var aðgreind í þá daga. Seígl^ Fr^ncbs Urslitum réði í þessum máíum að Franch Michelsen, sem aldrei lét deigan síga i þessum málum, fékk Odd Hopp, framkvaemdastjóra Norska skátabanda- lagsins til margra áratuga og einn af GCCum Norðmanna til að hjálpa til við stofnun íslensks Gilwellskóla. Beitti hann áhrifum sínum við skólastjóra Gilwellskólans á Gilwell Park John hhurman og tók að sér að stjórna fyrstu Gilwellnámskeiðunum hérlendis uns lnnlendur stjórnandi fengist og gæti hlotið tilhlýðilega þjálfun. Var fyrsta námskeiðið haldið í þriðju viku sept- ember árið 1959, en það ár höfðu alls 2900 skátaforingjar ffá 113 löndum lok- 'ðprilwellnámskeiðum á Gilwell Park. •slenskír stjóþnenduF- Odd Hopp lét hendur standa ffam úr ermum fékk þegar í stað til liðs við sig hjörgvin Magnússon og stýrði Björgvin í raun Gilwellnámskeiðunum ffá byrjun en á ábyrgð og undir eftirliti Odds H°PP. Það var ekki fyrr en árið 1962 Sem íslenskir skátaforingjar voru út- nefndir fúllgildir stjórnendur hinna al- Þjóðlegu Gilwellnámskeiða þeir ^jörgvin Magnússon og Ingólfúr Ár- rnannsson, og síðar bættist Tryggvi Þor- ste,nsson í hópinn. Má fúllyrða að fáir erlendir skátaforingjar, ef nokkrir, hafi reynst íslenskum skátum jafnmikill haukur í homi og Odd Hopp. Nýtt fyn>komuUg Hm þessar mundir var farið að bera á Jalsverðri óánægju með þetta fýrirkomu- Jag, ekki síst á Norðurlöndum og mál innar alþjóðlegu Gilwellþjálfúnar voru ofarlega á baugi á heimsþingum skáta á hmabilinu ffá 1961 til 1969. Varð niður- staðan sú að samþykkt var ályktun sem SJörbreytti þessu fyrirkomulagi. Var Verju bandalagi nú skylt að koma á fót Serstökum yfirmanni foringjaþjálfunar- [ mnar, sem kallaður var fyrirliði foringja- Þjálfúnar hér á landi og tók til starfa árið 1969. Jafnffamt var samþykkt að greina á milli tveggja stiga leiðbeinenda, Leader trainer, sem við kusum að kalla skólastjóra Gilwellskólans og Assistant Leader Trainer sem við höfum kallað leiðbeinendur. Gömlu starfsheitin Deputy Camp Chief (DCC) og Akela Leader voru þar með lögð niður enda lauk með þessari samþykkt umsjón skátaskólans á Gil- well Park með alþjóðlegri þjálfún skáta- foringja. Sérstakri foringjaþjálfunar- nefnd var komið á á vegum alþjóða- bandalagsins og átti hún að gefa út við- miðunarstaðla, sem bandalögin gátu haft til hliðsjónar. Leiðbeinendur á G ilwell 1959: Eiríkur Jóhannesson, Franch Micheisen, Odd Hopp og Björgvin Magnússon. — Úr myndasafni Hraunbúa. Hvert bandalag fékk nú vald til að skipa stjórnendur og leiðbeinendur Gil- wellnámskeiða og ákveðið var að nota áfram bæði Gilwellklútinn og skógar- merkið (wood-badge) með 2 perlum | fyrir þá sem ljúka námi, en þremur og fjórum perlum fyrir leiðbeinendur og stjórnendur Gilwellnámskeiða. A eígín fótum Þar með hófst nýr kafli í sögu Gilwellskólans á íslandi. Nú þurftu leið- beinendur að standa á eigin fótum og námskeiðin voru skipulögð með að- stæður íslenskra skátafélaga að leiðar- ljósi. Sömuleiðis var rýmkað ákvæði um það hverjir fengju að sækja námskeiðin og fljótlega við það miðað að heimilt væri að fullorðið fólk sem vildi koma til liðs við skátahreyfmguna gæti komið á Gilwellnámskeið án þess að hafa sótt undanfaranámskeið fyrir sveitarforingja. Jafnffamt var heimilað að allir for- ingjar gætu sótt námskeiðin, sama hvaða störfúm þeir gegndu í hreyfmg- unni, en áður höfðu t.d. deildarforingjar eða félagsforingjar ekki rétt til að sækja Gilwellnámskeið nema þeir tækju að sér sveitarforingjastörf meðan á þjálfuninni stæði. 1 upphafi var ákveðið að þátttak- endur mættu yngstir vera 18 ára sem var um fimm árum lægra en tíðkaðist annars staðar. Var því ffá öndverðu tekið mið af raunaldri sveitarforingja í íslenskum skátafélögum. Ný prófraun Ekki verður því á móti mælt að breytingar þessar voru erfiðar. Nýstár- legast var að trúa á eigin getu, það var talsvert landlægt að trúa ffemur á bók- stafinn sem kom frá útlöndum. Nokkuð sem ekki var einskorðað við skáta- starfið. Varð því að bregðast við á við- eigandi hátt og komu því hingað til lands árið 1972 þeir Henning Mysager, síðar formaður alþjóðastjórnar WOSM og Jörgen G. Rasmussen, nú formaður alþjóðaráðs Det danske spejderkorps, þá starfsmaður alþjóðabandalagsins og ritari foringjaþjálfunarráðs alþjóða- stjórnarinnar og héldu þeir leiðbein- endanámskeið í þessum nýja stíl og sannfærðu marga fJammámenn hreyf- ingarinnar um að breytingar yrðu ekki umflúnar. Var þáttur Jörgens í þessum málum afar mikilvægur og lagði hann mikið á sig við að leiðbeina nýjum óreyndum fýrirliða foringjaþjálfunar- innar. Engum blöðum er um að fletta að þessi nýbreytni jók íslenskum skátum sjálfstraust og bætti til muna gæði Gilwellnámskeiðanna sem sniðin voru mun betur að þörfúm þátttakenda en áður þekktist. Kröfúr til leiðbeinenda og stjórnenda voru aðrar og meiri og undir- búningur námskeiða annar og flóknari en þegar upp var dregin handbókin frá Gilwell Park, sem mælti fýrir um hverja mínútu. Nú þurffi nefnilega að leggja saman þá miklu þekkingu sem ffum- kvöðlarnir á Gilwell Park J.S.Wilson og John Thurman höfðu dregið saman og samanlagðan þekkingarbrunn þeirra fjölmörgu íslensku skátaforingja sem hafa lagt hönd á plóginn á Gilwell- námskeiðum sem hafa glætt skátaand- ann, sköpunarkraftinn og samkennd skátaforingjanna sem hafa gefið sér tíma til að sækja námskeiðin. Volc|ug festi Enginn vafi er á því að þessi þráður hins alþjóðlega skátastarfs hefúr orðið að voldugri festi sem bundið hefur sam- an skátaforingja um allt land og opnað íslenskum skátum heim þeirra skáta- foringja um heim allan sem setja stoltir upp skógarmerkið og Gilwellklútinn eins og Baden-Powell hafði hugsað sér þegar árið 1919. 5 W S’kÁtt&lfiðið —ýynr des'kulíjð

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.