Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 12
Lifandi miðbær • frábær dagskrá! Á mótssvæðinu verður að sjálfsögðu byggður upp lifandi og skemmtilegur miðbær eins og nauðsynlegt er í öllum bæjarfélögum með fjölbreyttri starfsemi. Þar verður m.a. útvarps- og sjónvarpsstöð mótsins, sjúkrahúsið, bíóhúsið, tónleikahús, veitingastaðir og leigubílastöð svo eitthvað sé nefnt. Þar verða einnig margskonar dagskrártilboð sem einstaklingar geta tekið þátt í upp á eigin spýtur. 49 Motsgestir mæta a svæðið Stútfullar rútur af syngjandi skátum streyma á mótsstað Til að allt skipulag megi ganga sem best mun hvert félag fá úthlutað ákveðnum komutíma svo ekki séu allir að mæta á __svæðið á sama tíma. -• % Siðasta kvöldið Mótssetning Við mótssetningu safnast allir saman á hátíðarsvæði mótsins og taka virkan þátt í setningarathöfninni. Ekki gleyma félags-, sveitar- ^ og flokksfánunum! Tónleikar Eftir langan og strangan dag í tjaldbúðarstörfum og þátttöku í tveimur skemmtilegum pósta- leikjum, safnast allir mótsgestir saman á hátíðarsvæðinu og skemmta sér á frábærum stórtónleikum þar sem fra koma hljómsveitir víða aé landinu! Torgadagskrá Tjaldbúðunum verður skipt upp i nokkur svæði sem við köllum torg. Hvert torg hefur sitt nafn og sín einkenni. Þegar torgadagskrá er í boði á kvöldin þá safnast allir sem eru saman á torgi á einn stað og taka þátt í hressilegri dagskrá sem skipulögð er af torgstjórnum hvers torgs. Dansleikur Þokkalega klikkað ball þar sem allir munu stíga trylltan dans langt fram eftir kvöldi. Áður en ballið hefst mun hvert torg undirbúa sig í suðrænni sveiflu og undirbúa sín einkenni og fleira sem nauðsynlegt er til að vita hver er hvers og hvurs er hvað! Dagskrá fyrir ylfinga / Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla ylfinga iandsins! Ylfingar eru framtíð skátastarfsins og því er mikilvægt að þeir fái tækifæri til að upplifa landsmótsævintýrið. Ylfingar eru að sjálfsögðu velkomnir með foreldrum sínum í fjölskylduþúði allt mótið en á meðan á ylfingamótinu stendur, verður þeim boðið til sérstakrar tjaldbúðar þar sem hjarta ylfingamótsins mun slá. mNÚ ER LAG" - meiriháttar „karnival”! Stuðið byrjar strax að morgni og stendur langt fram á kvöld. Hundruðir listamanna munu heimsækja mótið og tónlist, leiklist og önnur skemmtilegheit munu einkenna þennan dag. Að sjálfsögðu þurfa mótsgestir sjálfir að leggja fram sinn skerf til að gera þennan dag sem fjörugastan. Flokkurinn aflar vina og þekkingar Þennan mótsdag er gert ráð fyrir að gefa flokkum og sveitum svigrúm til að vinna að tjaldbúðarstörfum. Einnig verður boðið upp á tvo skemmtilega póstaleiki um svæðið sem nefnast „Flokkurinn aflar vina" og „Flokkurinn aflar þekkingar". Tjaldbúðarstörf Þessum degi verður varið í tjaldbúðarstörf og fleira skemmtilegt til að byggja upp góða og nytsama tjaldbúð þar sem áherslan erlögð á að öllum líði vel. Valdagskrá flokka Spennandi dagskrá fyrir skátaflokka og drótt- skátaflokka. Þessum fjórum dögum er skipt upp í 8 dagskrábil. Hver flokkur fær að ráða því hvaða viðfangsefni hann glímir við þessa daga. Nánari útskýringar á þessari valdagskrá er að finna hér á síðunni til hægri. Góðan daginn! Flokkurinn vaknar með bros á vör og býr sig undir viðburðarríkan dag með góðum morgunmat og spjalli um verkefni dagsins. Að lokinni fánaathöfn og tjaldbúðaskoðun eru allir tilbúnir til að takast á við spennandi dag! — Skáti í einn dag Skemmtileg dagskrá fyrir fjölskyldur og gesti sem ekki hafa kynnst skátastarfi af eigin raun. Þátttakendur fá að spreyta sig í ýmsum skáta- íþróttum og leikjum og kynnast því, í hverju skátastarfið er fólgið. Frágangur Eftir viðburðarríka og frábæra daga er kominn tími til að ganga frá tjaldbúðinni. Tjöldin eru tekin niður og allir hjálpast að við að ganga frá tjaldbúðasvæðinu. Mótsslit Allir þátttakendur safnast saman á hátíðarsvæðinu og taka þátt í lokaathöfn mótsins. Það verður mikið um dýrðir og mikið fjör á síðasta kvöldi Landsmótsins — söngur, grín og gleði eins og skátum er einum lagið og hver veit nema einhverjir muni dansa kinn við kinn inn í rómantíska sumarnóttvið Úlfljótsvatn! Haldið heim á leið Mótsgestir halda heimleiðis, glaðir í bragði eftir frábært skátamót en með ofurlítinn trega í hjarta við að skilja við alla nýju vinina. u landsmót skáta úlfljótsvatni SkfátMtíwý— sjfclpt&dur lípstíll!

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.