Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 13
Skátaflokkar og dróttskátar velja sér sína dagskrá O ins og sjá má á dagskrá mótsins hér á síðunni til vinstri eru fjórir dagar skipu- ■*—'lagðir sem valdagskrá flokka. Markmiðið með þessari dagskrá er að veita skáta- flokkum og dróttskátaflokkum tækifæri til að velja sér þau viðfangsefni sem flokk- arnir hafa sjálfir mestan áhuga á að glíma við. Dagskrárstjórn mótsins hefur tekið saman hefti með 80 mismunandi verkefnum sem flokkarnir geta valið úr. Til að fá Þetta hefti í hendurnar þarf hver flokkur að fylla út eyðublað sem er áfast nýjum æklingi, sem mótsstjórn hefúr gefið út og senda það til dagskrárstjórnar. Þegar það efur verið gert fær flokkurinn til baka heftið með öllum valverkefnunum og ofið naotsmerki að auki, fyrir hvern meðlim í flokknum. r^essum fjórum dögum er skipt upp í átta dagskrárbil - hvert dagskrárbil er því -^nálfúr dagur. Flest verkefnin eru eitt dagskrárbil og því gætu flokkarnir valið sér atta slik verkefni. Önnur verkefni s.s. flekasmíði eru svo viðamikil að þau ná yfir tvö dagskrárbil. Hver flokkur skoðar sjálfúr hvaða verkeftii hann vill vinna að velur sér ttagskrá í samræmi við það. |'tl einföldunar er valverkefnunum er skipt upp í fjóra flokka og þeir eru nefndir »Ef væri ég söngvari" en sá flokkur inniheldur margskonar verkefni tengd lstum, „Blátt lítið blóm eitt er“ sem inniheldur verkefhi í sambandi við umhverfis- og samfélagsmál, „Ég berst á fáki fráum“ en í þeim flokki eru margskonar ævintýra- erðir og „Fjör í flokk“ sem inniheldur margvísleg verkefni sem flokkurinn getur ^alið sér þegar komið er á mótsstað. Lítum nú á nokkur dæmi um verkefni í þessum Jórum flokkum. Skátahreyfingin býður nú öllum fjölskyIdum landsins frábært tækifæri til að ei9a skemmtilegar stundir þar sem fjölskyldan unir sér við leik og störf í úti- l'fsmiðstöð Skátahreyfingarinnar að Úlfljótsvatni. Næsta sumar verður þar Landsmót skáta dagana 13.-20. júlí og þangað eru allir velkomnir! Stófb^ett ^ðstsjða foss 08 Geysir' Auk Þess er margt að Öndanfarin misseri hafa skátar unnið aó miklum endurbótum á tjaldsvæðum staðarins í því skyni að auka þjónustu vö tjaldbúa og búa þannig um hnútana að óllum geti liðið vel. Skátarnir sjálfir gista í sérstökum skátabúðum en sér- stakt svæði hefur verið tekið undir svonefndar Fjölskyldubúðir - skemmti- e8ar tjaldbúðir sem opnar eru öllum Peim sem vilja fá örlitla nasasjón af ataævintýrinu og eiga glaða daga með tfölskyldunni. k^lleg náttúr^ ~ fjölbkeytt d^gsk^ Umhverfi mótssvæðisins eitt og sér býður tipp á margvíslega möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Stutt er í sund að Ljósafossi og margvíslegar uáttúruperlur eru steinsnar ffá Úlfljóts- vatni s.s. Þingvellir, Laugarvatn, Gull- skoða í Grímsnesi og má sem dæmi nefna Kerið og Sólheima. í Gríms- nesinu er einnig afar fallegur völlur sem heillar alla golfúnnendur. Þeir sem vilja heldur njóta nánasta umhverfis geta nýtt sér fjölbreyttar gönguleiðir eða dregið fyrir fisk í vatninu svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem hér er getið mun lands- mótið bjóða upp á fjörmikla og vandaða dagskrá fýrir alla mótsgesti. Of langt mál yrði að telja upp öll þau tilboð sem bjóðast en væntanlegum gestum í fjöl- skyldubúðum skal þó bent á að boðið verður upp á þátttöku í skátavarðeldum, sérstakar barnakvöldvökur verða haldn- ar, þrautabraut, vatnasafarí og íþrótta- svæði verða öllum opin og sérstök áhersla verður lögð á skemmtileg verk- efni fýrir yngstu kynslóðina í fjölskyldu- búðunum. Kjarninn í þeirri dagskrá verður rekinN í gegnum sérstakan og skemmtilegan stað sem við kölium „Litla Skátaheimilið". Þar geta foreldrar Bl^tt lítíð blóm eítt er Starf með fötluðum - Internetið - Slysaförðun - Táknmál - Umönnun barna - I Kynlíf - Alþjóðastarf - Tungumál - Þjóðsögur - Radíóskátun - Veðurfræði o.fl. Ég berst 3 fa l<í ftsuro Spennandi ævintýraferðir um nágrenni mótsvæðisins, þrí- þraut dróttskáta, klifur og sig, flekagerð o.fl. Fjöh í flokk Þrautabraut - Vatnasafarí - íþróttasvæði - Þrauta- og metasvæði - Sundferð - Veiði - Miðbær o.fl. Ef v^en ég söngv^rí Flugdrekar - Nýsköpun - Tónsmíðar - Dans - Málun - Útskurður - Kvikmyndagerð - Fatahönnun - Leðurvinna - Arkitektúr - Ljósmyndun o.fl. skemmt sér með börnum sínum eða lofað þeim að j vera einum um stund umsjá reyndra sk foringja. Skáti í einn cUg ..eða flei Það er sko ekki nauðsynlegt að vera skáti til að geta tekið virkan þátt í Fjöl- skyldubúðum Landsmóts skáta og upp- lifað það ævintýri sem skátar eiga þessa daga á Úlfljótsvatni. Auðvitað má reikna með að stór hluti fjölskyldubúð- anna verði skipaður „gömlum" skátum og fjölskyldum þeirra og það er óhætt að j fullyrða að þar er afar skemmtilegur fé- j lagsskapur á ferðinni. En að sjálfsögðu hafa hafa allir gaman af því að vera í góðum hópi á fallegum stað þar sem allt ólgar af lífsþrótti og fjöri. Komið því öll með austur á Úlfljótsvatn á Landsmót skáta og gerist skátar í einn dag...eða fleiri! Landsmótsefni: Guðmundur Pálsson S'k.iítcdlci'ðið —fijrir thikressc^n mkuUjð

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.