Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 20
Barn með endurskinsmerki sést mun fyrr en barn sem ekki er með endurskinsmerki. Raunar munar allt að fimmfaldri vegalengd! En það vill stundum gleymast að það sama á við um fullorðna gangandi vegfarendur. Skátahreyfingin dreifir nú eins og undanfarin ár endurskinsborða til 6 ára barna í landinu. Borðarnir sem eru mjög vandaðir, með sylgju svo auðveldara sé að nota þá7 gera ekkert gagn ef þeir eru ekki notaðir! Það er á ábyrgð foreldranna að börnin séu ekki á ferðinni í myrkri án endurskinsborða. Kennarar ættu einnig að fylgjast með nemendum sinum og hvetja þá til að nota borðana. Látið samt borðana ekki duga, saumuð endurskinsmerki í yfirhöfhum barnanna eru alltaf á sínum stað. Fullorðnir geta hæglega notað endurskinsmerki sem hanga úr vasa. Notar þú endt!hs<ínsmehki7 Mjög mikilvægt er að fúllorðnir og unglingar noti endurskinsmerki. Börn- in apa eftir öðrum. Ef fullorðnir nota ekki endurskinsmerki, af hverju ættu þau þá að nota þau? Bíleigendur eru allir með endurskins- merki aftan á bílunum sínum. Svoleiðis hefur það verið í áratugi og þykir sjálf- sagt. Þetta er gert til þess að bilarnir sjáist þegar þeim er lagt við vegarbrún í myrkri. Enginn vill láta skemma bílinn sinn. Er þá ekki alveg sjálfsagt að við öll berum endurskinsmerki svo við skemmumst ekki? Theystum ekkí um of á mebkín Endurskinsmerki geta valdið fölsku öryggi. Ekki skyldi treysta blint á gagnsemi endurskinsmerkjanna og ganga áhyggjulaust um götur og stræti þegar dimmt er orðið. Gætum ávallt íöustu varúðar, göngum á móti umferð- inni, ef engin er gangstéttin, eins langt út í kanti og mögulegt er. Lítum til beggja hliða áður en gengið er yfir götu og göng- um beint yfir hana. Gangstígar og gangstéttar eru gerð fyrir okkur sem emm á ferðinni gangandi eða Skátahreyfmgin og Umferðarráð skora á alla landsmenn að nota endurskinsmerki — alltafl hjólandi og því sjálfsagt að nota í stað þess að setja okkur í hættu á götunum. Ekkí eínk^m^l þítt Slys em ekki einkamál þeirra sem verða fyrir þeim. Þau snert okkur öll. Samein- umst því um að koma í veg fyrir slys. llFUJIFILM E EIMSKIP ora r LÁ-tutn Ijvs c'kfccir skíncx-

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.