Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Page 25

Skátablaðið - 01.10.1998, Page 25
Á Ieið í skól^DD Það er margt sem ungir gangandi vegfarendur þurfa að vara sig á, sérstaklega á leiðinni í skólann þegar umferð er að öllu jöfnu mjög mikil. Skoðið þessar leiðbeiningar vel og heimfærið við nágrenni ykkar og leiðina í skólann. Gengið yfi> götu Þegar gengið er yfir götu gilda nokkrar einfaldar reglur: Fyrst á að stoppa og líta vel til beggja hliða. Þá er að hlusta eftir því hvort bíll nálgist. Ef allt er í lagi, á að ganga ákveðið en með gát yfir götuna. Gangið aldrei út á götu á milli kyrrstæðra bíla. Gengið þar sem enqin q^nqstétt er þá skal ganga á móti umferðinni, eins nálægt vinstri vegbrún og hægt er. Ef nokkrir eru saman á að ganga í einfaldri röð. Gengið yfí> götu við umferð^Hjós • Rauði karlinn á umferðarljósunum merkir að það á að bíða. Græni karl- inn merkir að ganga má yfir götuna eftir að búið er að líta til beggja hliða. • Ýtið á takkann og horfið á skiltið, BÍÐIÐ. Þegar slokknar á því birtist græni karlinn og þá heyrist yfirleitt píp. Þá má ganga yfir götuna — eftir að búið er að líta vel til beggja hliða. • Aldrei hefja göngu út á gangbraut eft- ir að græni karlinn byrjar að blikka. Gengíð yfi> götu 3 g^ngbwt • Notið alltaf gangbrautir þar sem þær eru. Munið samt að stoppa og líta vel til beggja hliða. • Ef gangbrautarvörður er á leiðinni í skólann er best að fara yfir götuna hjá honum. • Gætið sérstaklega að bílum sem beygt er inn í götuna þar sem gangbrautin er. • Munið að vera alltaf með endurskins- borðann. Gangið alltaf á gangstéttum þar sem þær eru. Best er að ganga eins langt frá akbrautinni og hægt er. Gangið ekki fleiri en tvö hlið við hlið svo þeir sem mæta ykkur á gangstétt- inni þurfi ekki að fara út á götu. i\ Förurr) vatle^aí umfe^inni. U UMFERÐAR RÁÐ —jyrir úclkressfcn at$k.ulýð

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.