Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 28

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 28
Flestir skátar kunna Kimsleik eða kannast við hann. En vitið þið hvers vegna hann var kallaður þessu nafni? Leikurinn er kenndur við mann, sem hét Kim. Þótt Kim væri íri, þá ólst hann upp í Indlandi. Frá Kim og ævintýrum hans er sagt frá í bók eftir enska skáldið Rudyard Kipling, þess sem samdi líka söguna um Mowgli, Dýrheima. Hér á eftir segir Baden Powell ykkur frá Kim og ævintýrum hans. „Kim“, eða Kimball O'Hara eins og hann hét fullu nafhi, var sonur liðþjálfa í írskri herdeild á Indlandi. Faðir hans og móðir dóu þegar hann var á barns- aldri og var hann þá falinn í umsjá ffænku sinnar sem bjó á afskekktum stað í Indlandi. Leikbræður hans voru allir innfæddir íbúar svo að hann lærði að tala tungu þeirra og þekkja siði þeirra betur en nokkur Evrópubúi. Hann varð góður vinur gamals farprests sem ferðaðist fót- gangandi um Indland. Með honum fór Kim um allan norðurhluta Indlands. Að lokum vildi það svo til dag nokkurn að hann rakst á gömlu herdeild föður hans og þegar hann heimsótti tjaldbúðir hennar, þá var hann tekinn fastur og grunaður um þjófnað. Skírnarvottorð hans og önnur skjöl fundust á honum og herdeildarforinginn sem sá að hann til- heyrði þessari herdeild, tók hann að sér og lét mefinta hann. En hvenær sem tækifæri gafst þá klæddi hann sig sem Indverja er siður og umgekkst þá eins og hann væri einn þeirra. Nokkru seinna kynntist hann manni að nafni Lurgan, sem verslaði með gimsteina og dýrgripi, en hann starfaði einnig fyrir leyniþjónustu ríkisins vegna kunnáttu sinnar á hinum innfæddu. Þessi maður sá, að hin sérstaka þekk- ing Kims á siðum og venjum hinna inn- fæddu gerðu hann að ákjósanlegum manni fyrir leyniþjónustuna, sem gæti notað hann sem nokkurs konar leynilög- reglumann á meðal hinna innfæddu. En áður en hann réði Kim, lagði hann fyrir hann nokkrar próffaunir til þess að sjá hvort hann væri nógu hugrakkur og þreklyndur. Sem próf um þreklyndi hans reyndi hann að dáleiða hann þ.e.a.s. hann reyndi að láta hugsanir Kims hlýða huga sínum. Þetta geta stöðuglyndir menn gert við ístöðulausa menn. Lurgan gerði Baden Powell: KIM þessa tilraun með því að hann henti vatnskönnu niður svo að hún möl- brotnaði. Síðan lagði hann einn fingur á háls drengsins og vildi láta hann ímynda sér að kannan setti sig saman affur. En hvað sem hann reyndi til þess að láta hugsanir sínar verka á heila drengsins, þá tókst honum það ekki. Kim sá að kannan var brotin og vildi ekki trúa, að hún væri orðin heil aftur. Einu sinni hafði hann þó nærri því gefið eftir því að hann sá í ofsjón að kannan hafði verið löguð, en ofsjónin hvarf brátt. Lurgan sá nú, að Kim var bæði þrek- lyndur og átti gott með að læra og fór því að kenna honum að taka eftir ýmsum smáatriðum og muna þau, en það er hið mikilvægasta atriði mennt- unar skáta — atriði, sem hann ætti að æfa sérhverja stund dagsins, hvar sem hann fer. Lurgan byrjaði að æfa Kim með því að sýna honum bakka með alls konar dýrmætum steinum af öllum gerðum. Hann lét Kim horfa á hann í eina mínútu, en lét síðan klæði yfir og spurði Kim, hve margir steinarnir voru og hverrar tegundar þeir voru hver um sig. í fyrstu gat Kim ekki munað nema nokkra steina og gat ekki lýst þeim ná- kvæmlega, en eftir nokkurra æfingu þá tókst honum að lýsa þeim öllum nokkuð nákvæmlega. Þannig fór hann einnig að með marga aðra hluti sem honum voru sýndir. Síðan ferðaðist Kim um landið með gömlum afgönskum hestakaupmanni, sem honum þótti mjög vænt um. Hann var einnig í leyniþjónustunni. Eitt sinn gat Kim gert vini sínum mikinn greiða með því að fara með mikilvæg skilaboð fyrir hann. I annað sinn bjargaði Kim lífi hans af því að hann heyrði á tali manna sem ætluðu að myrða Afganann þegar hann kæmi í nágrennið. Kim komst með ýmsum brögðum í burtu og gat að- varað vin sinn. Að lokum var hann tekinn í leyni- þjónustuna og gefið leynimerki (merki, sem hann bar um hálsinn og viss setning, sem þýddi að hann væri starfs- maður leyniþjónustunnar, ef hún var sögð á sérstakan hátt). Skátar hafa líka oft leynimerki, sem þeir geta talað sam- an með. Starfsmenn leyniþjónustunnar eru mjög margir á Indlandi og þekkjast ekki í sjón svo að þeir verða að hafa einhver leynimerki til þess að þekkja hverjir aðra frá öðru fólki sem gæti verið óvinir þeirra. Einu sinni, þegar Kim var að ferðast i járnbrautarlest, mætti hann félagi sem hann þekkti ekki. Þetta var innfæddur maður sem bersýnilega var í miklum hugaræsingi þegar hann kom inn í lest- ina. Auk þess hafði hann skorið sig illa á höfði og handleggjum. Hann sagði far- þegunum, að hann hefði dottið af flutningavagni, er hann var á leiðinni á járnbrautarstöðina, en Kim, sem var góður skáti sá, að skurðirnir voru skarpir en ekki óhreinar skeinur eins og menn fá er þeir detta af vagni. Þegar maðurinn var að setja umbúðir um sár sín þá sá Kim, að hann hafði alveg eins merki og hann sjálfur um hálsinn. Kim lét manninn sjá sitt merki. Maðurinn fór þá að tala við Kim og lét leyniorðin vera i því sem hann sagði en Kim svaraði honum með hinum réttu orðum. Síðan fóru þeir afsíðis og ókunni maðurinn sagði Kim að hann hefði verið við starf sitt núna en óvinir ríkisins hefðu komið upp um hann og væru á eftir honum. Þeir vissu að hann væri með lestinni og myndu því síma til vina sinna að hann væri að koma. Hann þyrfti því að koma leynilegum skilaboðum til lögreglu- foringja nokkurs, en hann vissi ekki hvernig hann ætti að gera það, ef hann yrði tekinn fastur af óvinunum sem þegar vissu um komu hans. Kim stakk upp á því að dulbúa hann. Á Indlandi er fjöldi heilagra betlara sem ferðast um landið. Þeir ganga hérumbil ekki í neinum fötum en maka Framhald á bls 30 — ijdlptztdur lípitítlí

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.